Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 28

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 28
"tiht— i *iVfB \ • 1 I I fif Síðan frétti ég ekkert af honum, fyrr en mér var sagt, að hann væri einn af Bítlunum.“ John fór til Liverpool með Júlíu, en ekki til að búa hjá henni, eins og hún hafði hugsað sér. Það var Mimi frænlca, sem tók hann aftur að sér. Hann flutti til henn- ar og Georgs — í þetta skipti fyrir fullt og allt,. Þau bjuggu í húsinu númer 251 við Menlove Avenue. Það er breið gata með röð af trjám í miðjunni; gott hverfi, að minnsta kosti að áliti þeirra sem búa þar. Golfvöllur er öðrum megin við götuna. Mimi og Georg bjuggu í öðrum helmingi af samföstu tvíbýlishúsi. Við útidyrnar er snoturt forskyggni með litlum, grænum og rauðum rúðum. ,.Eg minntist aldrei á foreldra Johns við hann,“ seg- ir Mimi. „Eg vildi hlífa honum við slíku tali. Kannski hef ég verið of áhyggjufull og viðkvæm í þessum efn- um. Ég veit það ekki. Ég vildi aðeins, að honum liði sem bezt.“ John man lítið frá ])eim dögum, áður en hann flutt- ist alveg til Mimi og Georgs. Hann man þó lítillega eftir afa sínum, föður Júlíu og Mimi. „Hann var mjö.g gamaldags í skoðunum, strangur, siðavandur og þröng- sýnn. Það var líklega ástæðan til þess, að Júlía fór að heiman og var á stöðugu flakki. Stundum söng hún á krám.“ John er mjög þakklátur Mimi fyrir allt það, sem hún gerði fyrir hann. „Hún hefur bersýnilega verið fjarska góð við mig. Hún hlýtur að hafa haft stöðugar áhyggj- ur af mér og runnið til rifja að sjá mig velkjast á milli foreldra minna. Hún brýndi fyrir þeim aftur og aftur, að þau yrðu að hugsa um mig, sálarheill mína og fram- tíð. Hún var sem sagt ekki í rónni, fyrr en lnín hafði fengið mig alveg til sín. Foreldrar mínir treystu henni og hafa því talið hyggilegast að ég væri hjá henni sem lengst, býst ég við.“ Mimi ól John upp eins og hann væri hennar eiginn sonur. TTún var ströng og þoldi engan kjánaskap, en skammaði hann aldrei né refsaði honum á ncinn hátt. Versta refsing hennar var, þegar hún móðgaðist við hann og lét eins og hann væri ekki til. Hún Ó1 hann upp með það fyrir augum, að hann yrði sjálfstæður persónuleiki. „Við vorum mjög samhent fjöl- skylda,“ segir John. „Mimi var ekki vanaföst og ég ekki heldur. Við borðuðum til dæmis ekki hádegisverð klukkan eitt, á hverjum degi, af því að allir aðrir gerðu það. Við fengum okkur að borða, þegar við vorum svöng.“ Georg frændi rak mjólkurbú, sem faðir hans hafði átt. TTann var blíðlyndur að eðlisfari og góðmenni hið mesta. Honum þótti vænt um John og lét allt eftir hon- um. „Ég fann oft bréfmiða undir koddanum hjá Georg, sem John hafði skrifað honum,“ segir Mimi. „Á þess- um miðum stóð til dæmis: „Kæri Georg! Vilt ])ú þvo mér í kvöld en ekki Mimi.“ Eða: „Kæri Georg! Viltu fara með mig í bíó á morgun.““ .Tohn var látinn í Dovedale-barnaskólann. „Skólastjór- inn sagði mér, að strákurinn væri fluggáfaður,“ segir i|, I . f • Mimi. „Hann getur gert hvað sem er, ef hann vill það sjáll'ur. En hann gerir ekki alltaf það sem hann á að gera,“ sagði hann. John var orðinn bæði læs og skrifandi eftir aðeins fimm mánaða dvöl í skólanum. En stal'setningin var oft ærið kúnstug hjá honum.“ Mimi vildi fylgja John í skólann á hverjum degi og sækja liann þegar skólanum lauk. En hann vildi ekki leyfa henni það. Þriðja daginn sagði hann, að kraklc- arnir gerðu grín að sér, af því að hún leiddi hann alltaf í skólann og harðbannaði henni að gera það framvegis. Mimi varð því að láta sér nægja að ganga i humátt á eftir honum til |)ess að vera viss um, að hann kæmist heilu og höldnu í skólann. „Hann liafði góða söngrödd,“ segir Mimi. „Hann söng til dæmis í barnakór í kirkjunni hjá okkur. Hann fór alltaf í sunnudagaskóla og var fermdur þegar hann var fimmtán ára.“ .Tohn fékk aðeins fimm shillinga á viku í vasapen- inga þar til hann var fjórtán ára. „Ég reyndi að kenna honum að fara með peninga, en það var árangurslaust. „Georg frændi verður að vinna fyrir sínum peningum,“ sagði ég við hann. „Nei,“ svaraði John. „Það er ekki satt. Hann lætur mennina vinna fyrir sig!““ Þegar John var búinn með vasapeningana sína og vildi fá meira, átti hann að vinna fyrir þeim með því að hjálpa til í garðinum. „Hann neitaði því alltaf, þar til liann var orðinn svo aðþrengdur, að hann neyddist til að láta undan. Við heyrðum að geymsluhurðin var opnuð með háum skell, og síðan dró John út garðsláttu- vélina. Iíann var í hræðilegu skapi, hamaðist með vél- ina á grasblettinum í ldukkutíma, en kom að því loknu hlaupandi inn og heimtaði peningana sína. Það var ekki nokkur leið að kenna honum ráðdeild og sparsemi. Ef hann átti peninga, var hann mjög örlátur og vildu að aðrir nýtu þeirra með honum.“ Aðeins sjö ára gamall bjó John til sínar eigin bækur. Mimi á margar slíkar bækur. Einnig gaf hann út blað. Á titilsíðu þess stóð: „Sport, S])eed and Illustrated. — Skrifað og myndskreytt af J. W. Lennon.“ T blaðinu voru skrítlur og teikningar og myndir af fótbóltahetj- um og kvikmyndastjörnum, sem hann klippti úr öðr- um blöðum. Einnig var framhaldssaga í blaðinu, sem liann samdi sjálfur. Hún endaði alltaf á þessum orðum: „Ef þér finnst þetta góð sága, skaltu lesa hana aftur í næstu viku. ITún verður miklu betri þá.“ Eftirlætis-bók Johns var Lísa í TJndralandi. Hann lét sér ekki nægja að teikna allar persónur sögunnar, heldur orti líka kvæði um þær. Verst var, þegar hann vildi lifa sjálfur atburði sögunnar. „Þegar ég hafði lesið nýja bók, tók ég söguhetjur hennar mér til fyrirmyndar,“ segir John. „Ég vildi gera allt eins og þær. Þetta var ein ástæðan til þess, að ég vildi vera foringi skólabræðra minna. Ég vildi, að þeir léku allir söniu leiki og ég. Venjulega voru leikirnir eitt- hvað í ætt, við það, sem ég hafði síðast lesið.“ Þegar John var lítill hafði hann Ijóst, gullið hár og 28 VIKAN 37-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.