Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 2

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 2
BOOBBT KBISTJiHSSON 4k CO. UF. SfMI 11400 ane ÞÉR FÁIÐ EKKI ANNAÐ BETRA í BORGARSJÚKRAHÚSIÐ VAR EINGÖNGU NOTAÐ THERSVIOPANE EINANGRUNARGLER Stærri meðalbú Þegar þetta er ritað, lítur út fyrir að bændur ætli sjálfir að ákveða verð á framleiðslu- vörum sínum eða stöðva sölu á þeim, verði verð þeirra ekki samþykkt. Verð á búnaðar- afurðum hefur lengi verið deiluefni og nú mun lang- lundargeð bændanna vera á þrotum. Mér virðist, að þurrabúð- arfólk geri sér almennt rang- ar hugmyndir um það, hvert peningarnir fara, sem það lætur út fyrir búnaðarafurð- ir. Það talar oft um, hve ríkir bændurnir hljóti að vera með þessum rokna prís- um á kjöti og mjólkurafurð- um. Það gleymist sem sé, að þarna eru inni á milli marg- ir milliliðir, sem þurfa sitt, og það er elcki svo fámenn- ur hópur, sem dregur iram lífið á þeim mismuni, sem er á búðarverði búnaðarvara og því, sem bændur fá. Þar að auki er búskapur mjög dýrt fyrirtæki. Ég gerði mér til gamans um daginn — eftir pésum sem ég fékk á búnaðarsýningunni — að reikna saman, hvað sá véla- kostur kostaði, sem þarf til að hægt sé að reka sómasam- legan búskap með nægilega fáum höndum nú til dags. Ég reiknaði með 20 kúa eða 200 kinda búi sem lágmarks- stærð, og útkoman varð rétt um 600 þúsund. Það þarf nokkurn afrakstur til að kaupa þann vélakost, og svo þarf að afskrifa hann og halda honum við. í þessu reiknaði ég aðeins nauðsyn- leg tæki, en ekki þau, sem þar að auki væri æskilegt að hafa. En ég er líka sannfærður um, að hér á landi er allt of mikið um smáhokur, þannig að ..meðalbúið" er allt of lít- ið. Ég hygg, að það væri til mikilla bóta fyrir bænda- stéttina, og búin væru iafn- aðarlega stærri, eða jafn stór og ein fjölskylda getur mögu- lega annað með nauðsynleg- um vélbúnaði. Sú stærð, sem ég greindi að framan, ætti að vera lágmarksstærð búskap- ar. 2 VIKAN 37- ‘w-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.