Vikan


Vikan - 28.11.1968, Qupperneq 19

Vikan - 28.11.1968, Qupperneq 19
Cilla Blaclc þótti standa sig vel í kvikmyndinni „Work is a four letter word“, sem frumsýnd var í London í sumair. Gagnrýnendur hrósuðu henni á hvert reipi, og hafa kvikmyndatilboðin streymt til hennar síðan. Hér sjáum við Cillu koma til frumsýningarinnar, ásamt heitsveíni sínum, Bobby Willis, en hann er jafnframt umboðsmaður hennar. Þúsundir aðdáenda biðu fyrir framan kvikmyndahúsið til þess að fá að sjá hana og fleira stórmenni, sem frumsýninguna sótti. TINY TIM MINNIR A SNODDAS Það eru þrjár ástæður fyrir því að ég syng: Hin fyrsta er sú, að ég vil með því þakka skapara vorum fyrir að hafa gefið mér þá náðargjöf að geta sungið. í öðru lagi syng ég til þess að koma fólki í gott skap, bæði ungu fólki og gömlu. Og í þriðja lagi syng ég vegna allra þeirra indælu kvenna, sem með fegurð sinni koma hjarta mínu til að hoppa af gleði. Þannig mælir TINY TIM, nýjasta fyrirbrigðið í skemmtanabransanum í Ameríku. Það er víst ekki til sá sjónvarpsþáttur vestra, sem hann hefur ekki komið fram í. Hann hefur komið fram í hljómleikasölum og dregið til sín þúsundir manna eins og segull stál, og fyrsta tveggja laga platan hans, „Tiptoe Through The Tulips With Me“ komst ofarlega á blað á vinsældalistanum vestan hafs. Bandaríkjamenn dá þennan furðufugl, en samt er það svo, að menn vita næsta lítil deili á honum utan það, að hann hlýtur að vera um fertugt og af arabískum stofni. Hann syngur með hárri og hvellri páfagauksröddu, og er sagt, að sjálf Mrs. Miller sé hreinasta hátíð, þegar söngur hennar er borinn saman við söng Tiny Tim ,eða litla Timma, eins og við getum kallað hann. Hann leikur sjálfur undir, þegar hann syngur, og hljóðfærið er pínulítið og forkostulegt ukulele, sem hann hefur alltaf með sér í pappírspoka. Tiny Tim minnir okkur ósjálfrátt á Snoddas hinn sænska, sem allir dáðu í eina tíð, en veslingurinn sá hvarf í gleymsk- unnar djúp næstum jafn snögglega og hann hafði birzt á stjörnuhimninum. ______________________________________________________________________________y Stúlkan í kápunni er Lulu, söngkon- an vinsæla, og hin daman er líka .... nei, hún er raunar ekki Lulu, ekki einu sinni systir hennar, lieldur Lorna nokkur Brown. Lorna er tvítug að aldri og hvert sem hún fer, er hún ætíð umkringd aðdáendum Lulu og eiginhandarundirritunarsmölum. Hún hefur ekkert á móti því að skrifa nafnið sitt — en aðdáendur Lulu trúa því tæplega, að þeim hafi orðið á mistök, og halda, að hér sé Lulu að gera að gamni sínu! IflNSÆLL SÖNGLEIKDR V________________________) Hljómplatan með lögunum úr kvik- myndinni „Sound of Music“ hefur selzt í stærra upplagi en nokkur önn- ur hæggeng plata, sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Þar í landi hafa nú selzt tvær milljónir eintaka af henni. Það er plötuútgáfufyrirtæk- ið RCA, sem gefur hana út, og hefur fyrirtækið nú fengið 3.225.000 pund fyrir sölu á henni. Auk þessa liafa einstök lög af plötunni verið gefin út á tveggja laga plötum, t.d. lagið Edelweiss, sem fjölmargir söngv- arar hafa sungið. Það má því með sanni segja, að „Sound of Music“ sé einhver vinsælasti söngleikur, sem fram hefur komið. Ef allar þær plöt- ur, sem selzt liafa í Bretlandi, væru settar í einn stafla, yrði sá stafli fimmtán sinnum hærri en Empire State byggingin í New York, hæsta bygging í heimi! 47. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.