Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 22
Framhald af bls. 15
inn og farið burt með allan vinn-
inginn. Þú hefur hitt Angie.
Ég hlustaði óg var þungt um
andardráttinn.
— Ég skal segja þér svolítið um
Angie. Kannske lítur hann ekki út
fyrir að vera hættulegur. Ef til vill
lítur hann bara út fyrir að vera
grindhoraður náungi, sem næsti
vindgustur muni feykja burt. Nei.
Trúðu mér. Nei. Angie er aldrei
með byssu á sér, bara með hnúa-
járn og dósahníf, en þú myndir
gubba, ef þú sæir hvað hann get-
ur gert manni með hnúajárnum og
dósahníf. Ef til vill er það miklu
verra en það, sem neðanjarðar-
brautin gerði honum pápa mínum.
Þú ættir að vera skynsamur,
Johnny, skynsamur. Það er það,
sem ég er, skynsamur. Ég úthelli
ekki tárum yfir gamla manninum.
Hann varð að borga fyrir sig. Ef þú
og ég ættum dollar fyrir hvert
skipti, sem hann hefur orðið að
þola eitthvað fyrir gerðir sínar,
værum við flugríkir. Allt, sem ég
segi, er að ég vil fá að tala við
þig — og trúðu mér, því fyrr, því
betra — fyrir þig. Þú ert með lykil-
inn. Þú ert sjóð bullandi heitur.
Veiztu, hvað það er að vera heit-
ur? Þessi lykill er að svíða þig, og
það eina, sem þú hefur til að halla
þér að, er þessi lykill.
— Ég veit ekki, hvað þú ert að
tala um, hvíslaði ég.
— Bull. En leyfðu mér að segja
þér þetta, Johnny: Ég get gert þér
gagn. Það getur enginn annar. Við
skulum tala saman.
Ég lagði ó. Þegar ég sat þarna
og starði á teikniborðið mitt, sagði
Fritz: — Ertu í vanda, Johnny?
Ég hristi höfuðið. Ekki vanda eins
og vanda var stafað. Það var ekk-
ert nafn fyrir þetta, vegna þess að
svona lagað gerist ekki, ekki gagn-
vart neinum líkum Johnny Camber,
ekki mér sjálfum.
— Ég var settur í þennan and-
skotans ofn, sagði Fritz. — Það eina,
sem ég get hugsað um, er þessi
tveggja mílna háa bygging, sem
Frank Lloyd Wright langar til að
byggja, og þá drauma, sem mig
dreymdi, þegar ég var strákur. Ég
dáðist að manninum. Ég hitti hann
einu sinni. Veiztu, hvernig hann
var, Johnny?
— Nei, sagði ég drungalega. —
Hvernig var hann?
— Menntaður. Eins og sjálfur
kjarni menntunarinnar. Nei, Það er
erfitt að útskýra það. — Eins og
mannleg vera í heimi hellisbúa.
Frank Jaffe kallaði mig inn í
skrifstofu sína. Jaffe var harður
maður, sem olnbogaði sig vingjarn-
lega í gegnum lífið. Starfið skipt-
ist milli eigenda fyrirtækisins á
þann hátt, að Sturm var sá sem
var harður og óvæginn og kom sér
illa, en Jaffe hafði fengið það hlut-
verk að vera með gullhjartað utaná-
liggjandi og þar sem við vorum
22 VIKAN 37-tbl-
undirborgaðir og áttum að skila
meiri vinnu en hægt var að fá út
úr okkur í vinnutímanum, var þetta
fyrirkomulag nauðsynlegt og gagn-
legt. Jaffe var feitur með perulaga
höfuð og margar hökur og hann
var margbrotinn maður, sem lifði
að því er virtist hamingjusömu lífi
með konu og þremur börnum í
Connecticut og var djákni í kirkj-
unni sinni. En svo átti hann þak-
íbúð í blokk í New York, þar sem
hann fullnægði þörf sinni fyrir fjöl-
breytni I ástum. Þetta var það, sem
kjaftað var á skrifstofunni, og þar
voru nokkrar notaðar og brottrekn-
ar vélritunarstúlkur til að gefa þessu
byr undir báða vængi; en hvað
mig snerti gat Jaffe haft heilt
kvennabúr, ef hann aðeins vildi
hækka launin mín og minnka eftir-
vinnuna.
En hann hafði ekki kallað á mig
til að hækka launin mín. Hann var
með síðustu teikninguna mína fyr-
ir framan sig og hann leit upp með
óræðum svip, þegar ég kom inn,
brosti tilbúnu brosi og spurði mig
hvernig mér liði.
— Mér líður vel, sagði ég.
— Setzu, Johnny.
Ég settist í leðurstólinn við hlið-
ina á skrifborðinu hans.
— Þú lítur ekki vel út. Þú lítur
út fyrir að vera veikur. Ég veit ekki
hvað annað getur útskýrt þetta.
Hann bandaði hendi að teikning-
unni. — Þú hefur fokkað þessu
upp, allt í lagi, þú átt rétt á að
fokka upp annað slagið. En svona!
Svo komstu of seint. Hann hristi
höfuðið. — Ef ég mætti ráða,
Johnny, mættirðu koma klukkan
tíu eða ellefu, bara ef þú lykir þínu
starfi af. En ég má ekki ráða. Við
höfum okkar reglur til að fara eft-
ir, og þær verðum við að virða.
Allt í lagi, gleymum þeim núna.
Áttu í nokkrum vanda heima?
— Mér líður ekki vel, sagði ég.
— Hins vegar segir maður ekki það,
þegar einhver spyr mann. Maður
segir: Mér liður vel. Ég yppti öxl-
um. — Ég hef enga afsökun. Mér
líður djöfullega. Þetta er vondur
dagur.
— Ertu veikur, Johnny?
— Kannske. Ég veit það ekki.
— Viltu þá fá frí í dag?
— Ég býst við því. Ég kinkaði
kolli. — Ef það er hægt. Ég skal
taka það án launa.
— Þú tekur það með launum,
sagði hann höfðinglega. — Farðu
nú heim og í rúmið og reyndu að
komast i samt lag. Ég kinkaði kolli,
reis á fætur og þakkaði honum og
lagði af stað til dyra.
— Johnny?
- Já?
— Johnny, ég er ekki vanur að
hnýsast í einkalíf starfsmanna
minna. Ég geri mér far um að vera
ekki með neina hnýsni, en í þessu
tilfelli — er þér sama þó ég leggi
fyrir þig persónulega spurningu?
— Já — gerðu svo vel.
— Áttu í nokkrum útistöðum við
konuna?
Ég dró andann djúpt, gleypti
munnvatn mitt og svaraði hægt: —
Nei. Ég á ekki í neinum vandræð-
um við konuna. Við höfum okkar
erfiðleika, en það er ekki það sem
maður kallar vandræði.
— Ferðu í kirkju, Johnny?
Það er ekki vert að segja sjálf-
um sér upp með því að segja öðr-
um að fara til helvítis, ekki þegar
maður á konu og barn og skuldar
meira fé en maður kemur til með
að vinna sér inn næstu tólf mán-
uðina, svo ég kyngdi munnvatni
mínu og sagði Jaffe að ég færi við
og við til kirkju.
— En við lifum ekki við og við,
Johnny. Við göngum stöðugt um
með bakpoka fullan af steinsteypu.
Reyndu að leggja hann af þér einu
sinni ( viku, Johnny, reyndu það,
Johnny. Svona, farðu nú og reyndu
að komast í samt lag.
Hann brosti til mín, stóru peru-
laga brosi og það varð til þess að
um leið og ég lokaði dyrunum á
eftir mér sagði ég upphátt við sjálf-
an mig: — Helvítis, djöfulsins tík-
arsonurinn.
En hann hafði að minnsta kosti
séð mér fyrir dagshvíld, og guð,
hvað ég þarfnaðist þess!
3: SENDIHERRANN
Klukkan hálf tólf gekk ég út úr
skrifstofunni og í lyftuna, sem kom
þegar ég hringdi, var Chris Mul-
doom lyftustjóri. Muldoom er lág-
vaxinn og ófríður og gengur und-
ir því oki að búa einn með sjálfum
sér og er ákaflega þakklátur fyrir
allan vináttuvott. Ég var alltaf
þægilegur við hann. Nú brosti
hann við mér og sagði:
— Ég myndi líka fara snemma,
ef hún biði eftir mér niðri, herra
Camber.
Ég leit skilningslaus á hann.
— Konan.
Við lögðum af stað niður og
námum staðar til að taka fleiri upp
í lyftuna.
— Hvaða kona?
— Hún spurði mig um yður.
— Hvað heitir hún? Mér kreppti
um hjartað af þeirri óþægilegu til-
hugsun, að eitthvert slys hefði kom-
ið Alísu til að koma ofan í borg-
ina.
— Ég veit það ekki, herra Cam-
ber. Ég sagði henni, hvar þér ynn-
uð, og hún sagðist bíða niðri í
anddyrinu.
Svo vorum við komnir niður og
Muldoom kinkaði kolli til hennar,
þegar hún sneri sér í áttina til okk-
ar.
f fyrstu fannst mér ég aðeins
hafa séð hana einhvers staðar og
einhvern tíma, og með sjálfum mér
fann ég til þessarar innri þagnar,
sem grípur suma menn, þegar þeir
standa frammi fyrir hreinni og
ósnortinni fegurð. Svo mundi ég
eftir henni. Ég hafði séð hana [
neðanjarðarbrautinni um morgun-
inn, ég hafði lótið henni eftir sæt-
ið mitt; og nú, þegar ég hafði
svona margt um að hugsa og margt
til að hafa áhyggjur af, var ég að-
eins spenntur og ánægður yfir að
sjá hana, gerði mér ógleggri grein
fyrir þeirri staðreynd, að hún hafði
komið hingað og spurt um mig, en
þeirri, að hún hafði spurt um mig.
Hún kom til móts við mig, rétti
fram höndina og sagði:
— Þér eruð herra Camber, er
ekki svo? Röddin var lág, það vott-
aði fyrir einhvers konar hreim, en
hann var ekki nægilega greinileg-
ur til að ég gæti ákveðið hvaðan
hann væri.
— Hvernig vitið þér, hvað ég
heiti? spurði ég kjánalega.
— Við getum rætt um það síð-
ar. Ég heiti Lenny Montez. Mig
langar að tala ofurlítið — við yður.
Eigum við að koma út að gánga?
— Að ganga? Hvert? spurði ég
eins kjánalega og áður.
— Hvert sem þér viljið. Umhverf-
is húsið, ef þér viljið. Það er ákaf-
lega þægilegt veður úti. Eða eigið
þér eitthvert mikilvægara erindi,
Camber?
— Nei. Nei, ég hef eiginlega
ekkert fyrir.
— Gott.
Hún tók um handlegginn á mér
og stýrði mér í áttina að útidyrun-
um.
Ég nam staðar og leit á hana og
sagði:
— Ég skil yður ekki. Við höfum
ekki hitzt áður, ungfrú Montez.
— Jú, við höfum hitzt, í neðan-
jarðarbrautinni. Þér buðuð mér
sætið yðar, svo þér eruð sjentil-
maður og það er alltaf gott.
Þessi stúlka hafði það áreiðan-
lega ekki fyrir sið að ferðast með
neðanjarðarbrautinni. Hún var með
demantsnælu, sem var að verðmæti
jafngild álitlegri hlutaf járupphæð
neðanjarðarbrautarinnar og gráa
dragtin, sem hún klæddist eins og
hún hefði verið sniðin og saumuð
á hana einmitt þennan sama morg-
un, var ekki sá búningur, sem fólk
[ neðanjarðarbrautinni klæðist að
jafnaði.
Hún olli mér áhyggjum og undr-
un, en ef hún hefði á þessari stundu
beðið mig að ganga með sér upp
eftir Empire State Building utan-
verðri, held ég að ég myndi hafa
reynt. Og ég hefði svarið við allar
Biblíur í Kansas að hún gæti ekki
hugsað neitt illt eða gert neitt illt.
Núna, þegar hún var svona nólægt
mér, sá ég að hún var örugglega
eldri en nítján ára eða tuttugu ára,
eins og ég hafði fyrst haldið, en
jafnvel þótt hún væri tuttugu og
sjö eða tuttugu og átta, var hún
jafn hrein fyrir því. Við gengum út
( sólskinið og í allri þessari birtu
var hörund hennar eins og rjómi,
hreint og ósnortið. Það var ekki
andlitsfarði, það var hún sjálf.
Þegar hún tók um handlegginn á
mér, hlýlega og náið, eins og við
værum aldavinir, sagði ég:
— Þetta er allt ómögulegt.
Hvernig vitið þér, hvað ég heiti?
Hver eruð þér? Svona lagað gerist
ekki. Maður getur lifað fimm
mannsaldra í New York og svona
gerist ekki samt. Robert Louis Stev-
enson hefði getað skrifað um svona
Framhald á bls. 31.