Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 43
EINA BINDIÐ, SEM BYÐUR YÐUR FJÓRA NAUÐSYNLEGA KOSTI. 1. V-lögun sem sr sérstaklega sniðin fyrir likama yðar. 2. Mjúkt og þægilegt í notkun. 3. „Blue Shield'' plasthimnan sem gerir það rakaþétt og öruggt ó þrjá vegu. 4. Tekur sérstaklega vel í sig raka. Modess DÖMUBINDI Frá Johnson & Johnson aði að sverja rangan eið fyrir ótta árum, þegar hann var sakaður um morð á ungri stúlku. Hún neitaði að veita honum fjarvistarsönnun, og það var það sem sat í honum. Herr- arnir í Exeter virðast ekki vita það að draumur lífstíðarfangans er, í níu af tfu tilfellum, hefndarlöngun. Hawser stóð upp. — Var það nokkuð annað, herra? ☆ Hús og húsbúnaður Framhald af bls. 9 við íslandsmet; heilar lengjur rað- húsa minna mest á verkfærageymsl- ur bænda eða jafnvel haughús. — Blokkirnar meðfram Bústaðavegin- um eru með þeim fádæmum að Ijótleika, að jafnvel það sem byggt var af vanefnum á kreppuárunum tekur þeim fram. Sjálfsagt eru ágæt- ar íbúðir í þessum húsum og sjálf- sagt eru mörg raðhúsin nokkuð góð, þegar inn er komið, en það er ytra útlitið og skipulagið, sem ekki á sér hliðstæðu. Borgaryfirvöldin verða varla sök- uð um, hvernig hér hefur til tekizt. Pólitíkusar og embættismenn, sem ráða málefnum eins bæjarfélags, eiga vitaskuld að leita til fagmanna um skipulagningu og útlit þeirra íbúðahverfa, sem á að fara að byggja. Það verður að treysta þeim fagmönnum, sem hafa að baki ein- hverja reynslu og langt sérnám. Og þegar þessir sömu fagmenn hafa teiknað einstök, prýðilega vel gerð hús, þá er ekki nema eðlilegf að yfirvöldin komi til þeirra og biðja þá um að láta nú Ijós sitt skína í stærri mæli. Eina stórsynd borgar- yfirvaldanna var sú að eyða fjár- munum skattborgaranna í verðlaun fyrir lausnir, sem síðan var hent, — hent til þess að annað, sem er enn- þó verra komi í staðinn. Það mætti ef til vill segja, að önnur synd yfirvaldanna hafi verið sú, að mótmæla ekki, þegar séð varð af teikningum, að ekki var tekið tillit til ýmissa frumþarfa, eins og samganqna. Aðeins einn arkitekt mun hafa verið nægilega stór í sniðum til að neita algerlega að teikna hús í Fossvogshverfi. Honum fannst, að svo stórlega væri búið að hefta alla möguleika á persónu- legri útfærslu og listrænni sköpun, að bezt væri, að koma þar hvergi nærri. Það hefur verið skammt stórslys- anna á milli að undanförnu. Ár- bæjarhverfið er vægast sagt ömur- legt og þar er næst Ijótasta rað- húsahverfi landsins. Breiðholtshverf- ið er í mótun og byggingu, og á þessu stigi er of snemmt að spá neinu um það, hvernig hin endan- lega útkoma verður. En í Fossvogs- hverfi hefur Ijótleikanum verið reist varanlegt minnismerki og þar hefur svo hraustlegt met verið sett, að ætla mætti að nokkur tími gæti lið- ið þar til annað eins gerist aftur. í menningarritinu Birtingi og raunar víðar, var höfð uppi gagn- rýni á það, sem kallað var ,,Hinn skörðótti hundskjaftur eftirstríðsór- anna". Rauðilækurinn var tekinn sem dæmi. Húsin eru að vísu öll jafn margar hæðir, en villan fólst í því, að þakið skyldi ekki haft eins ó þeim öllum. Þessir dýrkend- ur flatneskjunnar hömuðust út f hvers konar tilbreytingu. Allt ótti að vera svo óskaplega sósíaliserað og samhæft „ofan fró". Með öðrum orðum: Það skyldi gilda einn rétt- ur og einn smekkur, löggiltur smekkur þeirra, sem með völdin fara eins og í hverju öðru austan- tjaldsríki. Ekki svo að skilja, að við hefðum ekki þá þegar kynnzt hinni þrautleiðinlegu kassaskipulagningu. Á strfðsárunum höfðu Norðurmýr- in og Hlíðahverfið verið byggð; einhver Ijótustu hverfi, sem enn hafa séð dagsins Ijós á íslandi. Þegar horft er ó gamla bæinn þaðan sem vel sést yfir hann, t.d. Þingholtin, þó mætti halda, að þar hefði allt verið þrautskipulagt, svo góður er heildarsvipurinn. En þeg- ar betur er að gáð, kemur í Ijós, að ekki einu sinni tvö hús eru eins. Það er líka talsverð reisn yfir Álf- heimahverfinu vegna þess að hóu blokkirnar eru efst og fjölbýlishús- in eru sitt með hverju móti, enda þótt þau séu öll innan ókveðins stærðarramma. Nú geta postular flatneskjunnar verið ónægðir. Þeir ættu að kunna vel við sig f hinu nýja Fossvogs- hverfi. Enginn mun tala um skörð- cttan hundskjaft þar. Það er þvert ó móti hinn tannlausi hundskjaftur og mættum við þó heldur biðja um eina og eina geiflu hér og hvar. ☆ Allt er þegar þrennt er Framhald af bls. 17 einu trúði hann statt og stöðugt: Allt var í hendi Guðs. Þetta var allt mjög framandi fyrir mig. Rossellini virðist vera só sem kynnti henni ástríðufulla og óeig- ingjarna óst. Þegar hún byrjaði að leika f „Stromboli", var breytingin ó henni sýnileg, unga stúlkan var orðin kona, og stóru fyrirsagnirnar í heimspressunni höfðu engin áhrif ó ást hennar ó Rossellini, hún fann ekki einu sinni til nokkurrar smán- ar. Hún fann heldur eklci til iðr- unar, þegar blöðin kepptust um að bósúna út fréttirnar af skilnaði þeirra Rossellinis. Hún segir: — Ítalíudvöl mín var ómetanlegt þroskaskeið fyrir mig. Ég þakka quði fyrir að ég fór þangað, þó fyrst lærði ég að lifa lífinu. Nú, þegar ég er orðin þetta gömul, sé ég hvernig augnablikin hafa flogið fram hjá mér, þau koma aldrei aft- ur. Æskan, líf manns, allt er þetta ó fleygiferð. AAaður ætti að reyna allt sem hægt er, allt. Ég held að ég hafi ekki þurft að vera þolin- móðari en ég var, en ég held að ég hafi ótt að fara varlegar með tilfinningar annarra .... Hugsar hún um Aron Petter og flótta sinn frá honum, eða er hún að hugsa um Rossellini og flótta hans fró henni? Sambúðin við Rossellini var eins oq að búa í eldgíg, svo ótrúlega fróbrugðin öruggu, en óendanlega leiðinlegu fyrra hjónabandi hennar. í fyrstu var þetta spennandi, auð- ugt af atburðum og ástríðum. En að lokum voru það þessir eigin- leikar, sem upphaflega óttu hug hennar allan, til þess að brjóta hana niður, og trufla sólarró hennar. Það var ekkert öryggi til, engar fram- tíðaróætlanir. Stöðug spenna og draumórar, engu hægt að treysta. — En nú getur enginn skipað mér fyrir verkum, enginn sagt mér að gera það sem ég vil ekki gera, segir hún. Þegar hún var yngri vildi hún gera öðrum til hæfis. Þegar hún hitti Aron Petter, var hún óþekktur leikskólanemandi, en þegar hún kynntist Rossellini var hún kvik- myndastjarna á uppleið. Hún reyndi að aðlagast bóðum þessum mönnum, án þess að gera kröfur. Hún kærði sig raunar aldrei um auðæfi eða frægð. — Ég hefi reyndar alltaf verið ósköp „venjuleg". Mér þykir gam- an að dunda í garðinum og hefi yndi af hússtörfum og umgengni 37. tw. yiKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.