Vikan - 14.11.1968, Qupperneq 47
Saumað er í ijósan hör — eða annað jafnþráða efni og með
dökkum hör — eða perlugarni er fyllir sporin. Notið java-
nál er hæfir grófleika garnsins.
Saumið með krosssaumi eftir meðf. skýringarmynd.
Snúið stykkinu upp eða niður en aldrei á hlið. Ath. að
(ill yfirsporin vísi upp til vinstri.
Þegar lokið er við að sauma ferningana, er saumuð rönd
i kringum munstrin og síðan meðfylgjandi tölustafir og
stafir (sjá mynd).
Röndina utan með má hafa í þeirri breidd, sem fallegt
þykir, sé gerð úr þessu mynd til að hengja upp á vegg,
eins og til er ætlazt á þessum myndum. Með þessu borði
má lika spila það, sem Jón Árnason og Olafur Davíðsson
kalla dammur og telja þeir það útlent spil. Refskák, kotru,
mylnu og skáktafl telja þeir aftur svo útbreidd spil á Is-
landi, að þeir lýsa þeim í bók sinni.
mBSmdÍ m
m' m\
-1
llfcv j ■j
! "J' r
J
\j j§i§|| .) | í ■ -s
1 JQ j [2
mmmmm
wmmm
■
f- -ý v - -! •;
* ;.::■ \ú ...:ý
íféÍmmwMMiyM
mm
M'V.:’./Uæ!
r;:;> - É iii
iMapj mSé
is|s-
r. . "*i.W e..i«.|SÉ
íl * ‘#|V
#W,
09
f 0 ..■'*** ■ ' -
**í£*
m
*d
m
■#>. m *
m*
* *
m
■ ♦
PP^I*IÉÉI
'&sm
Mmm,
iíéá' »»«>>*:.#»* fi*.
Nú er gamli enski og franski útsaumurinn komin í tízku aftur.
Hér kemur lítill dúkur, sem auðveldlega er hægt að útbúa sér af munstur með því að klippa
hringlaga smjörpappírsörk, brjóta í fjóra hluta svo rétt hlutföll náist og teikna síðan hringi
og blóm með hjálp fingurbjargar eða lítils tvinnakeflis. Bezt er að sauma í fíngert hörefni
með snúðlinu brodergarni.
Leggið síðan munstrið á efnið svo brot þess liggi eftir efnisþræðinum, leggið kalkipappírsörk
milli munsturs og efnis. látið kalkhlið pappírsins snúa að efninu og dragið síðan í línur munst-
ursins með vel yddum blýanti.
Fyllt er undir blöð blómanna með lykkjuspori og síðan saumað líkt og með flatsaumi nema
frá hægri til vinstri og sporin látin liggja þvert á blöðin og við þetta fer snúðurinn af garninu
svo sporin sjást ekki nema sem þétt heild.
Þræðið fyrst 1 kringum götin með þéttu þræðispori og klippið í kross, sjá skýringarmyndir.
Klippið síðan úr gatinu (eða klippið annan kross 1 gatið og
brjótið inn af brúninni við þræðingu) og saumið með þéttu
spori frá hægri til vinstri með því að sauma frá gatinu yfir
þræðinguna og niður í efnið.
Gangið frá endanum með eins fínni saumnál og hægt er
svo hringurinn verði ekki ójafn. Saumið blúndu í kringum
dúkinn. Dragið í þráð efst í blúndunni svo hún hafist hæfi-
lega við og leggist í hring, þræðið og saumið með þéttu tungu-
spori (kappmelluspori) í höndum yfir brún blúndunnar og
látið sporin snúa inn í hringinn. Saumið frá vinstri til hægri.