Vikan


Vikan - 19.09.1968, Síða 44

Vikan - 19.09.1968, Síða 44
við börnin. Ég hefi engan áhuga á fatnaði, það hef ég aldrei haft. Mennirnir í lífi hennar voru mót- setningar, leyndardómsfullir og framandi einföldum skoðunum og kröfum hennar. Þeir áttu stóra drauma, og hún var alltaf reiðubú- in til að gera allt sem í hennar valdi stóð til að fylgja þeim eftir. Hún leit á Lindström og Rossellini sem yfirmenn sína, oq þeir umgeng- ust hana þannig. Þeir voru þröng- sýnir, höfðu úreltar skoðanir um stöðu konunnar í hjónabandinu. I raun og veru höfðu þeir sömu skoð- un á siðferði, þeir voru gamaldags og afturhaldssamir, sem sagt alger- ar mótsetningar Lars Schmidts, sem er maður nútímans, umburðarlyndur og víðsýnn, gerir sér fullkomlega grein fyrir kröfum nútímans og hag- ar sér eftir því. Lars Schmidt hefir framkvæmt flesta framtíðardrauma sína. Vonir hennar um hamingju í sambúð við Aron Petter og Rossellini, hafa nú rætzt í sambúðinni við Lars. Hún eignaðist dásamlega veröld; París og Sviþjóð, farsælt hjónaband og frægð, ró og öryggi. Schmidt sóttist ekki eftir fyrir- myndar húsmóður, honum er það nóg að búa með lifandi manneskju. Hún segir-. — Við njótum þess að vera saryi- an, bara tvö ein. Við njótum þess að tala saman. Við njótum friðar í samverunni. Skip okkar siglir ró- lega, það er ekkert "sem kemur okk- ur á óvart, hvorki hvítfyssandi öldu- faldur eða djúpar lægðir. Ég hefi það aldrei á tilfinningunni að ég þurfi að gera neitt sérstakt, til þess að honum þyki vænt um mig. Hon- um þykir einmitt vænt um þær hlið- ar mínar, sem ég áður hélt að væru mér til vansa. Hann tekur mig eins og ég er. Svo bætir hún við með mildri og hljóðlátri rödd: — Hann tekur mig ekki aðeins sem leikkonu og eiginkonu, heldur líka einfaldlega sem konu. Nú get ég verið ég sjálf, án þess að hafa nokkra sektartilfinnigu. Lars er sterkur maður, greindur og tilfinn- inganæmur, en um fram allt er hann skilningsríkur og hyggin. Hann lær- ir af lifinu og gerir sér engar grill- ur yfir því hvað morgundagurinn feli í skauti sínu. Hann er frjáls maður, í raun og veru frjáls. Eitt af því sem Lars kemur oft á óvart með, er að koma við og við með risastóra blómvendi. — Hann er svo hugsunarsamur, hann veit að ég elska blóm, segir Ingrid og bendir á stóran vönd af gulum rósum. Og svo eru það bækurnar. Lars sér alltaf um að hún hafi nógar bækur, og hafi tíma til að lesa þær. Það gefur henni víðara sjónmál, stærri sjóndeildarhring. — Lars hefur komið mér til að hugsa, og það eru allt of fóir eig- inmenn sem gera sér far um það, segir hún, og leggur mikla áherzlu á orð sín. — Hann vill að ég þroskist, hugsi meira um andlega hluti en þá ver- aldlegu. Fyrir honum er ég ekki eingöngu konan hans, heldur sam- borgari, sem verður að fylgjast með þróun málanna, halda áfram að upplifa hlutina og skilja þá. í hjónabandinu verða báðir að- ilar að leita að þeim verðmætum, sem lífið hefir upp ó að bjóða. Lars hefir veitt Ingrid tækifærin til að þroskast sem einstaklingur, hann hefir ekki lokað hana inni í gamla eiginkonuhlutverkinu. Það er talað um börnin hennar; Piu, sem er dóttir Aron Petters og Robertino, Isabellu og Ingrid, sem eru börn Rossellinis, og hún segir að Lars umgangist þau ekki eingöngu sem börnin hennar, heldur sem þroskaða einstaklinga. — Þau tilbiðja hann, segir hún. Hún hlær. Hún hefir nú hlotið það, sem hún ekki fann í fyrri hjóna- böndum sínum, — frelsi. Þegar minnst er á þetta atriði, hlær hún glaðlega og segir: — Það er gott. . . Þér hafið skil- ið hvað ég á við! Það er aðalástæð- an fyrir þvi að ég er svo hamingju- söm í hjónabandi mínu! ☆ Stúlkurnar í Saigon Framhald af bls. 11 vietnamskra hermanna, sem hafa dáið á vígvellinum, og þær þurfa oft að sjá fyrir foreldrum sínum og börnum. Sennilega eru harmsögur þeirra margar sannar, en eitt er víst: þær eru ekki í fjárhagslegum vand- ræðum. Dugleg stúlka, sem heldur sig vel að tedrykkjunni og sængar ekki með hermönnum, nema hún sé ástfangin, getur hæglega unnið sér inn 20.000 pjastra á mánuði, og það er 180 dollurum meira en hæst settu ríkisembættismenn fá í mánaðarlaun. Ef hún sængar með nokkrum á viku, getur hún þrefald- að þessa upphæð. Því lengur sem bandarískir her- menn dvelja í Vietnam, verða þeir léiðari á barstúlkunum og viet- nömskum konum yfirleitt. Hér á eftir fara nokkur svör hermanna, sem hafa verið spurðir um álit þeirra á stúlkunum: „Þær eru of geðríkar, ég kann miklu betur við stúlkurnar heima. Fólkið hér fer meira eftir eðlishvöt en heiIbrigðri skynsemi. Það yrði erfitt fyrir stúlk- urnra að semja sig að háttum fólks- ins heima." „Mér líkar vel við þær, en þær eru svo ólíkar okkur. I stað þess að sitja á stólum, sitja þær á hækjum sér eða liggja á hnjánum. Það kæmi skrýtilega fyrir heima." „Ef ég kvæntist stúlku héðan frá Vietnam, myndi pabbi drepa mig." „Mér líkar vel við þær, en ég myndi aldrei kvænast nokkurri þeirra. Þær eru svo fjandi horaðar." Það er greinilegt að bandarískir hermenn eru mjög einmana í Viet- nam. Það sést bezt á daginn, í Sai- gon og öðrum borgum, þar sem þeir ráfa um án nokkurs markmiðs, 44 VIKAN 37- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.