Vikan


Vikan - 28.11.1968, Qupperneq 4

Vikan - 28.11.1968, Qupperneq 4
HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR GREN8ÁSVEÖ 22 - 24 »0280-32262 Gólfdúkur — plast, vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7'/2xl5, 11x11 og 15x15 cm. Amerískar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Mólning hf. og Slippfél. Rvlkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. V Ó HVE MARGUR YRÐI S/ELL Kæri Póstur! Ég sé í blöðunum, að enn einu sinni hefur gamall draugur verið vakinn upp. Að þessu sinni er það hátt- virt alþingi, sem hefur tek- ið að sér hlutverk særinga- mannsins. Það verð ég að segja, að þessum háu herr- um á alþingi dettur ekki margt frumlegt í hug til þess að leysa hinn mikla vanda þjóðarinnar. Ég á við framkomna tillögu um þegnskylduvinnu allra ungmenna á aldrinum 14— 18 ára. Þetta mál er eldgamalt. Og satt að segja hélt ég, að engum dytti til hugar að fara að vekja það upp aftur. É'g hélt að Hermann á Þingeyrum hefði kveðið það svo rækilega niður á sjnum tíma, er hann orti sína stórsnjöllu vísu, sem varð fleyg á skammri stundu: Ó, hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt, mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. V Þegnskylduvinnan er að mínum dómi algjörlega út í hött. Hún leysir alls ekki unglingavandamál þjóðar- innar. Kerfið hjá okkur byggist einmitt á því, að unga fólkið byrji snemma að vinna fyrir sér og létta undir strit heimilisföðurs- ins. Því aðeins getur unga fólkið stundað skólanám ár eftir ár, að það fái tæki- færi til þess að vinna á sumrin og kosta sig að mestu leyti sjálft til náms. Stundum hefur verið rætt um að lengja skólaárið og útskrifa stúdenta 18 ára í stað 20 eins og nú er gert. Þessi tillaga er líka fjarri öllu lagi af fyrrgreindri á- stæðu. Það skiptir engu máli hvað gert er einhvers staðar úti í hinum stóra heimi. Við verðum að lífi okkar eftir ástæðunum hér heima hjá okkur. Eða ' vilja þessir ágætu menn, að hér eftir geti þeir einir gengið menntaveginn, sem eiga ríka foreldra? Vilja þeir hafa ástandið eins og það var hér á árum áður, þegar stórvelgefnir menn urðu að stunda erfiðis- vinnu allt lífið af fátæktar- sökum, en fengu ekki að njóta góðrar menntunar, eins og hugur þeirra stóð til? Ég heiti á alla góða hag- yrðinga að fylgja nú for- dæmi Hermanns á Þing- eyrum og kveða aftur nið- ur þegnskylduvinnudraug- inn jafn eftirminnilega og hann gerði. Með þökk fyrir birtinguna. Gamall verkamaður. Okkur þykir ólíklegt, að tillagan um þegnskyldu- vinnuna fái nokkurn hljóm- grunn. Það er rétt hjá bréf- ritara, að gamlar hug- myndir eru sjaldan til gagns. Það eru nýir vend- ir, sem sópa bezt. SJÁLFSAGÐUR HLUTUR Kæri Póstur! Það er svo gott að leita til þín með vandræði sín. É'g les þig alltaf. Vanda- mál mitt er þetta: Ég er enn kornungur, eða svo finnst mér sjálf- um (ég er að verða 27 ára). En ég hef samt öðlast mikla lífsreynslu af svo ungum manni að vera. Ég er til dæmis fráskilinn og á tvö börn (annað reynd- ar í lausaleik). É'g hef allt- af verið álitinn talsvert mikill kvennamaður. Þótt ég segi sjálfur frá hlýt ég að ganga svolítið í augun á kvenfólkinu. Að minnsta kosti bendir árangurinn til þess. Þegar ég hef kynnzt nýj- um stelpum að undan- förnu, hef ég alltaf haft áhyggjur af fortíð minni. Fyrir nokkru missti ég af bráðlaglegri stelpu, af því að ég hafði mig aldrei upp í að segja henni, að ég væri fráskilinn og tveggja barna faðir. Þegar viðhöfð- um verið alllengi saman, frétti hún þetta frá öðrum, varð náttúrlega bálreið og hefur hvorki viljað heyra mig né sjá síðan. Og þá kemur loksins mergurinn málsins: Hven- ær og hvernig á ég að segja 4 VTKAN 47-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.