Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 48
HAGSÝN
HÚSMÓÐIR
NOTAR
G ÍTARAR
Höfum mikið úrval af hinum
viðurkenndu FRAMUS-gítörum.
Belggítarar og rafmagnsgítarar
Verð frá kr. 1500.oo-ll.000.oo
Þetta eru einhverjir mest seldu
gítarar á íslandi.
Leitið upplýsinga hjá okkur
skriflega eða í síma.
HLJÓÐFÆRAVERZLUN
SIGRÍDAR HELGAIDTTUR
VESTURVERI - SÍMI 11315.
veniulegar vændiskonur, undir lög-
regluvernd.
Eftir því sem stríðiS stendur leng-
ur hækkar mjög hlutfallstala þeirra
sem hafa smitazt af kynsjúkdómum,
í Saigon og öðrum borgum. I Quin-
hon við ströndina hefir hún komizt
upp í 126%, og það sýnir greini-
lega að sumir hermennirnir hafa
smitazt oftar en einu sinni. Flestir
hermenn sem stunda kunningskap
við barstúlkurnar, taka tetracycline-
pillur reglulega. Flestir barir, nema
þeir allra lélegustu hafa fastan
lækni, sem kemur reglulega með
sprautur sínar, og sprautar stúlkurn-
ar sem veikar eru.
Þær klókustu láta vini sína kaupa
getnaðarvarnapillur, þær kosta 4
dollara ó mánuði, og flestir her-
mennirnir kaupa þær með glöðu
geði. En Vietnamar eru mikið fyrir
að lækna sig sjólfir,- barstúlkurnar
kaupa ýmsar aðrar pillur, sem þær
taka að staðaldri.
Enginn veit hve mörg börn Am-
eríkumenn hafa eignazt ! Vietnam,
en þau eru örugglega nokkur
hundruð, og því meir sem stríðið
dregst ó langinn, því fleiri kyn-
blendingaandlit sjóst meðal barna
í Vietnam. Þar sem minni andúð
er gegn blönduðum hjónaböndum
í Vietnam en í öðrum Asíulöndum,
og ekki eins mikil andúð á óskil-
getnum börnum, eru sumar stúlkur
þar frekar ófjóðar í að eignast börn
með Ameríkumönnum, vegna þess
að þær njóta ókveðinna trygginga,
ef svo ber undir.
Sumar stúlkurnar eru mjög ókaf-
ar í að komast til Ameríku, og sjá
þó oft til að verða barnshafandi
■nokkru óður en vinurinn hefir lok-
ið herþjónustu, reyna þá að fá þá
til að kvænast sér, en þetta verður
oft til að hræða þá í burtu. Börn-
in eru stundum send ó eftir þeim,
en þó eru mennirnir oft kvæntir
heima, eða roknir út í buskann.
Stjórnin í Saigon hefir fram til
þessa staðið á móti þvi að flytja
börn úr landi, hvort sem þau eru
blendingar eða ekki. í stað þess að
flytja þau til annarra landa hafa
verið stofnuð barnaverndarfélög fyr-
ir börn, sem hafa orðið munaðar-
leysingjar af völdum stríðsins, óskil-
getin börn og yfirgefin. Stjórnin
heldur því fram að börnin séu bet-
ur sett í Vietnam, ef þau eru blend-
ingar.
í Vietnam má heyra margar sorg-
legar sögur um afdrif stúlkna og
munaðarlausra barna. Ein stúlka,
sem á þrjú börn, hefir fengið vinnu
á barnaheimili, þar sem hún getur
verið með börnunum og unnið fyr-
ir þeim á heiðarlegan hátt. Hún
segir: ,,Ég er komin yfir verstu
hörmungarnar, okkur líður vel nú,
en það verður dásamlegt þegar
þessu stríði er lokið....
☆
Tíu milljónir svelta
Framhald af bls. 21
an á sér. Þar eru í löngum röð-
um snotur einbýlishús með vel-
hirta blómagarða fyrir framan,
svo að maður gæti næstum
haldið að hér byggi fólk eins og
prófessorar eða herforingjar á
eftirlaunum. En sé litið inn í eitt
þessara húsa hittir maður kann-
ski fyrir fólk sem hefur engin
ráð á að kaupa sér brauðbita
til morgundagsins.
Maður skyldi kannski ætla að
flestir bandarísku fátækling-
anna væru blökkumenn. Það er
rangt. Af þessum þrjátíu milljón-
um bandarískra öreiga eru
tuttugu milljónir hvítir. Hitt
kemur trúlega síður á óvart, að
örbirgðin er mest í Suðurríkjun-
um. Þar býr þriðjungur Banda-
ríkjamanna, en helmingur um-
ræddra olnbogabarna þjóðfélags-
ins. Þar kveður líka mest að
beinum sulti og næringarskorti.
Landið flýtur í mjólk og hun-
angi og þó eru þar börn, sem fá
ólæknandi heilaskemmd af því
að þau fá of lítið að borða. Þau
verða vanþroskuð, bæði andlega
og líkamlega, og sjúkdómum
auðveld bráð. Barnadauðinn hjá
fátæklingum Bandaríkjanna er
tvöfalt meiri en hjá landsmönn-
um yfirleitt og berklar fjórfalt
útbreiddari.
Og þekkist þá engin félagsleg
hjálp í velferðarríki þessu?
Jú, að vísu. En hún er ófull-
nægjandi og hirðuleysislega rek-
in. Og sem dæmi um launakjör
má nefna, að ennþá árið 1968 eru
til baðmullarbændur, sem borga
vinnumönnum sínum þrjá doll-
ara fyrir tólf tíma vinnu.
Á því herrans ári 1964 lýsti
Johnson forseti yfir stríði á
hendur fátæktinni. En það hef-
ur gengið litlu betur en stríðið
í Víetnam. Þetta stríð á heima-
vígstöðvum er líkt og hitt, eins
konar skæruhernaður, og and-
stæðingurinn felur sig í þeim
frumskógi bandarísks þjóðar-
anda og þjóðmenningar, sem
byrgir úti grát sveltandi barna.
_____________________________☆
Anna María drottning
Framhald af bls. 18
Meðal ungs fólks, er Irene mág-
kona Onnu Maríu, bezta vinkona
hennar.
ÖRYGGISLEYSIÐ TEKUR Á
TAUGARNAR
Einn sunnudag ( sumar gátu
Rómarbúar séð fólk úr grisku og
spænsku konungsfjölskyldunum
beygja kné sín á torginu fyrir fram-
an Vatikanið. Þau virtust heilluð af
blessunarorðum páfans og upprétt-
um höndum hans. nafni
föður, sonar og heilags anda . . ."
Þeir sem þykjast þekkja til, halda
þvi fram að konungshjónin séu
óhamingjusöm og niðurdregin, þau
eigi erfitt með að halda brosinu á
mannamótum. „Hver einasti dagur
er mér ofraun," er haft eftir Onnu
Maríu.
En fólk sem sér þau á götu, þar
sem þau ganga hönd í hönd, sér
aðeins ástfangin, ung hjón, sem eru
V