Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 33
fyrir þessu. Verkfærunum hafði verið skilað. Þótt Ambrose Tuttle hefði snúið sér að því að liía í synd, kannske orðið einn af þess- um blómamönnum eða setzt að í skúr einhvers staðar í úthverfi, kom honum það ekki við. Til að binda endi á þetta sagði hann: - Jæja, ég er feginn að þetta er búið. — Þakka yður fyrir for- ingi. Dylan virtist ófús að fara. Hann laut yfir saumavélina og sneri henni nokkrum sinnum. — Þér hafið gert mjög vel við hana, frú Blossom. Ég hringi í yður, næst þegar min bilar. Robert leit talandi augnaráði á armbandsúrið sitt og síðan á klukkuna á hillunni. Dylan andvarpaði. — Jæja, verið þið þá sæl. Robert fylgdi mönnunum til dyra, til að ganga úr skugga um að þeir kæmust heilu og höldnu út af eigninni. Svo kom hann óþolinmóður til baka, morgun- maturinn hans var orðinn kald- ur og þar að auki hafði hann ekki tíma til að éta hann. Hann braut saman morgunblaðið, þótt guð vissi að hann hafði lítinn tíma til að lesa það á skrifstof- unni. Hann var ekki einn af þeim sem eyddi öllum fyrri hluta dagsins í að ráða krossgátuna í The Times. Þegar dagur Roberts byrjaði, byrjaði hann af fullum krafti. —■ Allan daginn af öllum mætti, var slagorð Blossom Brassiéres. Hann þreif ferðatöskuna sína og kastaði frakkanum yfir hand- legginn. — Ætlarðu ekki að fá þér of- urlítið heitt kaffi? spurði Harri- et háif feimnislega, eins og hún vildi hálft í hvoru ekki tefja hann. Hún var góð kona; hún vissi, að hann vildi ekki láta dekra við sig, og þetta boð var aðeins kurteist og tillitssamt. — Ég verð að flýta mér, sagði hann. — Sjáumst í kvöld... og já .... Móti venju sinni hikaði hann í efsta þrepinu. Það var sjaldgæft að hann gleymdi nokkrum sköp- uðum hlut. En í þetta sinn var eitthvað, sem ekki lét hann í friði. — Andskotinn hirði þenn- an leynilögreglumann og smá- snuðrið hans! Svo mundi hann það. — Náttfötin mín, sagði hann. — Þessi skærrauðu sem eru horfin. Reyndu að finna þau. — Já, elskan .... -— Og innisloppinn. Nú hafði Harriet hættulegt augnaráð. — Ef þú ert ekki víss um, að hafa sett það einhvers- staðar. Hann vildi ekki standa þarna og láta segja sér, að hann væri genginn af göflunum. — Reyndu bara, elskan, sagði hann stuttaralega. Svo kyssti hann hana og það var stuttaralegt líka. Hann skundaði reiðilega til bílskúrsins. Áður en hann komst alla leið, mundi hann eftir fleiru, sem hann hafði gleymt. Hann var með skjalatöskuna, mikið í'étt. Allt í einu minntist hann þess, að það var ekkert í henni. Umslagið með lýsingunni á nýja Boadicea brjóstahaldaranum og tillagan að honum, sem hann hafði haft með sér heim, til að athuga nánar í gærkvöldi, lá enn á náttborðinu hans. Hann hafði ekki haft það með sér niður og hann hafði ekki látið það í skjalatöskuna. Honum var að fara aftur. Of margt sem dreifði hugan- um. Þar lá hundurinn grafinn. Of margt, sem ergði hann. Hann gekk aftur að aðaldyr- ^unum. Þá heyrði hann raddirnar enn á ný. Eina rödd að minnsta kosti. Fjarlæga, hlæjandi rödd, eins og Harriet væri að stríða honum úr fjarska. — Allt í lagi! Morgunmatur eftir þrjár mínútur. Þetta var fáránlegt. Hann var búinn að borða meiri hlutann af morgunmatnum. Að minnsta kosti hafði morgunmaturinn ver- ið þarna handa honum að éta, ef hann hefði fengið tíma til að ljúka við hann. Hann dreif upp lykilinn og smeygði sér inn í húsið. Auðvitað var dauðaþögn. Harriet var frammi r eldhúsi. Hann vildi ekki láta hana vita hvað hann var gleyminn; hann myndi ekki þola þetta augnaráð hennar einu sinni enn. Hann læddist á tán- um í gegnum anddyrið og fikr- aði sig hljóðlaust upp stigann. Eitthvað einkennilegt rétt innan sjónmáls hans olli honum áhyggj- um. Nei, hann ætlaði ekki að gá að því nánar, flýjandi skuggar og lítil dýr, sem hoppuðu út og inn um veggina, voru ekki handa honum. En þegar hann kom upp stig- ann gat hann ekki barizt á móti. Hann leit upp. Háloftslúgan var opin. ' Þetta var fáránlegt. Þau geymdu ekkert uppi í risinu, nema gamla rúmið, sem þau höfðu komið þar fyrir, þegar þau ákváðu að kaupa nýtt. Það gamla var farið að halla svo mikið inn að miðjunni að þau voru sífellt að velta þangað. Þau höfðu haft gaman af þessu í nokkur ár, já, oft og tíðum mjög gaman af því, en nú ... jæja, það var fleira til í lífinu, og nýja rúmið var breiðara og þægilegra og velti þeim ekki alltaf saman í miðj- unni. Hann hafði engan tíma til að standa þarna og rifja upp gaml- ar endurminningar. Þaðan af síð- ur að glápa á lofthlerann. Undr- andi, en ákveðinn í að vísa á bug öllum óviðkomandi heila- brotum, gekk hann inn í svefn- herbergið. Hann átti hálfvegis von á því að finna ekki brjóstahaldaraum- slagið á borðinu, þar sem hann hafði sett það. Honum til léttis var allt með felldu, hér að minnsta kosti; Umslagið lá á borðinu; nýji brjóstahaldarinn ofan á umslaginu. Hann tók hvort tveggja upp. Hann heyrði skell einhvers staðar uppi yfir sér ofurlítið til norð-austurs. Robert beið. Heyrði hann eða heyrði hann ekki, dauft fótatak eins og ofurlítill flokkur af mús- um gengi í takt uppi á loftinu. Hann stóð grafkyrr. Hann heyrði ekki meira. Þetta gat ekki gengið. Hann gekk ákveðinn út eftir gang- inum að stiganum. Hann sá ekk- ert óvanalegt útrmdan sér að þessu sinni, og nú olli það hon- um undrun og áhyggjum. Hann leit upp. Loftlúgan var lokuð. Þýddi það, að hún hefði alls ekki getað verið opin, þegar hann átti leið um fyrir einni mínútu? En hann hafði séð hana opna. Nú sá hann hana lokaða. Robert hikaði andartak á stigabrúninni, svo fór hann nið- ur. Fyrir ofan hann heyrðist deyfð en ákveðin karlmanns- rödd: — Það eru engin rakvél- arblöð. Ro,bert nam staðar með aðra höndina á dyrahúninum. Hann sneri sér við. Kyrrð og þögn. Hann hikaði, og svo flýtti hann sér fram í eldhús. Þar var Harri- et. Það var ekkert draugalegt eða óákveðið við Harriet. Þegar hún heyrði fótatak hans, sagði hún með sinni skæru, auðþekktu, djúpu og jarðnesku rödd: — Verst að við skyldum vera búin með rakvélarblöðin. — Rakvélarblöðin? spurði Ro- bert heimskulega. — Ég skal kaupa rakvélarblöð þegar ég fer út, sagði Harriet og brosti um leið og hún sneri sér við. Svo gekk bros hennar allt úr skorðum. Hún greip andann á lofti. — Robert? Hvað ert þú að gera hér? — Ég gleymdi þessu. Hann klappaði á brjóstahaldarann sem dinglaði utan á umslaginu. — En hvað er þetta með rakvélar- blöðin ....? Ég meina .... hver? — Rakvélarblöðin? spurði Harriet og setti upp þennan svip, sem hann var farinn að óttast og hata. Ég, ég sagði ekkert um rak- vélarblöð, sagði hann. — Nú, ekki ég. — Ekki þú? — Nei, sagði Harriet ákveðin. Einhversstaðar hlaut að vera heil brú. Hann hugsaði um skrif- stofuna sína og verksmiðjuna, þar sem hann var algjörlega ein- valdur. Skrifstofan hans, með stóra skrifborðinu og stóra virðulega bakháa stólnum og sölulínuritunum ó veggjunum; með símum og innanhússtalkerf- um og fólki, sem bankaði lotn- ingarfullt og hafði mesta löngun til að ganga á bak út aftur og hneigja sig. Þar var hann örugg- ur. Þar gat hann hugsað. Til bessa hafði hann ekki heyrt neina skelli þar, né heldur haft of- skynjun, að dyr opnuðust og lokuðust, þar heyrði hann held- ur engar raddir aðrar en venju- legar, virðingarverðar raddir starfsmanna sinna. Robert flúði. Hann hafði fund klukkan ell- efu, en í fyrsta sinni á ævinni gat hann ekki einbeitt sér. Einu sinni stóð hann sig meira segja að því að tala um krækjur og lykkjur, þegar sölustjórinn hans var að tala um kvartanir, sem þeim höfðu borizt vegna hör- undsofnæmis fyrir sumum efn- unum þeirra. Hann hespaði fund- inum af eins fljótt og mögulegt var og svo gaf hann sér tíma til að íhuga málið alvarlega. Hann hafði ekki komið nálægt lækninum sínum í áraraðir. Ein- hvern tíma hafði hann átt stutt samtal við hann, þegar suðan fyrir eyrunum var óþolandi, en læknirinn hafði einfaldlega ráð- lagt honum að taka sér hvíld í ítölsku ölpunum. Robert hafði haft allt of mikið að gera til að sinna þessu, og auk þess litla trú á þessu læknisróði. Áhyggj- urnar höfðu aukið á óþægindi hans fremur en að draga úr þeim. Hvað myndu þessir læknar hafa að segja um nýju fyr- irbrigðin? Ef til vill myndu þeir stinga upp á því að hann dveldi eins og hálfan mánuð í munka- klaustri, og jafnvel þar myndu steinarnir sennilega fara að skríkja hver við annan. Robert lamdi í borðið sitt, eins og hann gerði stundum á storma- sömum sölufundum. Með sjálf- um sér pípti hann niður hug- myndina um að heimsækja lækni. Það var ekkert að honum. Mein- semdin lá einhvers staðar þar, sem hann réð ekkert við og hjá öðru fólki. Harriet, sem sífellt var að týna einhverju og neitaði að bera ábyrgð á því, Harriet, sem hafði sennilega brennt týndu náttfötin hans til ösku í þurrk- aranum; það leit jafnvel út fyr- ir að hún væri leynilegur port- vínsþræll og þessvegna voru þessar tvær flöskur horfnar og þessvegna sofnaði hún á dag- inn og þessvegna fékk hún stund- um þetta einkennilega augnaráð. Og svo voru það þessir ábyrgð- arlausu menn, sem höfðu byggt húsið hans úr vondu efni, svo þar heyrðust allskonar dularfull hljóð á nóttunni. Og einhver ná- granni hans var vís með að stilla Hi-Fi hljómburðartækin sín svo hátt á nóttunni að það gerði alla hunda í Chelsea hrædda og skapaði þennan undarlega titr- ing, þessar undarlegu hrotur, í Framhald á bls. 50. 37. tbi. VITCAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.