Vikan


Vikan - 28.11.1968, Page 28

Vikan - 28.11.1968, Page 28
skinns og hörunds, þegar hann man, hversu mikið gólf- teppið á þessa stofu kostaði. Hann vill ekki gefa upp verðið, en segir, að það hafi kostað helmingi meira en almenningur gefur fyrir heilt hús. Teppið var svona dýrt, af því að Ringó vildi hafa það horn í horn og það máttu hvergi vera samskeyti á því. Ringó er sá eini af Bítlunum sem notar öll herbergin í lúxusvillu sinni. I einu leikur hann billjard, í öðru sýnir hann kvikmyndir, í hinu þriðja er bar og svo inætti lengi telja. Einnig er leikherbergi fyrir börn þeirra hjóna: Zak, sem fæddist 19(i5, og Jason, sem fæddist l!)(i7. Ringó segist ekki ætla að eiga fleiri börn i bráð. Maureen, konan hans, á að hvíla sig á barn- eignum í nokkur ár, segir hann. Hann er ekki í nokkrum vafa um, hvert álit aðdá- enda hans á honum sé. „Eg höfða til móðurtilfinninga þeirra,“ segir hann. „Iíg veit vel, að ég er viðkvæmur, væminn og róman- tískur. Og hvers vegna skyldi ég breyta sjálfum mér, þegar ég er svona í raun og veru? Æðsti draumur minn er að komast í mannkynssög- una á einhvern hátt, helzt ])annig, að allir skólakrakk- ar verði látnir lesa um mig í skólabókunum sínum. I>að væri gaman. Og ég, sem sjálfur hef aldrei lært að stafa.“ ★ Fjórmenningarnir frá Liverpool hafa náð eins langt á sínu sviði og hægt er að hugsa sér. Allir vissu, að í heimi dægurlaganna gátu þeir sem áttu velgengni að fagna orðið milljónamæringar á örskömmum tíma. En Bítlarnir hafa slegið öll met í þessum efnmn. Plötur þeirra hafa selzt meira en nokkurn tíma hefur þekkzt áður. Þegar bítlaæðið svonefnda var í algleymingi, spáðu allir því, að blaðran mundi springa í einu vetfangi með háum hvell og um leið yrðu Bítlarnir fjórir úr sögunni fvrir fullt og allt. En þessi spádómur rættist ekki. Bítla- æðið stóð yfir í nálega þrjú ár og breiddist út um iillan heim. Og Bítlarnir hafa hahlið vinsaddmn sínmn samfleytt í rúrn fimm ár. Þess er skemmst að minnast, að nýjasta tveggjalaga plata þeirra, „Hey, Jude“, seld- ist í jafnstóru upplagi og fyrri plötur þeirra og komst í efsta sæti á vinsældalistanum. Mörgum leikur forvitni á að vita, hversu mikill auður Bítlanna sé. Þessu er erfitt að svara. Raunverulegt gildi fyrirtækja kemur ekki í ljós, fyrr en þau eru seld. Og Bítlarnir hafa engan áhuga á að selja fyrirtæki sín. Eftir dauða Brians Epsteins var fyrirtækið NEMS í London endurskipulagt. Fram að þeim t.íma hafði fyrirtækið verið vaxandi og starfsemi þcss aðallega ver- ið fólgin í ])ví að koma listamönnum á framfæri og liafa nmboð fyrir þá. Nú þurfti að taka ákvörðun um, hvort fyrirtækið skyldi halda áfram að færa út kvíarnar eða leggja áherzlu á að halda því sem það hafði. Enda þótt Brian Epstein hefði haft Iílil afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins síðasta árið, var hann þó stofnandi þess og sá maður, sem allt byggðist á. Allar eigur Brians runnu til móður lrans og bróður Clive, sem nú tók við stöðu Brians sem aðalframkvæmdastjóri NEMS. Hann hafði alltaf átt hlut í því, þótt hann vildi ekki starfa við það, þrátt fyrir þrábeiðni Brians. Af 10.000 hluta- bréfum átti Brian 7000, Clive 2000 og Bítlarnir 250 hver. Sú stefna var tekin að reyna fremur að styrkja stoðir fyrirtækisins heldur en að færa út kvíarnar. Starfsemi NEMS byggist nú að mestu á rekstri þriggja aðila: Bítl- anna, Cillu Black og hljómsveitarinnar Gerry and the Pacemakers. Til ]iess að fá ofurlitla hugmynd um árlegar tekjur Bítlanna væri ekki úr vegi að athuga, hvað sala á einni LP-plötu þeirra gefur í aðra hönd. Hver plata kostar 30 shillinga, og ef milljón eintök seljast koma því inn 1.500.000 pund. Útgefandinn, EMI, fær mest af þessari upphæð, 605.000 pund, fyrir að gefa plötuna út. Hljómplötusalarnir fá 400.000 pund í sölulaun. Ríkið fær 300.000 pund í skatta. Bítlarnir sjálfir fá 120.000 pund fyrir að syngja og leika inn á plötuna, og höfundar laga og texta, sem í flestum tilfelhun eru John og Paul, fá 75.000 pund. LP-plötur Bítlanna seljast venjulega í 5 milljónum eintaka mn allan heim, og þar sem þeir framleiða að auki tvær tveggjalaga plötur á ári, má gera ráð fyrir, að þeir þéni um 500.000 pund hver á ári fyrir plötur sínar. Saga Bítlanna er svo sannarlega ævintýri líkust, eins og móðir Ringós komst að orði. Flestum leikur forvitni á að vita, hvað verði um ]>á í framtíðinni. Þeir eru nú mn 25 ára gamlir og orðnir margfaldir milljónamæring- ar. Oll velgengni þeirra byggist á samstöðu þeirra. Ef Jieir skilja og fara hver sína leið, er ævintýrið úti. Um þessar mundir reyna þeir að gera hvort tveggja í senn: vera saman og reyna þó að finna sjálfa sig hver á sínu sviði. Tveir Bítlanna, John og Paul, hafa mest verið í frétt- unum að undanförnu. John er öfgafyllstur þeirra félaga og virðist eiga við mest sálræn vandamál að stríða. ITann er nú skilinn við konu sína og tekinn saman við japanska listakonu. Hann var nýlega tekinn fastur og ákærður fyrir eiturlyfjaneyzlu. Margir eru þeirrar skoð- unar, að John sé mest. hætta búin af Bítlunum. Paul hefur komið við sögu vegna uppgangs hins nýja fyrirtækis Bítlanna, Apple. Þetta fyrirtæki eiga þeir félagar einir. Það á að starfa á víðum grundvelli: gefa út plötur, annast umboð fyrir listamenn og fleira og fleira. Það er draumur Pauls, sem annast rekstur fyrir- tækisins og á allan heiður að stofnun þess, að Ajiple verði innan fárra ára alþjóðlegt fyrirtæki og öflugasti aðilinn í heimi dægurlaganna. Hvað sem öllum vangaveltum um framtíð Bítlanna líður, er eitt víst: Þeir gætu sem liægast setzt í helgan stein strax í dag og lifað góðu lífi af eignum sínum. Þeir hafa leikið inn á 10 LP-plötur og 17 tveggjalaga plötur. John og Paul hafa samið yfir 120 lög og texta. Starf Bítlanna undanfarin fimm ár hefur veitt almenn- ingi um allan heim marga ánægjustund. Og sjálfir hafa þeir hlotið orðu frá Englandsdrottningu að launum. Geri aðrir betur! Endir. 28 VIKAN 47-tbI-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.