Vikan - 14.11.1968, Side 10
þeim mun þverari og þrjózkari
verður hann í uppreisn sinni.
Hann er heiftúðugur og langræk-
inn og situr stöðugt um að koma
fram hefndum fyrir mótgerðir,
sem hann hefur einhverntíma
orðið að þola.
Mæti hann misskilningi og
leiðindum í bernsku, æsir hann
sig upp í þrjózku og sérsinni, og
eiga ýmist göfugar eða lágar til-
hneigingar þátt í því. Hann fyrir-
lítur þá siði og venjur samfélags-
ins og sækir í allt það sem ó-
hreint er, hræðilegt og vonzku-
fullt. Hatrið fyllir sál hans og
verður að djöfullegri ástríðu eft-
ir að spúa eitri og eimyrju allt
umhverfis hann.
Svo slæmt verður það að vísu
sjaldan, en betra þó að vera við
því búinn. Því ef sóknarafl
skorpíónsins, sem er ekkert smá-
ræði, beinist ekki að göfugum
markmiðum, kemur það fram í
grófum hroka og uppivöðslu.
Skorpíónninn lætur ekki buga
sig. Enginn kann betur nei að
segja en hann, og viljastyrkur
hans byggist á því að geta boðið
andstæðingnum hornin, eða rétt-
ara sagt broddinn. Aldrei er hann
baráttufúsari og harðsnúnari en
þegar hann mætir hindrun, sem
öðrum virðist ef til vill erfið og
óyfirstíganleg. Ákvörðunum hans
verður ekki breytt, og hann læt-
ur sér fátt um finnast þótt þær
komi hart niður á saklausum.
Hann verður vinur manna eða
óvinur við fyrstu sýn; viðhorf
hans til þeirra eru þá ákveðin í
eitt skipti fyrir öll, enda sótt
lengst niðrí óradjúp skynjana og
tilfinninga. Sé vinátta hans og
ást vanmetin, er hinsvegar aldrei
langt í hatrið.
KÖTTUR KIPLINGS
Öðrum virðist hann áleitinn og
uppáþrengjandi. Hann virðir
andstæðinginn fyrir sér nístandi
augum og leitar að veikum blett-
um á honum. Sjálfur er hann
tortrygginn, innilokaður, leynd-
ardómsfullur og óræður. Hann
hefur lítinn áhuga á að falla öðru
fólki í geð, hitt líkar honum
miklu betur að hræða það. Hann
er jafnharður við sjálfan sig og
aðra. Heldur missir hann spón
úr aski sínum en að komast í
þakkarskuld. Mótgerðir fyrirgef-
ur hann aldrei, hversu smávægi-
legar sem þær kunna að vera,
skipuleggur hefnd sína af köldu
blóði og sýnir enga miskunn þeg-
stund hennar rennur upp. Hann
hefur geysiháar hugmyndir um
sjálfan sig og fer eins og köttur
Kiplings eigin ferða, hvort sem
öðrum líkar betur eða ver.
Kynhvötin er snarari þáttur í
lífi skorpíónsins en líklega nokk-
urs annars, sem fyrr er getið.
Ástríður hans eru sterkar og
heiftarlegar og því nokkur hætta
á að þær gangi út í sjúklegar
öfgar. Taugaspenna hans gerir
að verkum að hann er kynmök-
KUNNIR fSLENZKIR
„DREKAR“
---------------------N
Margrét Indriöa-
dóttir, fréttamaður
Sr. Öskar J. Þor-
iáksson
Sigríður Þ. Val-
geirs, danskennari
Sr. Sigurður Hauk-
ur Guðjónsson.
Sigurvin Einars-
son, alþm.
Svavar Guðnason,
listmálari.
Þór Guðjónsson,
veiðimálastjóri
Þorvaldur Þórar-
insson. lögfræð-
ingur
Þór Magnússon,
þjóðminiavörður
Örn Clausen, hrl.
Eiður Guðnason,
sjónvarpsmaður
Emil Jónsson,
utanríkisráðherra
Evsteinn Jónsson,
alþm.
Gísli Sigurbiörns-
son, forstj. Flli-
heimilisins Grund
Sr. Jóhann Hann-
esson, prófessor
Jóhannes úr
Kötlum, skáld
l____________________)
un» «enn háðari en ella; þau gera
honum iært að slappa af. En
hann væntir sér af þeim mikils
meira, algleymissælu og tak-
markalauss unaðar. Hann hefur
á þeim allt að því mvstíska trú,
vonast til að þau gerí honum
fært að vaxa uppúr sjálfum sér,
komast út fyrir takmörK hins
þekkta, inn í sjálfa eilífðina.
Þessi stöðuga leit á sviði kyn-
lífsins getur, þegar verst lætur,
leitt til að hann missi alla stjórn
á sér hvað þetta snertir og lendí
á allrahanda villigötum.
HRÆÐSLA VIÐ HVATIR
Kynhvöt, drekamennisins er
nátengd ódauðleikaþrá þess,
löngun þess til að skilja eitthvað
eftir sig hérna megin grafar. Líka
er kynhvötin nátengd þrá þess
eftir valdi; sjálf mökin auka
sjálfstraust þess og láta það
finna til máttar síns. Drekakarl-
ar og drekakonur leggja bæði
megináherzlu á að vera fyrst og
fremst karlmenn og konur.
Þróttur þeirra býr í kynhvötinni
eða kemur frá henni.
Líðan og heilsufari drekamenna
skiptir jafnan i tvö horn. Þau
sem eru sjálfum sér samkvæm og
í jafnvægi eru líklega einhverjar
hamingjusömustu manneskjur
sem til eru, en þeim mun meir
þjást og pínast hinar, sem orðið
hafa fyrir því að innri óró og
jafnvægisleysi hafa náð hjá þeim
yfirhöndinni. Þegar einhver höft
eru á. þau lögð, kveljast þau og
vorkenna sjálfum sér. Þetta end-
ar ekki ósjaldan í sadisma og
masokkisma, menn fá nautn af
að hrjá jafnt sjálfa sig og aðra.
Þessir órólegu skorpíónar eru
stundum gagnteknir af hræðslu
við eigin hvatir og fýsnir og
bæla þær niður með öllum mögu-
legum ráðum. Synd og sekt eru
hugtök sem þeir skilja vel. Sekt-
artilfinning þeirra leiðir stund-
um til sjálfsrefsingar sem skaðar
jafnt andlega sem líkamlega
heilsu þeirra. Þegar verst lætur
hefur þessi hræðsla við lífið í
för með sér sjúklega dauða-
hneigð: þá koma fram morðingj-
ar og sjálfsmorðingjar. Tiitölu-
lega margir morðingjar, ekki sízt
þeir sem voru sadistar jafnframt,
kváðu fæddir í merki þessu.
Því er sem sagt ekki að neita
að skorpíónninn hefur öðrum
fremur möguleika að sökkva
mönnum í dýpstu hugsanlega úr-
kynjun og niðurlægingu. En hinu
má ekki gleyma að í þessu merki
kom einnig oft fram stórmenni
sem koma mannsandanum hærra
og lengra en flestum öðrum
auðnast.
RÁNFUGLSNEF
OG SLÖNGUAUGU
Drekamennum er oft líkt við
Faust og ekki að ófyrirsynju;
þar á gífurleg forvitni þeirra og
fróðleiksþorsti hlut að máli. Þessi
fróðleiksfýsn er snar þáttur í
kynlífi þeirra. Þau kanna menn
og málefni af nístandi skarp-
skyggni. Þau leggja mikið upp
úr hvassri og beiskri gagnrýni
og hafa unað af illvígum rök-
ræðum. Ekkert kunna þau bet-
ur við en ná einskonar djöful-
legu valdi yfir umhverfi sínu.
Rannsóknarþrá þeirra og valda-
fíkn leiðir oft til að þau sökkva
sér í töfra, stjörnuspeki, spírit-
isma og annað af því tagi. Á
efri árum öðlast þau oft allt að
því yfirnáttúrlega, hárnákvæma
skarpskyggni; þannig að svo
virðist sem þau skynji hluti ó-
sjálfrátt og á dularfullan eða há-
spekilegan hátt.
Drekamenni eru oft þreklega
en jafnframt liðlega vaxin og
hreyfingarnar í stíl við skepnur
eins og panþer og slöngur. Oft
hafa þau myndarlegt ránfugls-
nef. Augnaraðið er nístandi eins
og rýtingur, hvarmarnir oft
þrútnir og hyija augun að hálfu.
Þau eru ýmist óróleg, myrk,
glerkennd, en minna stöðugt á
dáleiðsluaugu slöngunnar. Þetta
eru augu manns, sem staðráðinn
er í að sigra, jafn mískunnarlaus
og augu þess er vill drepa. And-
litið er markað sterkum, þján-
ingarfullum dráttum, oft af-
myndað af grettum og hæðnis-
glotti. Þetta kemur skýrt fram í
andlitum og svipmóti dreka-
menna eins og Dostóévskýs,
Moltkes, Rommels og Picassos.
Rödd drekamennsins er til-
btrigðarík og full tilfinningar,
djúp. Hjá karlmönnum er hún
oft hörð og digurbarkaleg, hjá
kvenfólki seiðandi og nautnaleg.
Handtakið er hlýtt en óþægilega
fast og krefjandi, það er eins og
eigi að gleypa mann með húð og
hári.
SÁRSAUKI OG SEIGLA
Heilsufar drekamenna er
sjaldnast mjög gott, og á hið
margbrotna og stormasama sál-
arlíf þeirra mestan þátt í því.
En þau búa yfir gífurlegri seiglu
og harka því lengi af sér sjúk-
dóma og þjáningar, þótt þau að
vísu geri mikið úr þessu með
orðum og látbragði. Sálrænt
verða þau stundum fyrir mikl-
um áföllum er minnimáttarkennd
heltekur þau sem einskonar and-
svar gegn svalli og öfgafullum
lifnaðarháttum. Kynfæri, blaðra
og endaþarmur drekamennsins
kváðu vera veikari fyrir sjúk-
dómum en aðrir líkamshlutar.
f klæðaburði hugsar drekakon-
an ekki fyrst og fremst um
smekk eða glæsileika, heldur á-
hrif. Fegurðarhugsjón hennar er
öllu fremur demónískt en himn-
esk. Hún vill umfram allt gæða
sig ögrandi og ómótstæðilegu að-
dráttarafli. Dimmir og gulrauðir
litir eru í mestu uppáhaldi hjá
henni. Ósjaldan er hún í senn
ósmekkieg en jafnframt háska-
lega töfrandi. Grace Kelly,
furstafrú og kvikmyndaleikkona
alltaf hafa sólina sækjast mest
10 VIKAN 45 tbl