Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 39
SíSasta eldspýtan Framhald af bls. 13 sem ég varð að senda til hennar. Þess vegna.veit ég um heimilisfang hennar, það stendur í minnisblöðun- um við símann. Turf-klúbburinn var m|ög vel lát- inn veitingastaður, frekar lítill en miög glæsilegur. Eigandinn var fyrrverandi majór í flughernum, Frank H. Taylor. Hann var ekkju- maður og vel efnaður. Hann hafði farið með tvö börn sín frá London til Jersey, eyjarinnar við Frakk- landsströnd, og þar ætlaði hann að vera um páskana. Hótelið þar stað- festi að hann hefði verið þar allan tfmann, mætt í hverja máltíð, svo það var útilokað að hann hefði farið í skottúr til London, til að myrða ástmey sína vegna afbrýði- semi. Starfsfólkið í Turf-klúbbnum hafði verið undrandi yfir því að frú Rivers mætti ekki til vinnu á laugardagskvöld. Það hafði hringt heim til hennar, en enginn svaraði í símann. BílI frú Rivers hafði held- ur ekki sézt við klúbbinn frá því á föstudagskvöld. Hawser gaf út skipun um að leita að bílnum. Það var alveg útilokað að um ránmorð væri að ræða, nema þá að frú Rivers hefði verið með mikla peninga í töskunni. Hún stóð opin við hliðina á líkinu, og þar voru engin fingraför, nema hennar eig- in. Frú Bond fullyrti að ekkert hefði verið tekið úr íbúðinni, hvorki skrautgripir eða föt. Lyklakippan sem frú Bond talaði um var hvergi sjáanleg, og það voru greinileg spor eftir karlmannsfætur á þykku gólf- teppinu, stóra karlmannsfætur, sem voru alger mótsetning við för eftir smágerða fingur, sem fundust á póskaegginu og borðbrúninni. Meðan Hawser beið eftir árangri frá rannsóknastofu lögreglunnar, hafði hann upp á Jennie Chambers á einni sjónvarpsstöðinni. Hún sat innan um alls konar eldhúsáhöld, sem hún átti að auglýsa í sjónvarp- inu, og féll i grát, þegar Hawser sagði henni frá morðinu. — Ég get alis ekki trúað þessu, sagði hún, hvað eftir annað. — Ó, vesalings Frank, vesalings Frankl — Eigið þér við Taylor majór? spurði Hawser. Hún kinnkaði kolli og þurrkaði sér um augun. — Ivy, sagði ég oft við hana, hversvegna giftist þú ekki Frank? Hann er ekki eingöngu sú trygga höfn, sem við allar erum á hnot- skó eftir. Hann hefur mikinn per- sónuleika, og þú elskar hann! Reyndu að losa þig við þennan drullusokk, sem þú varst einu sinni gift. En vitið þér hverju hún svar- aði? „Hjónabandið er heilög stofn- un," sagði hún. Hafið þér heyrt annað eins? Ég er glöð yfir því að ég er ekki kaþolikki! Fröken Cham- bers hristi höfuðið, skilningsvana. — Það er alls ekki óhætt að búa svona ein, eins og Ivy gerði, nú orðið. Þess vegna reyni ég að búa hjá Lotty frænku, þó það sé ekki alltaf gaman, og langt út í rassi, svo ég er alltaf fleiri klukkutírha að komast til og frá. — Vitið þér hvar herra Rivers er niðurkominn? — Eigið þér við fyrrverandi eig- inmann hennar? Ég veit ekki einu sinni hvað hann heitir. Rivers er föðurnafn hennar. Ég spurði hana einu sinni hvort hún heyrði aldrei frá honum, en hún sagði: „Nei, hann hvarf fyrir 8 árum." Hawser sneri aftur til Scotland Yard. Lögregluþjónn kom hlaupandi á móti honum. — Skýrslan fró rann- sóknastofunni, herra! Sakamálafull- trúinn óskar eftir samtali við yður, — og það strax, sagði hann, þegar Hawser opnaði umslagið og fór að skoða myndir í mestu rólegheitum. Gat það verið að tvennt hefði ver- ið þarna að verki, stór karlmaður og óvenjulega smávaxin kona? Allt í einu sló hann hnefanum í borðið, eins og honum hefði dottið eitthvað nýtt í hug. — Ég kem við hjá hús- bóndanum. Hafið bílinn minn tilbú- inn! Sakamálafulltrúinn leit upp. — Fjandinn hafi það, Hawser, — það er bókstaflega allt á öðrum endan- um. Flóttamaðurinn frá Dartmoore fangelsinu, sem lögreglan hélt sig hafa handsamað I gær, er ennþá laus og liðugur. Þessir asnar náðu í vitlausan mann, já, raunverulega geggjaðan aumingja, og voru sigri hrósandi yfir að hafa fangað morð- ingjann, Ben Preston. Nú æpa þeir á hjálp frá Exeter. Takið Trench með yður og flýtið yður til þeirra! Augu Hawers urðu eins og mjó strik af vonzku. — En Rivers morð- ið, herra? Það er tímasóun að setja nýjan mann í það, tímasóun fyrir okkur, en mjög kærkominn frestur fyrir morðingjann. Hafið þér komizt að einhverju? — Það væri kannski of mikið sagt, herra, en ég eygi möguleika á því að finna einhver spor til að fara eftir. — Ég vil ógjarnan standa í vegi fyrir yður, Hawser, en það er nokk- uð alvarlegt mál, þegar lífstíðar- fangi sleppur út . . Sakamálafull- trúinn þagnaði sem snöggvast. — Jæja, sagði hann svo, — það er ekki svo auðvelt að velja á milli morðingja. Hawser svaraði ekki, stóð aðeins kyrr og beið, hæverskur á svipinn. — Allt ( lagi, sagði sakamála- fulltrúinn, — þér vinnið, eins og venjulega! Ég sendi þá Trench ein- ann.... Hawser skildi bílinn eftir við Cronwell Road og gekk hratt I átt- ina að Blanche Street. Við hornið gekk hann yfir lítinn skrúðgarð. Barnahópur hafði safnazt að einum bekknum og á bekknum sat Beryl, sýnilega miðdepillinn í einhverjum æsifréttum. Hún stóð upp og hneigði sig kurteislega. — Komdu og fylgdu mér, Beryl, sagði Hawser, — ég þarf að tala við mömmu þína. Beryl gekk með honum, hreykin á svip, og gat ekki stillt sig um það að líta við, öðru hvoru, til að sjá hvernig börnin tækju þessari upphefð hennar. — Langar þig ekki í kók? spurði Hawser. — Eða viltu heldur ís? — O, já, það fæst svo góður ís ! Eskimoa. Hún hljóp við fót við hlið hans. Þau settust í einn af básunum, hvort um sig með tvöfaldan skammt af jarðarberjaís. — Þú átt marga vini hérna í götunni, sagði Hawers, eftir stundarkorn. — Þú hefur lík- lega verið að segja þeim frá því sem skeði í morgun? Beryl kinkaði kolli. — Já, og ég varð að segja þeim það aftur og aftur. Smágert andlitið Ijómaði. — En þú hefur aðeins sagt þeim frá því sem skeði í morgun, er það ekki? Ekkert um það sem skeði á laugardagskvöldið? — Sjáðu, hér er heilt jarðarber, sagði Beryl og hélt fram skeiðinni með stóru jarðarberi. — Kannski finnur þú líka ber, mitt var sokkið á botninn. — Við sjáum til, sagði Hawser. —■ En þú svaraðir ekki því sem ég var að spyrja um. Sagðirðu þeim frá því sem skeði á laugardaginn? Hún horfði á hann, óörugg á svipinn. — Þú hefur ekki sagt þeim að þú fórst ekki strax heim, eftir að þú hringdir og hengdir upp pilsið í forstofunni, og þegar þú sást páskaeggið, fullt af -konfekti, í stof- unni? Hún svaraði ekki, lagði skeiðina frá sér, eins og hún hefði ekki lyst á meiri ís. — Ég hélt að þú værir skynsöm stúlka, sagði Hawser, og röddin var hvöss. — Það sést svo greini- lega á þér að þú ert að skrökva. Það er mjög óskynsamlegt að Ijúga að lögreglunni. Telpukornið fór að gráta. — Ég tók bara tvö eða þrjú stykki, stam- aði hún, — og þá komu þau, og maðurinn var svo reiður að hann blótaði og ragnaði, og ég faldi mig ! svefnherberginu, en ég sá að hann flaug á hana og reif af henni lyklakippuna, fleygði henni svo niður ! stólinn, en þá komst ég fram í forstofuna og flýtti mér út. Beryl hikstaði og saup hveljur. Hawser lagði handlegginn róandi um axlir hennar. — Og þú þorðir ekki að segja mömmu þinni þetta, vegna þess að þú hafðir nælt þér ! nokkra mola, var það ekki? Það var ekki svo hræðilegur glæpur! — Ég vissi að mömmu myndi finnast það. — Hvað gerðirðu svo, fórstu beint heim? á aðe/'ns það bezta skilið 37. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.