Vikan - 28.11.1968, Side 5
þeim sannleikann um for-
tíS mína?
Beztu kveðjur og þakk-
ir fyrir gott blað.
S.B.
Því fyrr því betra að okk-
ar dómi. Þú skalt ekki
hefja máls á fortíð þinni
upp úr þurru og ekki segja
henni, eins og þú sért að
ljóstra upp einhverju ógur-
legu leyndartpáli. Reyndu
að haga samræðunum svo
til, að þú getir vikið að
þessu og sagt frá því eins
og hverjum öðrum sjálf-
sögðum hlut. í okkar þjóð-
félagi þykir engin skömm
að því að vera fráskilinn.
Það er eins og hvert annað
áfall, sem enginn getur
gert að.
HEITROF
Kæra Vika!
Nýlega var mér sagt, að
það varðaði við lög, ef
karlmaður sliti trúlofun
sinni við stúlku alveg að
ástæðulausu. Slíkt væri
kallað heitrof og væri hægt
að fá menn dæmda og
sektaða fyrir að gerast
sekir um slíkt athæfi. Er
þetta rétt?
Ég vildi óska, að þetta
sé satt, en er ekki mjög
trúuð á það. Þannig er mál
með vexti, að ég var svik-
in í tryggðum fyrir rúmu
ári síðan. Það hlýtur að
teljast heitrof, því að ekk-
ert kom fyrir frá minni
hálfu, sem gat verið orsök-
in. Unnusti minn fór út á
land að vinna sumartíma,
hætti að skrifa mér og var
búinn að vera lengi í bæn-
um um haustið, án þess að
ég hefði hugmynd um það.
Ég komst að því fyrir
hreina tilviljun. Ég náði
loksins í hann í síma, og
þá sagði hann ósköp blátt
áfram, að öllu væri lokið
okkar á milli. Hann nefndi
enga ástæðu. Framkoma af
þessu tagi ætti að mínum
dómi að varða við lög og
ég vona að hún geri það.
Þess vegna skrifa ég þér
einmitt, Póstur góður. Ef
svar þitt er játandi, er ég
að hugsa um að fara í mál
við hann Hann á það svo
sannarlega skilið.
Með fyrirfram þökk,
H.I.K.
P.S. Ég frétti alveg nýlega,
að hann væri trúlofaður
annarri, og ætlaði að gifta
sig innan skamms. Stúlkan
er víst utan af landi.
Sama.
Það mun vera rétt, að' hægt
sé að fá karlmenn dæmda
fyrir heitrof. En við ráð-
leggjum þér að fara ekki
að ana út í slíka vitleysu.
Maðurinn virðist einfald-
lega hafa orðið hrifinn af
annarri og slíkt getur kom-
ið fyrir á beztu bæjum. Þú
átt kannski eftir að lenda
í slíkri aðstöðu sjálf. Þú
skalt gleyma lionum sem
fyrst og hugsa ekki um
heitrof og málaferli.
VILL EKKI FARA TIL LÆKNIS
Kæri Póstur!
Mig langar til að biðja
þig að ráða mér heilt í
erfiðleikum mínum. Ég er
gift yndislegum manni. Ég
get ekkert sett út á hann
— nema eitt. En þetta eina
er að mínum dómi svo mik-
ill ókostur, að ég get ekki
með nokkru móti sætt mig
við hann. Maðurinn minn
drekkur, ekki oft, en þegar
það kemur fyrir, gerist allt-
af eitthvað skelfilegt. Hann
er hinn versti viðureignar
með víni, en er annars dag-
farsprúður, blíðlyndur og
elskulegur. Þetta kom mjög
sjaldan fyrir fyrstu hjú-
skaparár okkar, en síðan
hefur það farið versnandi
smátt og smátt og hefur
aldrei verið eins slæmt og
nú. Ég er búin að marg-
biðja hann að fara til lækn-
is og biðja um einhverja
hjálp til þess að geta hætt
að drekka. Ég er sannfærð
um, að hann getur það.
Hann þarfnast bara aðstoð-
ar, og því miður get ég
ekki veitt honum hana. Ég
er búin að reyna að gera
allt sem ég get, en það
hefur enn ekki gagnað.
Hann VILL hætta að
drekka, en getur það ekki
einn. En hann vill heldur
ekki fara til læknis. Hvað
ráðleggur þú mér að gera?
Fyrirfram ástarþakkir
fyrir hjálpina.
H.R.
Haltu áfram að reyna að
fá hann sjálfan til að fara
til læknis. Ef það dugar
hins vegar alls ekki, skaltu
sjálf leita læknishjálpar
hans vegna. En hefurðu
reynt að grafast fyrir um
orsakir þess, að hann
drekkur. Getur ekki verið,
að þú eigir sjálf einhverja
sök á því? Allavega erum
við sannfærðir um að ykk-
ur takist sameiginlega að
sigrazt á drykkjuhneigð
hans.
(tÆRUFOÐRADLH
KULDASKÖR!
Islenzkt hráefnij’slenzk vinna fyrir
islenzka veöráttn
4A*Sl/
47. tbi. VIICAN 5