Vikan - 28.11.1968, Side 33
Klukkan sló tíu, og tíu mín-
útum síðar kom Val þjótandi inn
í stofuna.
— Þú kemur seint, sagði fað-
ir hennar.
— Nei, alls ekki pabbi. Þú
veizt að klukkan hans afa er
alltaf of fljót. Mamma var vön
að stilla hana á hverjum degi.
— Móðir þín notaði alltaf ein-
hverjar furðulegar reglur, þegar
þessi luka átti í hlut, sagði hann
glettnislega við Val.
Hún rétti úrið sitt upp að nef-
inu á honum og hann hló.
— Allt í lagi, sagði hann. •—
Hefirðu enga heimavinnu núna?
— Það er föstudagur, manstu
það ekki? Hún stóð hálf hikandi
og horfði á þau til skiptis. —
Mamma Suzönnu sagðist hafa séð
Ruth frænku í bænum I dag, og
að hún hefði sagt að hana lang-
aði til að koma einhvern daginn.
— Það væri gaman, sagði Ali-
son. — Hún hefir ekki komið
hingað síðan daginn sem við
giftum okkur, Luke. Ég ætla að
hringja til hennar og bjóða henni
að borða með okkur eitthvert
kvöldið.
— Já, viltu gera það, sagði
hann glaðlegur á svipinn. — Hún
hefði gott af því, hún hefir svo
mikið að gera. Hún var nokkr-
um árum eldri en Barbara.
Morguninn eftir hringdi Ali-
son til Ruthar. — Viltu ekki
koma og borða hjá okkur annað
kvöld? sagði hún.
Það var andartaks þögn. —
Þakka þér fyrir, sagði Ruth, —
það vil ég mjög gjarnan.
Það var mjög heitt í veðri á
sunnudeginum. Luke lá í garð-
stól, og blundaði. Móðir Suzönnu
kom og bauð Val með þeim nið-
ur að ströndinni. Alison færði
Luke matinn út i garð, og fór
svo að undirbúa kvöldverðinn.
Hún hugsaði með sér að ekkert
væri fallegra en gular rósir til
að skreyta með gamla valhnotu-
borðið, svo hún fór út í garðinn
og tíndi nokkrar. Hún hafði al-
drei snert á þessum gulu rósum,
en henni fannst það sjálfri kjána-
legt, það var eins og hún væri
að koma sér upp einhverri vofu.
Hana hafði oft langað til að tína
þessar gulu rósir, en einhvern-
veginn hafði henni fundist að
hún hefði ekki leyfi til þess.
Val kom heim um sjöleytið,
það klingdi í bjöllunum, þegar
hún þaut gegnum anddyrið. Hún
hafði slengt sundfötunum á öxl-
ina og hárið hékk rakt fram á
ennið. — Þetta eru rósir frá runn-
anum hennar mömmu! sagði hún.
— Hún skar aldrei rós, nema til
að setja í kúluna undir lampan-
um.
Alison andvarpaði. — Ég veit
það, en það eru margar rósir
eftir á runnanum.
— Það er fullt af öðrum blóm-
um í garðinu, sagði Val reiðilega.
— Þessar rósir eiga bezt við
valhnotuborðið. Alison var á-
Á tímabilinu frá 1. desember til 1. janúar
eru sérstök jólafargjöld
í boði frá Evrópu til íslands.
Jólafargjöld
Loftleiða
Jólin eiga að vera hátíð allrar fjölskyldunnar.
Jólafargjöldin auðvelda það,
S’krifstofur Loftleiða, ferðaskrifstofurnar
og umboðsmenn Loftleiða úti á landi
gefa allar nánari upplýsingar.
ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM
FLUGFAR STRAX — FAR GREITT SÍÐAR
MOFTIEIDIR
tbi. VIKAN 33