Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 15
eins vera viss um að hann væri
ekki týndur.
— Allt [ lagi þá, ég skal athuga
það. Bíddu í símanum.
Eg borgaði aftur í símann, með-
an ég beið. Mér var kalt, hjarta
mitt var eins og blýklumpur og ég
dró upp vasaklútinn til að þurrka
svitann framan úr mér og ég valdi
mér alls konar ónefni fyrir vitleys-
una og hugsunarleysið. Svo kom
Alísa aftur í símann og sagði:
— Eg er með hann, Johnny —
flatan lykil með litlu f-i stimpluðu
efst á hann.
Hún hlýtur að hafa heyrt, hvað
ég dró andann miklu léttar og hún
spurði: — Johnny, af hverju er
þetta svona mikilvægt?
Eg hafði ekki efni á að vera
kæruleysislegur núna. — Mikilvægt.
bað er ekki svo mjög mikilvægt, en
gættu hann vel. Viltu gera það?
— Auðvitað, svaraði hún.
I dag var ýmislegt óvenjulegt.
Ég kom út úr símaklefanum og sól-
in skein nú aftur og svertingja-
drengur brosti við mér og spurði:
— Burstun, herra?
Ég sagði honum, að hann ætti að
vera í skóla. Hjarta mitt var nú tek-
ið að róast, og mig langaði að
standa kyrr nokkrar mínútur. Ég
setti fótinn upp á kassann hjá hon-
um og hann sagði: — Svona er
það, herra, alltaf halda allir það
versta um mann. Ég er í hóskólan-
um ó kvöldnámskeiðunum. Þá hef
ég morgnana fría. Þetta virtist skyn-
samleg ráðstöfun og ég gaf honum
tuttugu og fimm sent. Það var ríku-
legar borgað en ( fljótu bragði
mætti virðast; fyrir bragðið varð ég
að breyta hádegismatnum og fara
á kaffiteríu í staðinn fyrir ódýran
veitingastað og það fór í taugarnar
á mér enn einu sinni, ég var þreytt-
ur á að spara og telja og nurla, að
hafa ekki efni á að láta bursta
skóna mína og borða hódegismat,
heldur fara bil beggja. Ég átti hús,
sem var veðsett nær fullu verði hjá
Savings and Loan, og bíl, sem [
raun og veru var eign Acceptance
Company, og þvottavél og sjónvarp,
sem ég var enn að borga afborg-
anir af, og hvað snerti mig sjálfan,
var sá litli hluti, sem ég enn taldist
sjálfur eina, veðsettur lykli.
Ég fór í neðanjarðarlestina, náði
í vagninn minn og sæti og opnaði
blaðið aftur. I New York hafði
maður dottið af járnbrautarpalli. í
Alsír höfðu menn úr sveit skæru-
liðanna myrt tólf múhameðstrúar-
menn. í einu tilfellinu hafði morð-
inginn vikið sér að manni á göt-
unni, lagt byssu að höfðinu á hon-
um og tekið í gikkinn. í öðru til-
felli hafði skæruliði nálgazt hóp
múhameðstrúarmanna, sem beið eft-
ir strætisvagni, og sallað þá niður
með vélbyssu. Þetta voru köld morð
og hjartalaus, eins og kannske öll
morð eru — og kerfisbundin, en
mér fannst að í þeim væri svo mik-
ill hrottaskapur og ómennska að
slíks væru engin dæmi. Það voru
myndir í blaðinu. A einni var braut-
arpallur á neðanjarðarstöð, önnur
var af götu í Alsír, þar sem morð-
in höfðu átt sér stað. Þrjú lík lágu
á gangstéttinni, og vel klætt Evr-
ópufólk var á gangi framhjá líkun-
um og lét sem það sæi þau ekki.
Ég er ekki pólitískur, og oft hef-
ur mér flogið í hug, að ég sé ekk-
ert sérlega gáfaður; en þegar ég
les dagblöðin annars hugar og
skynja það, sem ég les um, í mik-
illi fjarlægð, er ég ekki svo frá-
brugðinn öðrum — flestum öðrum.
Ég les blöðin úr fjarska, frásagnir
af hatri mannanna á mönnunum,
af grimmd mannanna gagnvart
mönnunum, um dauðleika mann-
anna, en það snertir mig ekki.
Nema hvað nú snerti það mig.
Ég hafði komizt í samband við ótta
og skelfingu, og mér flaug f hug,
hvort maður myndi nokkru sinni
losna við slíkt, þegar maður hefur
[ eitt sinn komizt f samband við
það.
Ég leit upp, og sá konu standa,
og eftir að hafa horft á hana eitt
eða tvö andartök, reis ég upp og
bauð henni sætið mitf, ekki af því
að ég sé sérlega kurteis,- það eru
engir sérlega kurteisir nú til dags
í neðanjarðarbrautum New York,
heldur vegna þess, að hún var feg-
ursta kona, sem ég man eftir að
hafa séð, og það væri auðveldara
að horfa á hana ef hún sæti en ég
stæði. Hún brosti og þakkaði mér
og þáði sætið. Hún var með svart
hár og grá augu, og ég sá ekki
betur en þau væru ofurlítið ská-
höll, hörundið var eins og rjómi,
andlitið eins og á engli. Það var
unaður að horfa á hana — maður
hafði næstum á tilfinningunni, að
maður hefði aldrei séð konu áður.
Þótt ég elski ekki konuna mína með
sömu eldheitu ástríðunni eins og
mér finnst ég hafa gert fyrir átta
árum, geri ég það engu að síður,
en sá karlmaður, sem ekki segist
leggja lykkju á leið sína til að sjá
fagra konu, er lygari.
Við Alísa giftum okkur fjórum
árum áður en Poliý fæddist. Þegar
við giftumst, var Alísa tuttugu og
fimm ára og ég var tuttugu og sjö.
Alísa hafði komið frá Englandi til
Bandaríkjanna sex árum áður. Þeg-
ar hún var fimmtón óra, missti hún
báða foreldra sína í sprengjuárás
á Londan og hafði setzt að hjá
frænku sinni, sem hafði ofurlitlar
tekjur af eignum sínum. Þegar hún
var fimmtán ára, hætti hún í skóla
og fór að vinna. Hún var af fjöl-
skyldu úr lægri millistétt, en heið-
virðri og duglegri fjölskyldu, og
hún hafði nægan kjark til að fara
[ verksmiðju og læra að stjórna vél.
Hún vann f verksmiðjunni þar til
stríðinu lauk, en þá varð hún at-
vinnulaus,- þá var lítið að gera fyrir
kvenfólk.
Frænkan dó og það litla, sem
hún lét eftir sig, rann til bróður
hennar [ Skotlandi. Nokkrum mán-
uðum seinna undirritaði AKsa samn-
ing við ráðningarskrifstofu. Ráðn-
ingarskrifstofan átti að borga far-
gjöld fyrir hana til Amerfku og
koma henni fyrir sem vinnukonu,
en í staðinn samþykkti hún að halda
ófram starfinu, þar til hinn viku-
legi frádráttur, til að endurgjalda
fargjaldið og umboðslaun skrifstof-
unnar, væri orðinn nægur.
Fargjaldið á þriðja farrými reynd-
ist heldur ódýrt, og mánaðarlaunin
— þótt þau væru ekki beinlínis
höfðingleg — voru viðunandi. Það,
sem gleymdist að útskýra fyrir
Alísu, var aðferð umboðsskrifstof-
unnar við að reikna sér vexti af
því fé, sem hún lagði fram. Að^
nafninu til var það sjö prósent, en
reyndist þegar til átti að taka, vera
um það bil þrjátíu prósent, þar sem
Alísa hélt áfram að borga vexti af
heildarupphæðinni, þar til síðasti
dollarinn var borgaður. Af þessu
leiddi, að hún vann í 3 ár í !búð
á Park Avenue, fyrir fimm manna
fjölskyldu, eldaði, hreinsaði og tók
til, þvoði þvotta, að meðaltali
fimmtán klukkustundir á sólarhring.
Hún gerði sér ekki Ijósan þann
lagalega rétt, sem hún ótti til að fá
þetta leiðrétt, og vann þennan tíma
í hópi sjálfselskufulls, hrokafulls og
hugsunarlauss fólks, og á endanum
hafði hún sparað sér saman nægi-
legri upphæð til að fara á nóm-
skeið og læra að meðhöndla IBM
skrifstofuvélar.
Ég kynntist henni hjá Stevens
Associates, stóru arkítektafyrirtæki,
þar sem við unnum bæði; okkur
féll vel hvoru við annað og við
þörfnuðumst hvors annars, af því
að við vorum einmana; ég var sjálf-
ur frá Toledo í Ohio. Við vorum
gefin saman óri eftir að við kynnt-
umst.
Hún þróði ekkert heitara en hús
með ofurlitlu grasi og stað þar sem
hægt væri að hafa garðholu, alveg
sama þótt hún væri lítil, svo við
rugluðum saman öllum okkar reyt-
um og borguðum fyrsta afgjaldið
af húsinu í Telton. Það átti aðeins
að vera upphafið, því við vorum
full af draumum og trúðum á þá
Hka. Við elskuðum börn og vorum
akveðin í að eiga mikið af þeim
og veita þeim alla þá ást og um-
önnun, sem við höfðum sjálf ekki
notið í okkar bernsku.
En í næstum fjögur ár kom ekk-
ert barn. Peningarnir okkar runnu
til lækna og tvöfölduðu laun sér-
fræðinganna, en þeir veittu okkur
enga hjólp né huggun nema hvað
þeir fullvissuðu okkur bæði um, að
við værum fullkomlega fær um að
geta börn.
En svo fæddist Pollý og það var
erfið og hættuleg fæðing, sem gekk
nærri lífi Alísu. Pollý var tekin með
keisaraskurði og Alísa neyddist til
að vera fimm vikur á sjúkrahúsinu.
Læknarnir álitu ekki, að hún myndi
geta átt fleiri börn, og það hafði
reynzt rétt hjá þeim.
Ék kom tuttugu mínútum og seint
til skrifstofunnar. Fritz Macon sagði
þegar ég kom: — Seint koma sum-
ir en koma þó
Ég sagði honum að halda sér
saman og hann sagði, að ég væri
uppstökkur þennan morguninn,
ákaflega uppstökkur, og ég sagði
honum að fara til andskotans.
Þá leit hann á mig forvitnislega
og mér fannst að ég yrði að biðj-
ast afsökunar eða segja eitthvað í
skýringarskyni, en ég kærði mig
ekki um að leggja það á mig. Ég
festi pappír á teikniborðið og virti
fyrir mér það, sem ég átti að fara
að teikna, og þá heyrði ég Fritz
segja: — Er eitthvað að, Johnny?
— Hversvegna?
— Þú hefur setið þarna f tíu
gmlnútur og starað á þessar áætl-
anir.
- Nú?
— Ég var bara að hugsa
Ég svaraði ekki og sfminn
hringdi. Fritz tók hann og rétti mér
hann. — Til þín, Johnny.
Síminn var þögull.
— Halló, sagði ég. — Halló?
Halló?
Ég ætlaði að fara að skella á,
þegar dimm, kverkmælt rödd heyrð-
ist: — Camber?
— Þetta er John Camber,' svar-
aði ég. — Hver talar?
— Þú þekkir mig ekki, Camber.
Gamli maðurinn var faðir minn.
— Hvaða gamli maður? Ertu
viss um að þú viljir tala við mig?
Ég heiti John Camber.
— Ég veit það, Camber.
— Nú, hver ertu þá og hvað
viltu mér?
— Nafnið er Shlakmann. Skilurðu
þá?
Ég andaði í sfmann án þess að
svara og gaut útundan mér horn-
auga á Fritz, sem horfði á mig.
Hann leit niður á vinnuborðið.
— Shlakmann, sagði kverkmælta
röddin aftur.
- Já
— Hans Shlakmann.
— Hver ertu?
— Ég vil tala við þig fyrst, Cam-
ber.
— Um hvað?
- lYmisleqt, Camber. Ymislegt.
— Ég hef ekkert til að tala við
neinn um. Hvernig veit ég, hver
þú ert?
— Þú verður að taka mig trúan-
legan, Camber. Hvað um gamla
manninn? Datt hann? Var honum
hrint? Hvað um það?
— Ég get ekki talað við þig hér.
— Og lykillinn, Camber? Ég
frétti, að þú hefðir hann. Hvað um
það, Camber?
— Ég get ekki talað við þig hér,
sagði ég vonleysislega og lagði á.
Ég leit á Fritz, hann laut yfir borð-
ið sitt og einbeitti sér að verkinu.
Ég tók upp blýant og var skjálf-
hentur. Aftur hringdi símann. Það
var sama röddin.
— Camber?
- Já.
— Leggðu ekki ó, Camber. Þú
losnar ekki við mig.
— Ég veit ekki hver þú ert, eða
hvað þú ert að tala um.
— Þetta er dýr leikur, Camber.
Ekki venjulegt kúluspil. Láttu ekki
eins oq fffl. Lóttu þér ekki detta í
hug, að þú getir gengið inn í leik-
Framhald á bls. 22
37. tbi. VIKAN 15