Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 11
og þetta verða stúlkurnar varar við.
í Saigon halda negrarnir sig sem
mest ó sömu stöðum, börunum
meðfram Saigon ánni, og sjást
sjaldan í samfylgd með hvítum
starfsbræðrum.
Afstaða hermannanna gagnvart
stúlkunum í Vietnam er nokkuð á
einn veg. Þegar þeir koma fyrst til
Vietnam hrífast þeir af fegurð og
yndisleik stúlknanna, sérstaklega
borgarstúlknanna, sem líða um
hliðarstrætin, íklæddar síðbuxum
og brjóstahöldum (ao dais) og þar
yfir eru þær í þunnum slopp, sem
er þjóðbúningur þeirra, og sannar
einu sinni ennþá sannleika orðtaks-
ins „Fegurð hrífur hugann mest þá
hjúpuð er . " A síðari árum eru
þær farnar að leggja sig eftir að
klæðast á Vesturlandavísu, í níð-
þröngar buxur og stutta, þrönga
kjóla. En þessi klæðnaður fer þeim
ekki vel; þær eru of horaðar og
verða ekki eins aðlaðandi fyrir
bragðið. Fljótlega komast hermenn-
irnir að þvi að flestar fegurðardís-
irnar, sem þeir sjá á strætum borg-
anna, eru alls ekki falar. Þá verða
þeir að snúa sér að börunum, og
stúlkurnar þar verða æ ágengari.
Til viðbótar því að heimta meira og
meira af „Saigon tei'l, eða „Saigon
Flanoi tei'l, sem það nú er kallað
(það er eins konar litað vatn, og
kostar einn og hálfan til tvo doll-
ara, og stúlkurnar skipta andvirð-
inu milli sín og eiganda barsins),
færa þær sig fljótlega upp á skaftið
og biðja um sígarettur, sápu, sæl-
gæti, útvörp o. fl. Þótt mikið hafi
verið hert eftirlitið og tala takmörk-
uð í hermannaverzlunum (PX), t. d.
er ekki lengur hárlakk eða aðrar
snyrtivörur fyrir kvenfólk fáanlegt
þar, þá er það ótrúlega mikið magn
af þessum vestræna munaðarvarn-
ingi sem stúlkurnar ná í. Hinn venju-
legi hermaður er oft, þrátt fyrir
harða skel, sem hann reynir að loka
um sig, afar trúgjarn á sorgarsögur
stúlknanna, og það er algengt að
hermennirnir láta þær hafa ýmis-
legt fyrirfram, bæði peninga og
vörur, og þeir verða alltaf jafn hissa
þegar þær mæta ekki til stefnumóts-
ins.
Margar barstúlkurnar eru ekkjur
Framhald á bls. 44.
37. tbl. VJKAN 11