Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 40
Heimur unga fólksins í dag einkennist af síhvikri og sterkri „beat“-tónlist, sem eng- ir hafa átt eins ríkan þátt í að móta og þróa og Bítlarnir, enda seljast hljómplötur þeirra svo milljónum skiptir. Til þess að eignast hlutdeild í þessum nýja heimi verður allt ungt fólk að eignast hljómplötur þeirra. Þær fást í FKLKANOM. hijómDlfitudeild — Nei, það kom einhver sem ég þekkti á móti mér. Ég var svo hrædd um að ég yrði spurð um eitthvað, svo ég faldi mig bak við næsta hús. — Sástu manninn aftur? — Hann kom út, þegar ég hafði staðið þarna um stund. — Hljóp hann? — Nei, hann var að reyna að kveikja sér í sígarettu, en gat það ekki, því að hendin ó honum var vafin innan í vasaklút. Það var víst síðasta eldspýtan hans, því hann blótaði mikið og fleygði tóma eld- spýtubréfinu inn í garðinn. Það lá þar ennþá í morgun. Svo opnaði hann bílinn hennar frú Rivers og ók í burtu. — Borðaðu ísinn þinn, Beryl, sagði Hawser. — Ég verð að fara. Og ég er viss um að mamma þín verður ekkert reið, þótt þú segir henni þetta allt saman. Aðeins tveim mínútum síðar beygði Hawser sig niður og tók upp eldspýtnabréf, sem hafði fok- ið inn undir runna í garðinum. A framhlið bréfsins var glannaleg auglýsing, en innan í var fjólublár stimpill, sem hafði dofnað af dögg- inni: Kaupið reykingarvörur yðar hjá „Emmy á horninu". Nýjasta Bítla-platan heitir HEY JUDE ' v___________________________________________________________________________________________________________________________y Húsmæður .... Við vitum, að þið kunnið að meta vönduð og falleg heimilistæki — þv: bióðum við yður frystikistur, kæliskápa og eldavélar frá Norsk gæðafram- leiðsla byggð á kröfum norskra neytendasam- taka. KPS-frystikist- urnar eru 320 og 500 lítra með körfum, skilrúm- um í botninum, frysta niður í 4- 30 °C með Ijósi í loki, öryggisljósi, vandlega ryð- varðar og eru á hjólum. KPS-kæliskáparnir fást í stærðunum 60 — 125 — 210 — 250 lítra — einnig sambyggðir kæli- og djúpfrystiskápar. KPS-kæliskáparnir eru faliegir, ódýrir og eru á hjólum. Kynnið yður KPS — spyrjið eftir KPS. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Aðalstræti 18 - Sími 16995 Undir stimpilmerkinu stóð, skrif- að með blýanti: „Bankaðu eins og venjulega, ef þú kemur seint ( kvöld." Píla benti á nafnið Emmy. Þetta var líklega nafnið á ein- hverri sjoppu. Hawsex flýtti sér að næsta blaðaturni og hringdi til Scotland Yard. Hann barði óþolin- móður með hnúunum á lúða síma- Skrána, meðajn skrifstofumaðurinn leitaði fyrir hann i skránni. — Já, ég hef það, sagði hann eftir stund- arkorn. — Lower Kennington Lane. Það er í Camberwell hverfinu, er það ekki? Það voru margir viðskiptavinir í litlu, þröngu búðinni hjá Emmy, flestir að skoða veðhlaupalistana. Afgreiðslumaðurinn var gamall og grettinn. Hawser keypti einn pakka af Camel og tók svo tvö eldspýtna- bréf úr standinum á búðarborðinu. — Okeypis? spurði hann. Maðurinn snussaði fýlulega. — Aðeins fyrir fasta viðskiptavini, sagði hann, en annars kosta þau 2 pence stykkið, eins og annars staðar. — Allt í lagi, sagði Hawser, — bíttu ekki af mér nefið! Hann fleygði sex penca peningi á borð- ið, og tók ekki við skiptipening- um. — Er Emmy heima? spurði hann lágt. Maðurinn svaraði ekki, en opn- aði hlemm í búðarborðinu og benti með höfðinu í áttina að bakher- bergi. Frekar ung kona stóð þar og horfði á eitthvað sem hún var með á gasvélinni. Hún var með einhvers konar madonnuhárgreiðslu og stóra eyrnalokka. — Ég átti að hitta mann hérna á laugardagskvöldið, sagði Hawser. — Kom nokkur hingað og spurði um Harry? — Ég veit ekki hvaða mann þú átt við, og ég veit ekki hvaða Harry þú ert, sagði hún. — Ég veit ekki hvað hann kallar sig núna, sagði Hawser. — Ég veit bara að hann verður í fjandans klípu, ef ég næ ekki í hann. Mamma hans sendi mig með peninga til hans, svo hann gæti komizt burt úr borginni, en mér seinkaði svo- lítið. — Klípu, sagði hún kuldalega. — Hann var að minnsta kosti ekki í peningaklípu! Hún hvæsti fyrirlit- lega. — Það voru ekki smápening- ar sem hann hafði með sér héðan. Hellti pabba fullan og hljóp svo burt, meðan ég skrapp frá. — Svei, svei, sagði Hawser, — þú hefur þá ekki mikla samúð með honum? — Nei, þú getur bölvað þér upp á það, sagði Emmy biturlega. — Að stela frá fólki, sem hjálpar honum til að fela sig, og tekur á sig mikla áhættu. Er nokkur afsökun til fyrir slíku? — Ef ég hefði komið nógu snemma, hefði þetta ekki skeð, sagði Hawser með róandi rödd. — Það getur verið að hann hafi feng- ið viðvörun um það að hann yrði að hverfa sem fyrst. Hann klóraði sér ! hnakkanum. — Veiztu nokkuð hvar hann er núna? — Það geturðu bókað! Ég, þessi asni sem ég er, var búin að gefa honum upp örugg fylgsni í Mar- gate. — Heyrðu mig nú, sagði Hawser, — ertu ekki til í smá kúpp? Þú seg- ir mér hvar hann er og ég læt þig hafa peningana, sem hann hnupl- aði frá þér? Hve mikið var það? Hún hugsaði sig um andartak. — Það voru átta pund, nærri níu. Sem betur fór var laugardagsverzl- unin ekki byrjuð fyrir alvöru. — Hvenær kom hann hingað? — Hann kom með kveðju frá bróður mínum. — Og hvað gerir bróðir þinn? — Þú spyrð of mikils, sagði hún og horfði rannsakandi á hann. Hawser tók upp veskið sitt og taldi tíu pundseðla fram á borðið. — Segðu mér svo heimilisfangið. — Bensínstöð Fothers, West Har- bour númer 14. Hún tók seðlana og stakk þeim niður í hálsmálið. Það hvein í hemlunum, þegar lögreglubíllinn ók fram úr hvít- um Jagúar með bláu þaki, og gaf stöðvunarmerki. Feitlagin fegurðardís stakk höfð- inu út um bílgluggann. — Hvað er nú að? Er eitthvað að Ijósunum? — Venjulegt eftirlit, sagði Haw- ser. — Ökuskírteini, þakka yður fyrir. Hann leit á skírteinið. — Allt í lagi, þér megið halda áfram! — Þetta er sá fjórði, sagði Bunt- er lögregluþjónn. — Hvltur með bláu þaki, það hlýtur að vera tízka hjá ungum stúlkum núna. — Við höfum aðeins litinn til að fara eftir, það getur verið búið að 40 VIKAN 37-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.