Vikan


Vikan - 14.11.1968, Side 23

Vikan - 14.11.1968, Side 23
— Já, sagði hún dapurlega. — Allt flöt þök. Engin ris. En hvað getum við gert? Þessi brjóstahaldari hans gerir það sem hann á að gera. Ég hef séð það. Hann vinnur alveg ná- kvæmlega rétt! Hann getur end- urskapað heilu álfurnar. Þau horfðust í augu með þján- ingarsvip. Ambrose hugsaði um autt húsið og risið, sem hún myndi aidrei framar koma upp í, nema hann léti til skarar skríða, fljótt og sköruglega. Hann sagði: — Áttu einn, ein- hversstaðar hérna nálægt? — Já. — Geturðu gefið mér hann? Harriet kyngdi aftur. Hún lit- aðist um. Þau sátu í þöglu veit- ingahúsi, skuggamegin í salnum. Þegar hún var þess fullviss að eng'nn horfði á, tók hún feimn- islega að losa frá sér blússuna. Seinna þennan dag var Am- brose aftur á leið til London með þennan dýrmæta farm sinn. Iíann var ofurlítið skelfdur, þeg- ar tollvörðurinn opnaði töskuna hans, en brjóstahaldarinn var vafinn inn í óhreina skyrtu og tollþjónnin lét sér nægja að Ambrose skýrði frá því að hann væri ekki með áfengi, tóbak, hassis, demanta, armbandsúr eða hvíta þræla. Hann fór aftur upp í risið. Alla nóttina sat hann við að rannsaka alheimsbrjóstahaldar- ann. Morguninn eftir gekk hann með dökka bauga undir augum til bókabúðarinnar og keypti Sjálfsnám í alhliða vísindum, Sjálfsnám í vélaverkfræði og Sjálfsnám í undirstöðuatriðum geimferða. Svo tók hann til starfa. Þetta var kapphlaup við tím- ann. Sigurganga Roberts um heiminn var senn á enda. Fjöl- miðlunartækin voru full af frétt- um um fundinn í Eastbourne, og Blossomverksmiðjan var í full- um gangi, dag og nótt, til að framleiða hinn nýja brjóstahald- ara, bæði til að senda úr landi og sérstaklega útsaumaða, per- sónulega brjósthaldara, handa konum komandi sendinefndar- manna. Ambrose gerði tilraunir. Hann blés út, hleypti loftinu úr og þuklaði á brjóstahaldaranum. Hann gerði tvo í viðbót, svo hann stæði ekki slyppur eftir, þótt eitthvað kæmi fyrir þann upprunalega. Það varð að stöðva Robert. Hann myndi taka það nærri sér, en það varð að binda endi á þetta. Ambrose vorkenndi Robert, en meira vorkenndi hann sjálfum sér. Það myndi ekkert þeirra fá nokkurn frið, ef þessi stórhuga áætlun Roberts heppn- aðist. Fyrir hans eigin skuld og fyrir skuld alls þess, sem var gott í heimilislífinu, en allt of lítil rækt var lögð við á þessum tímum efnishyggjunnar, varð að ná Robert aftur heim. Það varð að sýna það í eitt skipti fyrir öll, á dramatískan hátt, að al- heimsbrjóstahaldari Blossom væri óöruggur. Að það bæri að gera hann útlægan. Allskonar koppar og lcyrnur kraumuðu og mölluðu uppi í ris- inu hjá Ambrose. Loftið var fullt af gufu og reyk. — Eg næ aldrei pestinni úr gluggatjöldunum, hugsaði Ro- bert, en hann hélt áfram. Þegar hann var viss um að hann hafði fundið lausnina, stóð hann andspænis öðrum vanda. Hvernig átti hann að komast í bú-gðirnar, sem nota átti á fund- inum? Mútur — lymska — kvöld á kránni með bílstjóra, nokkrar klukkustundir að hlusta á hjú- skaparvandamál innpökkunar- stjórans í Blossomverksmiðjunni — og þar að auki varð hann að kynna sér alla tilhögun verk- smiðjunnar sjálfrar. Ambrose þekkti varla þennan gamla stað. Robert hafði sannarlega unnið gott verk hér. Það var í raun og veru smán að kippa þannig fót- unum undan honum. En Am- brose herti hjarta sitt. Hann og hann einn bar ábyrgð á fram- gengn' Roberts, ef hann kaus nú að vera ábyrgur fyrir hruni Ro- berts var það ekki nema rétt- látt. Hann gaf sig allan á vald því sem eftir var að gera; og svo fór ann til Eastborne, á fyrsta degi hátíðarinnar. Að vinna eða tapa, drepa eða lækna — nú réði hann ekki við þetta lengur. Hann sat í miðjum þessum marglita áheyrendahópi og þráði Harriet, sem sat á palbnum á sviðinu, við hliðina á eiginmanni sínum og erlendir fyrirmenn sitt til hvorrar handar þeirra. Eftir hæfilega kynningu og handaklapp, tók Robert sér slöðu vlð hljóðnemann og fór enn einu sinni yfir ræðuna, sem hafði þjónað honum svo vel á ferða- laginu. Þó var rödd hans jafnvel enn myndrænni. Hann leit af blöðunum, sem hann hélt á í hendinni og talaði af innlifun og hrifningu: — í upphafi er brjóstahaldar- inn. Hvers vegna? Vegna þess að hin eina, reglulega undirokaða þjóð mannkynsins er kvenkynið. Þetta verkaði vel á konurnar í hópi áheyrenda. Þær, sem voru með eiginmenn sína með sér, gáfu þeim vænt olnbogaskot. Þær sem áttu eig- inmenn herptu varirnar og kink- uðu ákaft kolli. — Já, hélt Robert áfram. — Það eru konur, sem eru hinn lif- andi hugmyndavaki, bak við öll mannleg afrek. — Satt, hugsaði Ambrose. Það varð ekki skafið af Robert að hann hafði sannarlega rétt fyr- ir sér. Ambrose varð hugsað til þess hvernig útskurður hans hafði batnað, hvernig allt hans hugarfar hafði batnað, hvernig öll hans tækni í Nei, hann mátti ekki hugsa um það. Hann fann að hann var aftur farinn að stara á Harriet og neyddi sig t 1 að líta aftur á Robert. — Veitið konunni virðingu, veitið henni sjálfsvirðingu, veit- ið henni tækifæri til að mótu sig og konan mun hjálpa til að móta framtíð'na. Nú urðu mikil fagnaðarlæti. Að þeim loknum hélt Robert áfram: — Gefið henni með öðrum orðum brjóstahaldara, sem hún getur ráðið að vild, ekki aðeins til að hæfa líkamsvexti hennar, heldur einnig skapi hverju sinni, til að hylja eða und'rstrika, til að haga eftir kringumstæðun- um. Hinn fjölhæfi brjóstahald- ari — tákn aldar vorrar. Konan sem hefur hann í þjónustu sinni mun ekki aðeins skilja alla aðra vísindaþróun — heldur óska eft- ir henni. Það er frá hennar brjóstahaldara sem vegir ykkar, skólar, sjúkrahús, þjóðfélags- þjónusta og hreinlæti mun streyma. Af hverju, herrar mín- ir og frúr, hefur heimurinn ver- ið að leita öll þessi ár? Að brjóstahaldara, sem er mátuleg- ur á hvaða konu sem er, hvar sem er, og hvenær sem er. Hann dró andann djúpt og starði út- yfir áheyrendahópinn. — Borg- arar heimsins. Ég gef ykkur brjóstahaldara handa öllum kon- um — alheimsbrjóstahaldarann. Tjald var dregið frá á baksvið- inu og í ljós kom brjóstahaldari, sérstaklega gerður fyrir þetta tækifæri, stærri en gengur og ger'st. Það glampaði á skálarn- ar í sviðsljósnunum, eins og heiðan mána — kyrran, fölan og kaldan móti bláum himni bak- sviðsins. Robert sneri sér frá borðinu. Höfuð viðstaddra snerust við og fylgdust með honum. Hann benti á ofurlítinn hnapp milli skálanna. Þegar þessi hnappur er snert- ur streymir sérstakt gaskennt efn; inn í skálarnar. Á sjálf- virkan hátt og undir eins, lagar efnið sig þá eftir vaxtarlagi þess sem ber það og vex — áfram upp, út og niður — í hverja þá lögun ,stærð og stillingu sem óskað er. Hann þrýsti á hnappinn og hélt fingrinum. — Og þaðan í frá þarf ekki að stilla það frek- ar. Stillingln helzt óbreytt, þaðan í frá að óskum. Og sú sem ber hann þarf ekki annað en gera ofurlitlar breytingar, ef henni býður svo við að horfa og kring- umstæðurnar krefjast þess. Hún getui' stillt hann eftir tízkunni á hverjum tíma, veðrinu eða persónulegum óskum félaga síns. Skálarnar tóku að belgjast út. Ljósið glampaði á þær, þegar þær þöndust og fengu nýtt, lokk- andi lag, urðu ótrúlegar þrýstn- ar. Ofurlítið andvarp barst frá áhorfendum. Robert sleppti hnappnum. Það sem nú blasti v:ð allra augum hefði vakið óskipta aðdáun allra .mestu myndhöggvara liðinna alda. Rembrant og Rubens hefðu án efa þotið upp á sviðið, hefðu þeir verið meðal viðstaddra. — Nú í morgun, sagði Robert, — dreifði ég meðal kvenfólksins í sendinefndunum, sem heim- sækja okkur h;ngað í dag, sýn- ishornum af þessari framleiðslu. En hér, harrar mínir og frúr, ætla ég að sanna og sýna ykkur hæfni og getu alheimsbrjósta- haldarans — hvernig hver kona stillir hann sjálf, eftir sínum eigin smekk eða þjóðarinnar — hér sýni ég ykkur — konur sautján landa! Stóri brjóstahaldarinn hvarf hljóðlega upp í loftið, öðru tjaldi var sv'pt til hliðar og í ljós komu þrjátíu og átta konur, hver um slg í sínum þjóðbúningi. Og hver og ein með lokkandi, þrýstinn barm. Ambrose sá þetta með fagurfræðiiegri ánægju og óvið- ráðanlegri aðdáun — svo glumdi við trompetblástur; en hann drukknaði næstum í fagnað'ar- látum viðstaddra. Robert fékk svo sannarlega góðar viðtökur. Það var mál til komið að eitt- hvað gerð'st. Dömurnar á sviðinu brostu við áhorfendum ,eins og þær ættu sjálfar sína fegúrð en ekki Ro- bert. Robert, feimnislegur og sigri hrósandi í senn, sté til hlið- ar til þess að þær nytu sín sem bezt. — Fjórir, sagði Ambrose lágt við sjálfan sig, — þrír — tveir — einn — núll! Ilann starði á sviðið. Konurn- ar voru enn brosandi og glaðar. Fagnaðarlætin héldu áfram neð- an úr salnum. -- Svona nú, hugsaði Ambrose biðjandi. — I-Ivað hafði hann gert vitlaust? Ef tilraunir hans heíðu brugðizt einhversstaðar, ef honum hefði orðið á einhver skyssa með þessi sýnishorn... . Svitinn spratt út á enni hans. Fjölmargir aðrir menn í áhorf- endasalnum vor sveittir á enn- inu, en af annarri ástæðu. En svo dofnaði yfir fagnaðar- látunum. Það var eins og ofur- lítill efi blandaðist saman við þau. Konurnar á sviðinu hættu að brosa. Þær litu kvíðafullar nið- ur á sig. Brjóstin voru farin að þenjast út. Hægt en ákveðið stækkuðu þau. í fyrstu voru áhrifin ekki ofboðsleg. Þeir sem höfðu smekk fyrir stórum brjóstum voru jafn- vel bara hrifnir. En þenslan hélt áfram og brjóstin urðu ofvaxin. Litla, malayiska stúlkan sá ekki lengur yfir sín. Framhald á bls. 45. 45. tbi. VIKAN áí5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.