Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 12
SÍÐASTA ELDSPÝTAN Lögreglulæknirinn rétti úr sér. — Kyrkt, sagði hann. — Blettirnir á hálsinum, andlitsliturinn, allt bendir til þess. En krufningin leiðir í Ijós hvort kyrking er eina dauðaorsökin. Það er erfitt að segja hvenær glæpurinn hefir verið framinn, ég gizka ó að hún hafi lótizt fyrir rúmu dægri, það gæti þó verið lengra síðan. Það er hvergi sár ó henni, svo blóðið í lófa hennar hlýtur að vera úr morðingjanum. Hún hefir liklega klórað hann í sjálfsvörn. Rispan sem hann hefir fengið hlýtur að hafa verið nokkuð stór. Læknirinn hristi höfuðið. — Þetta er ógeðslegt, sagði hann, — ég vona að menn yðar verði fljótir að komast á sporið. r Á BORÐI VIÐ HLIÐINA Á GRÖNNUM LÍKAMA LÁTNU KONUNNAR STÓÐ GEYSISTÓRT, GYLLT PÁSKAEGG, SKREYTT MARGLITUM BÖNDUM. BAK VIÐ HANA KOM í LJÓS LÍTIÐ HRÆÐSLULEGT ANDLIT. ÞAÐ VAR 10-11 ÁRA TELPUKORN, SEM STÓÐ ÞARNA, ANDLITIÐ STIRÐNAÐ AF HRÆÐSLU. V________________________________________________ Læknirinn fór. Ljósmyndarinn og tveir rannsóknarmenn fóru að koma tækjum sínum fyrir og byrja á að rannsaka herbergið. Hawser lögreglufulltrúi stóð kyrr um stund og virti fyrir sér stofuna, áður en hjálparmenn hans fóru að hreyfa hlutina úr stað. Unga konan lá, eins og tuskudúkka, á armbrík eins hægindastólsins. Á borði við hliðina á grönnum líkama látnu konunnar stóð geysistórt, gyllt páskaegg, skreytt marglitum böndum. Það var næstum ósiðlegt að sjá þetta yfirskreytta páskaegg á þessum stað. Hawser sneri sér að húshjálpinni, snoturri, myndarlegri konu um þrítugt. Það var hún sem kom fyrst á staðinn og hringdi til lögreglunnar. Hún hafði staðið allan tíman, síðan þeir komu, á sama stað og haldið sér í hurðarhúninn. Bak við hana kom í Ijós lítið hræðslulegt andlit. Það var 10 — 11 óra telpu- korn, sem stóð þarna, andlitið stirðnað af hræðslu. Hawser kinkaði kolli til telpunnar og brosti vingjarn- legu brosi. — Við skulum koma fram í eldhús, frú Bond, það er nafn yðar, er það ekki? Konan jánkaði því, opnaði dyrnar og ýtti telpunni út fyrir. — Farðu heim, Beryl, sagði hún lágt, en telpan reif sig af henni, skauzt á undan fram I eldhúsið, hljóp að glugganum og hélt sár dauðahaldi í gluggapóstinn, eins og hún væri hrædd um að verða fjarlægð með valdi. — Setjist niður, frú Bond, sagði Hawser, — og segið mér frá öllu, eins nákvæmlega og þér getið. Hvenær komuð þér hingað í íbúðina? — Klukkan 10, eins og ég er vön. Mér þykir óþægilegt að koma svona seint, en frú Rivers annaðist gestamóttöku á veitingahúsi, og vann oft lengi fram eftir, svo hún svaf til klukkan ellefu og tólf. Ég byrjaði alltaf í eldhúsinu og reyndi að trufla hana ekki. Á mánudögum er venjulega mikið af óhreinu leirtaui, en í þetta sinn var það óvenjulega lítið, svo ég var fljót að Ijúka því af. — Læðztu inn [ stofuna, sagði ég við Beryl, — og gáðu hvort ekki eru einhver óhrein glös eða öskubakkar þar. En stelpan neit- aði að gera þetta, sem betur fór! Frú Bond leit á telpuna, sem ók sér af feimni. — Já, og svo? — Svo fór ég sjálf inn, guð hjáipi mér, þvílíkur hryllingur! Frú Bond hristi sig. — Full, hugsaði ég, en ég hafði aldrei séð hana drukkna, í þau tvö ár sem ég hefi unnið hjá henni, og svo fannst mér eitthvað skrítið hvernig hún hékk yfir stólbríkina. ... Ég gekk til hennar og tók í öxlina á henni. — Verið þér róleg, frú Bond, sagði Hawser. — Það liggur ekkert á. — Þetta er allt, sagði hún. — Ég kom telpunni fram í eldhús og hringdi til lögreglunnar. — Þú sagðist ætla að hringja í lækni, sagði Beryl, sem ennþá stóð og hélt sér í gluggapóstinn, — en það var ekki satt. Ég heyrði það vel! Hún leit ögrandi á móður sína. Frú Bond leit á hendur sinar, glennti út fingurna, eins og tilfinningin fyrir því sem hún tók í væri þar ennþá. — Ég hefði getað öskrað, en Beryl hafði fylgt mér eftir, og ég vildi ekki hræða barnið. Frú Bond kyngdi, eins og öskrið sæti ennþá í hálsi hennar. Frú Bond andvarpaði þreytulega. — Hún er í póskafríi, sagði hún við Hawser til skýringar, — og hún vill alltaf koma með mér hingað, þegar hún á frí frá skólanum. Það er svo sem ekki mikil hjálp að henni — Það er allt svo fallegt hér, sagði telpan. — Mér þykir gaman að vera hér. — Frú Rivers var alltaf svo góð við Beryl, sagði frú Bond, — gaf henni oft sælgæti og ýmislegt smávegis. Hún gerði mikið veður af henni og stundum lét hún hana syngja fyrir sig. Beryl er nefnilega í kirkjukórn- um, sagði hún með sýnilegu stolti. 12 VIKAN 37-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.