Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 10
Stúlkurnar sem þetr skílja ej ----Saígon----- z'------------------------------------—---—--—-------------N „VENJULEGUSTU SAMNINGAR ERU AÐ STÚLKA, SEM HELDUR VIÐ HERMANN, FÆR UM 150 DOLLARA Á MÁNUÐL FYRIR ÞAÐ HUGS- AR HÚN UM LÍTIÐ HÚS, SEM HANN LEIGIR FYRIR 100 DOLLARA A MÁNUÐI, ELDAR FYRIR HANN, ÞJÓNAR HONUM OG ER AUÐ- SVEIPUR REKKJUNAUTUR ... “ Ástarævintýri og stríð hafa ætíð verið sögulega samtvinnuð, eins og greinilega kemur í Ijós hjó rithöf- undum, allt frá Herodotusi til Hem- ingways. Stríðið í Vietnam er eng- in undantekning. Þrótt fyrir þá staðreynd að um það bil 150 hjónabönd eru órlega stofnuð milli bandarískra hermanna og stúlkna fró Vietnam, og vitað er að önnur ástasambönd eru mý- mörg, þá hafa slík mól aldrei ver- ið undir meira eftirliti i nokkurri annarri styrjöld, sem Bandaríkja- menn hafa tekið þótt í. Vietnam- búum hefur þótt „ástandið" niður- lægjandi og það hefur haft slæm óhrif ó sambúð þessara tveggja þjóða. Það er satt að þúsundir Vietnam- búa, frekar konur en karlar, hafa unnið fyrir meiri peningum í þessu stríði en annars ó allri sinni ævi. Það eru ekki einungis vændiskon- ur, — en þær geta, ef þær stunda atvinnu sína vel, haft fjórum sinn- um hærri mánaðarlaun en róðherr- ar, — heldur þúsundir annarra Viet- namkvenna, sem vinna á skrifstof- um og heimilum Ameríkumanna. Um það bil þriðjungur þjóðarinn- ar, sem er sautján milljónir, hefur hrokkið upp af ásunum, farið ó flakk, flúið sveitirnar, og leitað hælis undan sprengjuórósum í borg- unum. Meðal þeirra eru tugir þús- unda ungra stúlkna, sem hafa gerzt vændiskonur, eða hafa gert samn- inga um sambúð, venjulega til sex, sjö mánaða í senn, við bandaríska hermenn og óbreytta borgara. í þessum hópi eru stúlkurnar, — og þar með taldar stúlkur, sem valdar hafa verið til að sinna gestum ó börunum, — sem láta sig dreyma Ijúfa drauma um að hitta ameríska hermenn, sem bjóða þeim einhvers konar öryggi, eða jafnvel hjóna- band, en það hafa tiltölulega fó hjónabönd orðið til af þeim kynn- um. Heildartölur sýna að þau eru miklu færri tiltölulega en þau voru í Evrópu, Ástralíu, Japan og Kóreu, í og eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar bandarískir hermenn voru í þeim löndum. Það eru margar ástæður fyrir þessu. Am^rísku hermennirnir eru aðeins eitt ór í einu í Vietnam (sem er aðalóstæðan fyrir því að siðferð- ið hefur haldizt ó sæmilegum grund- velli), og ó svo stuttum tíma er hæpið að þeir geti kynnzt svo vel stúlkunum [ Vietnam, að til hjú- skapar komi. En ef eða þegar her- maður hefur áhuga ó að kvænast stúlkunni sinni, þá tekur skriffinsk- an svo óralangan tíma, að hann hugsar sig um óður en hann leggur út [ það. Þó eru til dæmi um það að hermenn fara heim, þegar þjón- ustutími þeirra er útrunninn, og gerast sjálfboðaliðar, til þess að geta verið annað ór í Vietnam, ein- göngu til að geta kvænzt stúlkunni sinn. Yfirleitt hugsa þeir þó ein- göngu um að nó sér í góðan rúm- félaga, eða jafnvel fasta vinkonu fyrir stuttan tíma. Svo eru líka miklir erfiðleikar með málið. Þótt margar stúlkur [ Vietnam, og þó sérstaklega stúlkur, sem hafa af- vinnu á börunum, kunni svolítið í ensku, er það tæplega nóg til að geta kynnzt til fullnustu. Og mjög fóir amerískir hermenn læra viet- nömsku, sem er afar erfitt tungu- mál. Stúlkurnar sem kunna ensku vel, og það eru yfirleitt skrifstofustúlk- ur, sem koma fró góðum heimil- um og búa heima hjó foreldrum sínum, eru yfirleitt undir heimilis- aga, og hermennirnir hafa litla eða enga möguleika til að kynnast þeim. Venjulegir hermenn koma sjaldan í stjórnarskrifstofur hersins. Síðast- liðið eitt til tvö ór hafa órósarsveit- irnar ekki verið staðsettar í Saigon, Danang eða öðrum stórum borgum. Þetta hefur ekki auðveldað kunn- ingskap milli hermanna og stúlkna, og svo hafa barir og næfurklúbbar verið að mestu leyti lokaðir opin- berlega síðan í febrúar. Hermenn hafa lítið tækifæri til að ná sambandi við „góðu" stúlk- urnar í Vietnam; þar hafa óbreyttir, amerískir borgarar betri tækifæri. Þetta er vegna þess að vietnamskir foreldrar hafa alltaf reynt að vernda dætur sínar fyrir útlendingum. Viet- nambúar eru stolt fólk, og þeir hafa ekki alltaf haft góða reynslu af út- lendingum, þar sem landið hefur löngum verið hersetið bæði Kín- verjum og Frökkum. Nguyen Ngoc Lihn, hámenntaður maður sem talar þrjú tungumól, og er yfirmaður f upplýsingaþjónustu ríkisins, segir: „Að undanförnu hafa stúlkur, sem giftast útlendingum, orðið fyr- ir alls konar misrétti. Ameríkumenn, sem eru viðkvæmari í sér en aðrir útlendingar hér, og koma sér oftar í ástasambönd eða hafa meiri þörf fyrir slíkan félagsskap, eru meðal Vietnambúa oft ólitnir sem eins konar „óæðri verur". Yfirleitt eru þeir heiðarlegri í samskiptum sín- um við stúlkurnar en menn af öðru þjóðerni, en verða þó fyrir mikilli andúð innfæddra. Vietnambúar fóst ekki um það þótt hermennirnir hafi mök við vændiskonurnar. Foreldrar, sem senda dætur sínar til að vinna á börunum, vita vel hvað bíður þeirra. En ef þeir senda þær til vinnu ó skrifstofum Bandaríkja- manna, hafa þeir rétt til að krefjast öryggis þeim til handa. Ef eitthvað slæmt kemur fyrir í þeim herbúð- um, er það mikill hnekkir fyrir álit- ið ó Bandarlkjamönnum í heild. Verstu tilfellin eru þegar Ameríkan- ar lenda í ævintýrum með viet- nömskum konum, sem eiga eigin- menn sina á vígvöllunum." I Vietnam eru nokkur góð hjóna- bönd milli þjóðanna, en þau eru þó teljandi. Fyrrverandi majór í her Bandaríkjanna kom aftur til Viet- nam sem borgaralegur starfsmaður. Hann var í fleiri mónuði að biðla til ungrar konu af góðum ættum, sem hafði misst mann sinn ó víg- vellinum. Hann gafst ekki upp, og eftir rúmt ór kvæntist hann henni. Hann sótti um starf í Thailandi, þar sem kona hans var kunnari lifnað- arhóttum þar en í Ameríku. Hún er vel menntuð og greind kona og hefur ekkert ó móti þvi að flytjast til Bandaríkjanna með manni sín- um, en gagnstætt þv! sem aðrar stúlkur fró Vietnam vilja, þá finnst henni að það liggi ekkert ó. Flestar stúlkur, sem giftast banda- rískum hermönnum í Vietnam, eru illa upplýstar og hafa fárónlegar hugmyndir um þægileqt líf í glæsi- legu umhverfi Ameríku. Hermenn- irnir, sem kvænast þeim, eru yfir- leitt ungir drengir, víðsvegar að úr Ameríku. Foreldrar þeirra eru síð- ur en svo ónægðir með ráðahaq þeirra, og órangurinn verður sá, að þeim finnst allir líta niður ó sig, og oftast leysast þessi hjónabönd upp fyrr eða sfðar. En ef stúlkurnar hafa tækifæri til að giftast hermönnum, þá eru þær reiðubúnar til að taka afleiðingun- um, í fyrstu að minnsta kosti. Fyrsta spurning þeirra er oft: — Heldurðu að ég verði tekin fyrir negra? Þótt bandarískir hermenn, hvítir og þel- dökkir hafi barizt hlið við hlið ( Vietnam, og samkomulag yfirleitt verið ógætt, þó gætir töluverðs að- skilnaðar milli þeirra í einkalífinu, 10 VIKAN 37-tbl■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.