Vikan


Vikan - 19.09.1968, Side 41

Vikan - 19.09.1968, Side 41
skipta oft um númer, sagði Hawser. Umferðin var nú ekki mikil, og hraðamaslirinn hjá Hawser var kom- inn upp í 110. — Segið mér þegar þér sjáið pylsubar, Bunter, ég hef ekki borðað annað en jarðarberja- ís í dag. Klukkan var um ellefu þegar þeir óku inn í Margate, sem sýnilega var að skreyta sig fyrir páskahátíðina. Meðfram allri strandlengjunni voru flögg og blöðrur. — Jagúarbíll númer 2-16338 er búinn að standa á hliðargötu í ein- býlishúsahverfinu í Durham síðan í morgun, sagði lögreglufulltrúinn sem tók á móti Hawser. — Það get- ur verið nýbúið að skipta um núm- er á honum. Það er of óhreint eftir óveðrið í gærmorgun, til þess að gott sé að átta sig á því. Við sett- um mann til að hafa gát á bílnum, strax þegar við fengum tilkynning- una frá London. — Ágætt, sagði Hawser. — Og hvað er svo með bensinstöð Foth- ers? — Það er lítil viðgerðarstöð. Eig- andinn er ágætis karl, en sonurinn er eitthvað vafasamur, hefur verið bendlaður við smygl og alls konar smáafbrot. — Hvað heitir hann? Fulltrúinn rétti honum kort úr spjaldskránni. — Edgar, sagði hann, — vanalega kallaður Eddie. Leti- blóð. Við höfum mann á hælunum á honum, ef hann skildi fara að heiman. Fother gamli er á sjúkra- húsi þessa stundina. — Þér heyrið frá mér, ef ég þarf á aðstoð að halda seinna, sagði Hawser. — Bunter, þér komið með mér! Nokkru síðar siangraði Hawser, með hárið niður í enni og krump- aðann flibbann inn á bílastæðið við bensínstöð Fothers. Ungur vélvirki lá þar á bakinu undir bíl. Hann leit upp, en honum hefur sýnilega ekki litizt viðskiptalega á Hawser, svo hann hélt áfram við iðju sína. — Heyrðu, þú þarna, sagði Haw- ser. — Er Eddie heima? — Farðu inn og spurðu hann sjálfan! Hawser bauð honum Camel. — Heldurðu að þú farir ekki og gáir að .því fyrir mig? Vélvirkinn skreið undan bflnum og tók við sígarettunni. — Þú verð- ur þá að koma með mér inn, sagði hann. — Eddie býr f hliðarhúsinu hinum megin við hornið. — Fáðu honum þetta, sagði Haw- ser og rétti honum annað eld- spýtnabréfið, — segðu honum að þetta sé frá sameiginlegri vinkonu okkar. Vélvirkinn barði á glugga, sem var með niðurdregnum vindutjöld- um og Ijósi fyrir innan. Það heyrð- ist eitthvert hark, svo var dyrunum lokið upp. — Það er náungi hérna sem vill tala við þig, Eddie. Hérna er nafn- spjaldið hans. Vélvirkinn sneri sér við og gekk burt. Eddie var feitlaginn maður með frekjuleg, dökk augu. Hann kom alveg út og lokaði dyrunum á eftir sér. — Skoðaðu innan í það, sagði Hawser. — Eg er með skilaboð frá henni til vinar þíns. Eddie gjóaði augunum á hann. — Frá Emmy? — til hvaða nóunga? — Til hans sem kom í gær, asn- inn þinn. Og reyndu að hreyfa þig, ég get ekki staðið hér í alla nótt. — Fjandans læti eru þetta, sagði Eddie. — Að koma hingað til að ónáða fólk um þetta -leyti sólar- hrings! Þú verður að minnsta kosti að bíða, þangað til hann kemst f buxurnar! Hann glotti, og var rétt búinn að tylla höndinni á hurðar- húninn, þegar hægri hnefi Hawsers hitti undir kjálkann á honum. Eddie leið útaf, án þess að gefa fré sér hljóð. Hawser ýtti hurðinni varlega upp. Herbergið var tómt. Hann reyndi að líkja eftir urrinu í Eddie og kall- aði: — Allt í lagi, náunginn er far- inn! Dyrnar að herbergi fyrir innan opnuðust varlega og axlabreiður maður kom inn f herbergið. Hann stóð um stund og hlustaði, svo hlassaði hann sér niður í stól við borðið og greip um viskýflösku, sem stóð á borðinu, og setti hana að munni sér. Það voru óhreinar umbúðir um hönd hans, plástrað- ar á. — Slepptu flöskunni og réttu hendurnar upp, sagði Hawser og ýtti hurðinni upp á gátt. Flaskan flaug framhjá höfði hans, og maðurinn velti borðinu og reyndi að ýta þv! á Hawser, en hann stökk til hliðar, eins og lið- ugur köttur og hleypti af skoti, upp í loftið. — Við lögreglumenn hittum vel, þegar við skjótum í mark, sagði hann kuldalega. — Svona, hendurn- ar hærra upp f loftið, takk, þetta er gott! Maðurinn stirðnaði upp, en hann hlýddi. . — Látið armböndin á hann, Bunter! Hawser gaf lögregluþjón- inum, sem hafði komið inn um leið og skotið reið af, merki. Ungi vélvirkinn stóð fyrir utan og gleymdi að loka munninum. — Eddie þarf eitthvað kalt á höfuðið, sagði Hawser og sýndi lög- reglumerki sitt. — Gesturinn kemur með okkur. — Kímnigáfa yðar er sannast að segja dálítið einkennileg, Hawser, sagði sakamálafulltrúinn næsta morgun. Hann var rjóður í framan og hárin í augnabrúnunum stóðu meira út en venjulega. — Ég er ekki hrifinn af því að undirmenn mínir geri grín að mér! Hversvegna f fjandanum létuð þér mig senda Trench til Exeter? — Vegna þess að asnarnir í Ex- eter, yðar orð, herra, álitu það ekki nauðsynlegt að tilkynna okkur að strokufanginn Ben Preston var kvæntur stúlku sem hét Ivy Rivers, og að þessi sama Ivy Rivers var svo hreintrúaður kaþolikki, að hún neit- VEED V- BAR KEÐJUR er rétta Iausnin Það er staðreynd að keðjur eru öruggasta vörnin gegn slysum í snjó og hálku. WEED keðjurnar stöðva bílinn öruggar. Eru viðbragðsbetri og halda bílnum stöðugri á vegi. Þér getið treyst Weed V-Bar keðjunum. Sendum i póstköfu um allt land. KRIVIIW GUÐNASON II.F. Klapparstíg 25—27 — Laugaveg 168. Sími 12314 — 21965 — 22675. Uariitiiarhafiir INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhH/- Útíhutiíf H □. VILHJALMSSDN RANARGÖTU 12 SÍMI19669 V. ÞER SPARID MEDÁSKRIFT ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÓNUR A HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVI AÐ VERA ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI VIKAN EK IIEIMILISBLAD OG í ÞVÍ ERU GKEINAK OG EFNI FYRIR ALLA Á IIEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓDLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL. KLIPPIÐ HÉR-----------------------------------.----KLIPPIÐ HER □ 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert bloð á kr. 30,77. □ 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. • Kr. 750,00. Hvert blað á kr. 28,85. Gjalddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvcmber. BKÍUFJÐ GREINILEGA PÓSTSTÖÐ HILMIR HF. VIKAN PÓSTHÓLF 533 I S Vinsamlegast sendið mér Vikuna í éskrift ™ 6 uii mib ur ® 1 I I J I I I ------------------------------- REYKJAVÍK SIMAR: 36720 - 35320 SKIPH0LTI 33 REYKJAVlK 37. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.