Vikan


Vikan - 28.11.1968, Síða 18

Vikan - 28.11.1968, Síða 18
Forróðamenn plötufyrirtækisins „Apple“ hiii'ðu sannarlega ástæðu til að vera kát- ir, þegar lagið „Those were the days“ komst í efsta sæti brezka vinsældalist- ans, J>ví að á sama tíma var Bítlalagið „Hey Jude“ í öðru sæti. Það er hin 17 ára Mary Hopkins, sem syngur „Those were the days“, en þetta er jafnframt fyrsta platan hennar. Paul McCartney sá um plötuupptökuna og útsetninguna á laginu, en það var Paul, sem hafði samband við Mary og bað hana að syngja á plötu fyrir „Apple“, er Twiggy liafði sagt honum frá henni. Mary þykir minna nokkuð á Marianne Faithfidl í söng sínum. Það væri synd að segja, að söngur hennar væri tilþrifamikill og frá- leitt er hún á sömu línu og Cilla Black eða Dusty Springfield og slíkar konur, sem hafa bæði fögur og mikil hljóð. Hvað sem því líður á Mary litla Iíop- kins án efa eftir að láta að sér kveða sem söngkona — og það verður gaman að heyra næstu tveggja laga plötu henn- ar. MRS BROWN YOII'VE GOT A LOIIELY BAOGITER v. ins °2 áður heíur komið fram, t*s»aa j-jcrman Hermits undan- farna mánuði unnið að kvikmyndinni ,,Mrs. Brown you‘ve got a lovely daughter“. Nú er myndin tilbúin, og byrjað er að sýna hana vestan hafs. Myndarinnar hefur lítillega verið get- ið í brezkum blöðum, og hefur hún fengið þar fremur slæma dóma. f Bandaríkjunum hefur myndin samt notið mikilla vinsælda og verið mjög vel sótt, en þar er líka vegur þessar- ar hljómsveitar með mestum blóma. Þráður myndarinnar er í stuttu máli sem hér segir: Hermann erfir veð- hlaupahund eftir afa sinn, en hundur- inn vinnur síðan í hundaveðhlaupi í Manchester. Á veðreiðunum kynnist Hermann hr. og frú Brown og dóttur þeirra Judy. Þau mæla sér síðan mót í London. Þeir félagar í hljómsveitinni halda síðan til London ásamt seppa til að freista gæfunnar. Þar verða þeir fyrir miklum vonbx-igðum: Seppi týn- ist og I-Iermann verður að sjá á bak kærustunni, sem fer til Parísar til að gerast þar tízkusýningardama. Þeir halda síðan aftur heim til Manchester, en auðvitað fellur allt í ljúfa löð að lokum. Sem sagt: Fremur lítilfjörlegur efn- isþráður og til þess að kóróna þessi ósköp er sagt um Hermann og hans menn, að þeir séu eins og upptrekktar dúkkur í myndinni en góðir leikarar, eins og Stanley Holloway, sem leikur Mr. Brown, eru sagðir áhugaleysið uppmálað. Hljómsveitin leikur í myndinni mörg þeirra laga, sem vinsæl hafa orðið, þar á meðal „Mrs. Brown. . , sem er titillagið, „There is a kind of hush“ o.fl. Einlægustu aðdáendum Hermanns er ráðlagt að sjá þessa mynd, en öðr- um er bent á, að sleppa því alveg! 18 VIKAN 47- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.