Vikan - 14.11.1968, Page 39
inu. - Já, þreifaðu á því, muss-
ju. Og þetta. Bómull! Fyrirlitn-
ingin stóð af honum í allar átt-
ir, þegar hann snerti dúskana á
endanum.
— En þetta — hann benti á
rauða teppið — þetta er sko ull!
Þetta er hægt að þvo eins og
faragerir. Þetta er ósvikið, úr-
vals vara. Það skal ég gefa þér
skriflegt. Hvað viltu gefa fyrir
svona druslu? Það var gráa tepp-
ið. — Segðu eitthvað! Name your
price! Ég skal fixa þér gott verð.
150 dirham.
— Vil það ekki, sagði ég. —
Ég skal gefa þér 125 dirham fyr-
ir rauða teppið.
Hann brosti vonleysislega. —
Nei, monsieur minn, nei takk.
En þetta gráa?
— 75 dirham.
— Guð hjálpi mér! Þú skiptir
öllu í tvennt, sem ég segi! Sjáðu
þetta. (Rauða teppið). Look at
it, Monsieur. Ekta antik! Þú
færð hvergi betra teppi! Þreif-
aðu á því, finndu, horfðu á það!
Komdu hér. Hann þreif í hand-
legginn á mér, dró mig til hliðar
og hallaði undir flatt. — Hlýtt
og þykkt, sagði hann. — Ég skal
gera þér kostaboð. 250 dirham!
— Nei, takk, svaraði ég. — Ég
er ekki farinn úr Marokkó enn-
þá, og ég ætla að skoða þetta
víðar.
Að svo mæltu gekk ég til dyra
og stelpurnar með mér. En Borg-
ar var ekki uppgefinn. Hann
stökk á mig, hremmdi á mér
handlegginn og togaði mig inn
aftur: — Svona nú, engan asa.
Nú hef ég lækkaði mig um 50
dirham, gerðu nú gagnboð, mus-
sju.
— Ókei. 175 dirham.
Nú ranghvolfdist hann og fór
hamförum. Óð yfir í frönsku,
kallaði á tvo hjálparkokka, þreif
upp teppið á móti þeim, hélt því
upp að veggnum og skoraði
á mig að. skoða. Svo sneri hann
máli sínu til stúlknanna og höfð-
aði átakanlega til fegurðarsmekks
þeirra og hvatti þær ákaft til að
koma vitinu fyrir manninn sinn,
lofaði að senda mér teppið hvert
i heim sem væri. Ég lét mig ekki,
hristi hausinn og arkaði til dyra
einu sinni enn. Þá tók hann tepp-
ið, braut það saman á hlaupun-
um á eftir mér og sagði:
— Ókei, monsieur, 200 dirham,
Og þá gafst ég upp.
Nú var röðin komin að því að
borga. Ég borgaði með ferðaávís-
unum. 10 brezk pund eru 120
dirham og 20 frankar. Fyrst
reyndi Borgar gyðingur að halda
því fram, að gengið væri 100
dirham fyrir prrndið, en gafst
fljótlega upp á því, þegar hann
sá, að ég var viss um mitt mál.
Ég lét honum hins vegar eftir
þessa 20 franka. Síðan fór í hönd
mikil skriffinnska, faktúrugjörð
og ábyrgðarútfylling, plögg
handa mér til að hampa ef eitt-
hvað gengi úrskeiðis. Að lokum
lét hann mig merkja mér teppið
á botninn með tússi, svo ég gæti
sannfærzt um, er teppið kæmi
til íslands, að ég hefði ekki ver-
ið hlunnfarinn. Svo 'pakkaði hann
teppinu inn, gekk vandlega frá
bögglinum og merkti mér hann
heim til fslands, frímerkti og
hvaðeina og sagði svo: — Eftir
hálfan mánuð verður þetta kom-
ið til Bretlands í sjópósti.
Geymdu plöggin þín, það er
kvittunin fyrir teppinu og póst-
inum, tryggingunni líka. Allt
komið heim til þín eftir þrjár
vikur.
Eftir heimkomuna var mér
farin að leiðast biðin, þegar
komnar voru fimm vikur frá
kaupdegi. En svo kom fylgibréf-
ið allt í einu og þar með teppið.
Og ekki voru svik í kaupmann-
inum, allt var með sömu um-
merkjum og þegar því var pakk-
að inn.
Meðan á þessu öllu stóð, höfðu
hjálparkokkarnir hremmt stelp-
urnar og klætt þær í svartar,
gullbróderaðar skikkjur. Fatnað-
ur af slíku tagi heitir kaftan og
konur þar í landi klæðast þeim
á almannafæri. Hér heima verða
kaftanar eingöngu notaðir fyrir
innisloppa, ímynda ég mér. En
þetta voru fallegar flíkur, þær
fallegustu af sínu tagi, sem ég sá
í ferðinni. Um var að ræða stutt-
ar og síðar; þær síðu sagði Borg-
ar að kostuðu 150 dirham en þær
stuttu á 100 dirham. Nú hófst
leikurinn aftur, með því að hann
hét að fixa mér góðan prís, ef
ég keypti á báðar konurnar mín-
ar. Svona er fjölkvænið ríkt í
Marokkönum enn, jafnvel þótt
gyðingar eigi í hlut, að hann
áleit þær greinilega hluta af
kvennabúri mínu. — Look at
your wifes, sagði hann. — Arn’t
they lovely?
Að þessu sinni fór allt mjög
friðsamlega fram og mun æs-
ingaminna en í sambandi við
teppið, enda höfðum við nú þreif-
að hvor á annars klóm. Stein-
unn valdi síðan kaftan og við
Borgar fixuðum prísinn fljótlega
á 100 dirham. Elín kaus sér stutt-
an, og þegar við létumst ætla að
arka brott án þess að fallast á
80 dirhama boð Borgars, sam-
þykkti hann okkar verð, 60 dir-
ham. Kaupin gengu upp á eyr-
inni og allir undu bærilega við
sitt.
En þegar við vorum að fara,
að lokinni handahristingu og
gagnkvæmum árnaðaróskum
varðandi langlífi við mikla ham-
ingju, velferð um alla eilífð og
endurkomu til Marokkó, rétti
Borgar fram hendina og sagði:
— Svo gefur þú mér eina síg-
arettu, Monsieur.
Ég gaf honuiii eina Camel, en
áður en ég vissi, var önnur loppa
brún búin að krækja sér í sígar-
ettu líka; það var einn hjálpar-
kokkurinn, sem hafði vokað eins
og múkki yfir Camelpakkanum í
brjóstvasa mínum, síðan ég kom
inn.
Leiðsögumaðurinn fullyrti ó
eftir, að Borgar þyrfti sjálfur að
borga um 140 dirham fyrir teppi
eins og það, sem ég keypti, 75 dir-
ham fyrir síðan slopp og 40 fyrir
stuttan. Hvort hann sagði það
satt veit ég ekki, en Martens
SABENA forstjóri hafði sagt
mér, að venjulega gæfu prang-
ararnir leiðsögumönnunum 10%
af vöruverðinu fyrir að koma
með ferðamennina til þeirra, svo
trúlega hefur gædinn hlaupið
strax um kvöldið til Borgars að
ná í dirhömin sín 36. rétt um 400
krónur.
Það er þolanleg aukageta fyr-
ir ekki neitt, og trúlega skatt-
frjálst að auki.
Daginn eftir kom Guðmund-
ur aftur með þann væmna, og
nú var farið í ökuferð um borg-
ina, einkum um Aguedal, sem
er gífurlegur skrúðgarður, 3x1.5
km að flatarmáli, með tveimur
gríðarstórum tjörnum, sem vatn-
ið er leitt í ofan úr Atlasfjöllum.
Þarna eru ávaxtatré af öllu tagi
auk skrautjurta margvíslegra, því
miður var Aguedal ekki nema
svipur hjá sjón núna, því 1. marz
síðastliðinn gekk ofboðslegt veð-
ur í klukkutíma yfir staðinn og
braut niður allt að því helming-
inn af trjánum og gerði marg-
vislegan annan skaða. Enn mátti
víða sjá eyðilegginguna blasa
við, og unnið var að hreinsun og
lagfæringu af fullum krafti. Það
var hreint og tært veður þennan
morgun, hitinn ekki nema 38 stig
og afar notalegt.
Eftir þessa ökuferð áttum við
frí til að ráðstafa að eigin geð-
þótta til klukkan fimm, en þá
ætlaði Guðmundur að koma aft-
ur og fara með. okkur upp í fjöll-
in. Við flýttum okkur að borða,
en fórum svo í sundlaug og sól-
bað. Laugin var köld, 21 stig,
svo maður saup hveljur er út í
vatnið kom, samt voru stelpurn-
ar óþreytandi að busla og synda,
einkum Elín, sem kunni því bet-
ur við sig, sem hún stóð minna
upp úr vatninu. Ég svamlaði
nokkra hringi en lagðist síðan
upp á bakkann og lét sól-
ina þurrka mig, hvað hún gerði
á augabragði. Ég hafði nokkurn
beig af allri þessari sól á íslenzk
höfuð og húð, forðaði sjálfum
mér í skugga áður en langt um
leið og reyndi að koma stelpunum
upp úr með fyrra fallinu. Það
tókst raunar ekki. En um það
leyti, er Guðmundur kom, hafði
ég aðkenningu af höfuðverk og
klígju. Hann fór með okkur mjög
skemmtilega hringferð um
pálmaekru utan við borgina og
síðan upp í fjöllin. Heilsu minnii
45. tbi. VIKAN 39»