Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 32
Eða raddir.
Eða þá að hann hafði hafí ein-
kennilega og óþægilega tilfinn-
ingu af einhverju, sem hann
gat ekki lýst. Stundum fannst
honum, þegar hann opnaði dyr
í flýti að einhver hefði verið þar
fyrir fáeinum andartökum eða
bara nokkrum sekúndum, og að
eitthvert dularfullt, andlegt afl
biði þess að hann færi að heim-
an á hverjum morgni, að það
gæti leystst úr læðingi og gert
bombalda í húsinu, eins og hús-
draugur, sem lék lausum hala.
Það var svo sem ekki mikill
skaði skeður. En eitthvað var á
hreyfingu. Og hlutir hurfu.
— Vitleysa, sagði Harriet, þeg-
ar hann minntist á þetta við
hann.
En þetta var ekki vitleysa.
Tvær flöskur af bezta portvín-
inu hans voru horfnar til að
byrja með.
— Þú hefur ekki talið almenni-
lega, sagði Harriet.
Ef það var nokkuð, sem Ro-
bert var stoltur af, var það ná-
kvæmni hans á öllum sviðum og
reglusemi. Bæði heima og í verk-
smiðjunni vissi hann nákvæm-
lega hvað átti að vera hvar og
hve mikið af hverju. Honum of-
bauð að Harriet skyldi bera
brigður á það. Hún átti að þekkja
hann nógu vel nú orðið, til að
vita að slíkar getgátur, þótt þær
hljómuðu sakleysislega, jöðruðu
við sviksemi.
Það var eitthvað ákaflega dul-
arfullt við Harriet þessa dag-
ana. Við og við tók hann eftir
því, að hún virti hann fyrir sér
á einkennilega gagnrýninn hátt.
Einu sinni eða tvisvar leit út fyr-
ir, að hún beinlínis vorkenndi
honum. Stundum var hún aftur
á móti ákaflega blíð og notaleg.
En þá velti hann því fyrir sér,
hvort hún væri að hughreysta
hann; hélt hún, að hann væri
að verða vitlaus?
Taugar hans voru ekki í sem
beztu lagi, daginn sem hann sat
drungalegur yfir morgunverð-
inum og velti því fyrir sér, hvort
hann ætti að minnast á þessar
jarðnesku hrotur, sem hann
hafði heyrt í morgunsárið, við
Harriet, og dyrabjallan glumdi
skyndilega. Robert dauðhrökk
við og rak gaffalinn í gegn-
um rauðuna á steikta egginu.
Einmitt rauðuna, sem hann hafði
ætlað að geyma sér þar til síð-
ast. Það er óhugsandi, að nokk-
ur væri að koma í heimsókn
núna. Um stund grunaði hann,
að þetta væri aðeins eitt hljóðið
enn, sem hann heyrði í sínu
eigin höfði.
Svo missti hann gaffalinn
glamrandi ofan á borðplötuna.
Eggjarauðan var tekin að storkna
á gaffaltindunum. Hljóðin, sem
hann heyrði, voru ekki bara í
höfðinu á honum. Þetta voru
ekki bara ofskynjanir, hann harð-
neitaði að trúa slíku. Hann ætl-
aði ekki að láta þær ásakanir
32 VIKAN 37-tbL
5. HLUTI - EFTIR JOHH BURKE
Copiright: John Burke 1968
yfir sig ganga, hvorki þær ásak-
anir sem Harriet bar fram munn-
lega, né heldur þær sem hún
bar fram með þögulli samúð
sinni, að hann ímyndaði sér og
heyrði hljóð, sem engir aðrir
heyrðu.
Aftur hljómaði bjallan. Harriet
kom framan úr eldhúsi með
kaffikönnuna, setti hana á borð-
ið og lagði af stað í áttina til
dyra.
— Nei, sagði Robert einarð-
lega. — Ég skal fara.
Ef Harriet hafði líka heyrt í
dyrabjöllunni, hlaut það líka að
vera í lagi.
Hann gekk að framdyrunum
og opnaði. Útifyrir stóð Dylan
leynilögregluforingi. Fyrir aftan
hann var einkennisbúni skugg-
inn hans.
— Góðan daginn, herra Bloss-
om.
Dylan virtist ánægður með
sjálfan sig. Robert smitaðist af
þessu fjöri og sjálfsánægju og
sagði:
— Gerið svo vel, lögreglufor-
ingi. Góðar fréttir, vona ég.
Dylan sté innfyrir. Skugginn
hans kom á eftir honum.
— Ég gat ekki beðið þess, að
þér kæmuð til verksmiðjunnar,
til að segja yður tíðindin, sagði
Dylan og greip um hönd Roberts
og hélt svo lengi í hana, að Ro-
bert fannst það jaðra við eilífð.
— Dramatískur atburður í máli
töpuðu verkfæranna.
— Ó, sagði Robert. — Það. Já,
þau voru send í pósti aftur til
verksmiðj unnar.
Dylan missti andlitið. — Þetta
voru nú mín stórtíðindi.
— Yfirverkstjórinn sagði mér
það.
— Það var slæmt. Ég á við,
að hann hefði getað sagt mér, að
hann hefði sagt yður það.
-— Jæja, þá er því lokið. Ungi
maðurinn stal þeim ekki. Ég er
feginn.
— Það er fallegt að líta þannig
á það. Mjög fallegt, sagði Dylan
í samræðutón. Hann leit um öxl
og lyfti höfðinu á þýðingarmik-
inn hátt í áttina að skugganum.
— Johnson?
Lögregluþjónninn blaðaði í
vasabókinni sinni, rýndi með
erfiðismunum í sína eigin skrift
og byrjaði síðan að lesa hægt og
höktandi.
— Pakkapóstur . .. Express . . .
Póstlagður. frá Mount Street
pósthúsinu síðastliðinn þriðjudag.
Póstmaðurinn lýsir póstandan-
um ....
— Hverju? spurði Robert.
Jafnvel á slíkri stundu vildi hann
halda sinni kerfisbundnu ná-
kvæmni.
— Póstanda.... Nei, sagði
lögreglumað.urinn undrandi. —
Það er ekki rétt. Póstarinn. Hann
hristi höfuðið. — Enn hljómar
það ekki rétt.
— Reynið sendandi, sagði Ro-
bert hjálpfús.
— Það var kona, sagði Dylan
og lét það hljóma eins og það
væri mjög þýðingarmikið. Það
er mergurinn málsins. Við skul-
um gæta að því!
— Kona, sagði lögregluþjónn-
inn. — Kona, falleg kona með
brúnt hár og grænleit augu.
Harriet kom inn í stofuna og
sloppurinn sveiflaðist mjúklega
um ökkla hennar. Grænt og brúnt
mynstrið í sloppnum undirstrik-
aði skógarlit augu hennar.
—• Góðan daginn, frú Bloss-
om.
— Góðan daginn, foringi sagði
Harriet. Svo tók hún upp þráð-
inn, þar sem hann hafði verið
lagður niður og bætti við. —
Sennilega móðir hans.
— Ég efast um að hann eigi
móður, vesalingurinn, sagði Dyl-
an. — Kannski vinkonu eða
frænku, allt eftir smekk.
Robert hafði ekki meiri áhuga