Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 17

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 17
— ÞaS er alveg sama hvað ég er að gera, og hversu nauðsynlegt mér finnst það, ef ég er þreytt þá fær Lars mig alltaf til að slaka á, til að hvíla mig, þangað til öll þreyta er horfin. Við förum þá oft til Dannholmen, sem er eyja við vesturströnd Sviþjóðar, segir Ingrid Bergman. Svo bætir hún við: — Einhverra hluta vegna hlusta ég alltaf á það sem Lars segir, og ég fer alltaf eftir því. Ein ástæðan fyrir því að Inarid hlustar á Lars og fer eftir því sem hann segir, er sú að hann veit nákvæmlega hvað þrek hennar leyfir, en virðir um leið ákafa hennar og áhugamál. — Flestir karlmenn öskra, hóta og jafnvel berjast til þess að hlustað sé á þá. En Lars talar rólega um það sem mér er fyrir beztu, án þess að hækka róminn. Fyrri hjónabönd hennar — með Aron Petter Lindström og Roberto Rossellini, enduðu bæði með hávaðasömum skilnaðarmálum. En í sam- búðinni við Lars, sem er alger mótsetning þeirra beggja, eða ef til vill sambland af því bezta í þeim báðum, hefir hún fundið öryggi. — Aron Petter var kaldlyndur, aðfinnslusamur, segir hún, — og Roberto gerði alltaf úlfalda úr mýfluau. Ég reyndi alltaf að gera þeim til hæfis, var aldrei ég sjálf. ffjá Lars þarf ég aldrei að látast vera eitthvað annað en ég er, en stundum hlær hann að mér. I þessu hjónabandi býr hún ekki við stöðuga taugaspennu, hún er örugglega viss um að Lars er hvorki ófyrirleitinn eins og skólastrákur, eða geðríkur snillingur. Flann horfir á hana, raunsæjum augum, og á það til að finna að við hana, en aldrei þegar aðrir heyra. Þegar Ingrid er spurð hvort hún sjá eftir því sem á undan er gengið, þá svarar hún: — Nei, nei, ég sé ekki eftir neinu, ég er ánægð með líf mitt. En þegar sett var fyrir hana svolítil snara, kom í Ijós að það var ýmislegt sem hún var sár yfir. Hún var að vísu treg til að tala um það, en gerði það samt, með þeim opinskáa heiðarleik, sem gerir hana að einni af aðdáunarverðustu konum heimsins. Ingrid Bergman er heiðarleg. Hún segir frá því að hún og Rossellini séu ennþá góðir vinir. And- litssvipurinn breytist, augun verða að mjóum rifum og hún hreyfir hendurnar órólega. En svo hlær hún og biður afsökunar á því að hún skuli taka þessu svona. Það er hægt að sjá að það er eitthvað sem hún vill láta ! Ijós, en hikar við. En þar sem hún er sjálfri sér samkvæm, verður hún að segja það. — Það þyðir ekkert að láta sem við Aron Petter séum góðir vinir. Því miður, það erum við ekki. Og svo heldur hún áfram: — Ég vil helzt sem minnst tala um fortíðina. Hversvegna ætti ég lika að gera það? Og ég veit að ef Aron Petter les þetta, þá segir hann: ,,Hún er söm við sig, hún gleymir engu! Hún talar ennþá um það liðna og getur engu gleymt, eftir öll þessi ár." En hún kemst í mótsögn við sjálfa sig. Hún minnist fcrtíðarinnar, minnist þess þeqar hún var tvítug og mjög ástfangin .... og Aron Petter var fullur framtíðadrauma, hann var alvarlega hugsandi ungur maður. Hún elskaði leikhúsið, fólkið, félagsskap og hljómlist. Hún fann fljótlega hve ólík þau voru. en það laðaði hana að honum. Hún var viss um að hann ætti mikla framtið fyrir höndum. Henni datt aldrei í hug að hún yrði fræg sjálf. Bandaríkin virtust vera óskalandið fyrir framhaldsnám Aron Petters, og þegar hún fékk aðalhlutverkið í ..Intermezzo", fóu þau til Holly- wood, og þau létu sig drevma um mikla framtíð, honum til handa. En svo kom Pia og óvænt frægð hennar sjálfrar. En frægð hennar lagðist eins og þung byrði á Aron Petter. Það varð eilíf togstreita á milli þeirra, þótt það væri það síðasta sem hún óskaði eftir. Hann var dulur og vildi hafa allt sem mest kerfisbundið; hun var glaðlynd og tilfinningasöm. Hann gat t.d. aldrei fellt sig við það að hún drykki vín, þætti það jafnvel mjög gott. — Mér finnst ekkert að því að fá sér glas af víni. Mér finnst gaman að vera með fólki, sem hefir ánægju af því að rabba saman vfir glasi. Hann sagði að Bandaríkin hefðu brevtt henni mikið, og hún sagðist ætla að prófa alla drvkki, sem hægt væri að finna á vínkortunum. Hann kallaði hana drykkjumanneskju á mannamótum, hann auðmýkti hana. Hann var mjög nákvæmur, rökvís og hafði mikla ást á starfi sínu. Hún var aðeins leikkona. Hann slakaði aldrei á, gaf sér ekki einu sinni tíma til að nota sundlaugina, sagði að það væri tímasóun. Að lokum höfðu þau ekkert sameiginlegt samtalsefni, gátu aldrei hlegið saman, áttu enga sameiginlega drauma. Þau fjarlægðust hvort annað æ meir. Ingrid Bergmann segir: — Olíkar persónur laðast oft hvor að annarri. Það er rétt, líklega sálfræðilega rétt. En það er ekki nóg til þess að hjónaband geti orðið hamingjusamt, það þarf meira til. Þetta segir hún nú, þegar hún er orðin eldri og reyndari, — hún er nýlega orðin fimmtíu og tveggja ára. En þegar hún fór til Ítalíu til að leika ( kvikmynd hjá Roberto Rossellini, hélt hún l(ka að það væri nóg. — Roberto var svo geysilega ólíkur mér, hann gneistaði bókstaflega. Hann var eyðslusamur á tilfinningar sínar og gáfur. Hann lét augna- blikstilfinningar ráða og var óspar á sjálfan sig. Tilfinningalega séð var hann á eilífu spani, eins og hann væri í lyftu allan daginn, en hann særði aldrei nokkurn mann viljandi, hann var bara svo fljóthuga. En Framhald á bls. 43. 37. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.