Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 14
r 37. tbl. Mér leið mun betur en orð fá lýst; eins og allar martraðir var dagurinn í gær óskýr og hafði misst obbann af sinni dökku lög- un og ógnun. Einhvern tíma, ann- aðhvort þegar ég var að vakna eða sofna, hafði ég komizt að þeirri niðurstöðu, að þetta atvik væri úr sögunni, að ég væri sloppinn og engar slóðir lægju til mín og ég hefði gert úlfalda úr mýflugu. Hvað, sem gerzt hafði í kolli mínum, hvort það var taugalömun eða vitundar- svæfing, var það horfið og ég hafði gleymt því. Ég hafði gleymt því, ekki mjög lengi, en nógu lengi til þess að morgunninn yrði fallegur. I strætisvagninum las ég blaðið mitt og síðan, þegar við vorum nærri komin inn í New York og George Washington-brúin var fram- undan, rifjaðist þetta upp fyrir mér og ég stakk hendinni í vasann til að taka upp lykilinn og virða hann fyrir mér einu sinni enn. Hann var ekki þar. Þá skall allt yfir mig aftur. Það kreppti að hjarta mínu og með æð- isgengnum taugaóstyrk tók ég að leita í öllum vösum mínum, en lyk- illinn var ekki í neinum. Svo slakaði ég á og dró andann léttar. Ég átti þrenn föt: dökkgrá flannelsföt, dökkgrá ullarföt og viðarkolagrá ullarföt — þetta er ekki athyglisvert safn, en þegar tekjurnar eru eins og mínar, hefur maður ekki efni á að eiga athyglis- vert fatasafn. Maður kaupir sér ein föt á ári og það verða að vera þess Konar föt að þau geti líka gengið, þegar maður fer inn í borgina. ( dag var ég í gráu ullarfötunum, í gær var ég í gráu flannelsfötun- um. Alísa sér um það, og ég tæmi buxnavasa mína á hverju kvöldi, áður en ég fer í bólið, ekki jakka vasana, heldur aðeins buxnavas- ana. Þar með var spurningunni svarað og ég gat slakað á um hríð og á endastöð strætisvagnanna fór ég inn í símaklefa og hringdi í Alísu, þótt ég ætti þá á hættu að vera nokkrum mínútum of seinn of- an í borgina. — Heyrðu, elskan, sagði ég. — Ég er á strætisvagnastöðinni ( New Ycrk og það skiptir kannski ekki stórkostlegu máli, en ég hefði nú gaman að því að vita það samt. Viltu fara í jakkavasann á fötunum, sem ég var í í gær — gráu flann- elsfötunum — og gá hvort þú finn- ur lykil. — Gleymdirðu lyklunum þínum? Það skiptir ekki máli, Johnny, ég verð heima ... —• Nei, greip ég fram í fyrir henni. — Þetta er bara einn lykill, flatur lykill. Lykill að öryggishólfi. — Við höfum ekki öryggishólf, Johnny. Við höfum talað um það, en það er svo dýrt . Fékkstu þér samt hólf? — Alísa, þetta er ekki lykillinn minn, viltu gera það sem ég bið þig- — Það lítur út fyrir að örlög heimsins séu komin undir þessum lykli. — Fyrirgefðu, elskan, ég ætlaði ekki að láta það hljóma þannig, sagði ég og reyndi að hafa stjórn á mér, neyddi mig til að vera ró- legur og léttilegur í máli. — Sann- leikurinn er sá, að lykillinn er í eigu skrifstofunnar, og ég vildi að- FRAMHALDSSAGAK 3. HLUTI EFTIR E. V. CUNNINGHAM - TEIKNING BALTASAR 14 YIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.