Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 18

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 18
Égr þarf að ölln hjarta að komast hefm Anna María, drottning Grikkja, er orSin þreytt á útlegðinni. Það má eiginlega segja að hún búi í ferðatöskum sínum. En nú er það sýnilegt að útlegðin hefur slæm áhrif á hana, hún horast og það er sagt að hún sé farin að reykja alltof mikið. Vinir og ættingar reyna að gera allt til að létta undir með henni, en hún þráir það eitt að komast heim til Grikklands. Hvað verður um Önnu Maríu og Konstantin? Nú er liðið rúmlega hálft ór síðan þau flýðu frá Aþenu. A þeim tíma hefur konungur Hellena og hin unga drottning hans skipt þrisvar um dvalarstað. Fyrst bjuggu þau í gríska sendiráðinu í Róm, síðan á Hótel Eden, nálægt Via Veneto, en nú búa þau í ein- býlishúsi, Villa Fornari, sem er um það bil 9 km leið frá miðborg Róm- ar. Þetta er stórt og glæsilegt hús, með stórum trjágarði. Frederika ekkjudrottning og Irene dóttir henn- ar búa í næsta húsi, Villa Mechoul- am. Þau gátu þá loksins haft börnin hjá sér, Alexiu, sem er þriggja ára og Paul krónprins, sem er aðeins eins árs. Börnin hafa búið hjá ömmu sinni, þar sem ekki þótti henta að hafa þau í sendiráðinu eða á hóteli. Þegar fyrrverandi ambassadör, Giovanni Fornari bauð þeim að búa í húsi sínu um óákveðinn tíma, tóku þau því boði feginsamlega. Þetta hús hentar þeim mjög vel. Það eru engir glæsilega búnir lífverðir fyrir utan húsið, heldur einn geðvondur karl, sem er hús- vörður. Ef einhver gerir minnstu tilraun til að komast yfir járngirðinguna umhverfis húsið, hleypur hann strax öskrandi til, og hvernig sem hann fer að því, þá sér hann til þess að konungsfjölskyldan verður ekki fyr- ir átroðningi eða óþægindum. Það eru þó nokkrir sem hafa greiðan aðgang að húsinu, og þar á meðal er danska greifafrúin Jo- hanna Basse, sem er kölluð Jonna, og er góð vinkona Ingrid drottn- ingar, móður Önnu Maríu. Greifa- frúin hefur nú yfirgefið Kaup- mannahöfn og samkvæmislífið þar, og býr í Róm. Henni finnst þægi- legast að búa á hóteli, og hefur um sig hirð á Savoy hóteli. Unga drottningin hringir oft til hennar og býður henni að borða með þeim hjónum, á litlum veit- ingastöðum, sem hafa góðan mat á boðstólum. Greifafrúin hefur allt- af verið viðstödd hátíðleg tæki- færi hjá dönsku konungsfjölskyld- unni, og það hefur orsakað mikla óánægju meðal ffna fólksins í Róm, sem t. d. ekki var boðið f prinsessu- brúðkaupin í Kaupmannahöfn. Önnu Maríu finnst notalegt að geta talað dönsku einstaka sinnum, það minnir hana á sólríka æsku- daga. Önnur góð vinkona Ingrid drottn- ingar er líka í Róm. Það er fursta- frúin Beatrice Torlonia, dóttir Al- fonsos, fyrrverandi Spánarkonungs. Spænska prinsessan er gift Aless- andro Torlonia, sem er einn ríkasti maður á Ítalíu. Ingrid drottning bjó hjá furstafrúnni, þegar hún flaug til Rómar í janúar, til að hughreysta yngstu dóttur sína. Anna María varð fyrir því óhappi að missa fóstur, rétt eftir komuna til Róm, og því var um kennt að hún hefði ekki þol- að geðshræringarnar og erfiðið við flóttann. Framhald á bls. 48. J 18 VIKAN 31 ■tbI'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.