Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 5

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 5
þykir þetta svo leiðinlegt, elsku Póstur minn. Ég er þara með honum barnsins vegna, en hinn strákurinn, sem ég var með, er alveg vitlaus í að ég hætti að vera með barnsföður mín- um, og byrji að vera með sér. Hann segist vera fús til að feðra barnið. Ég þori ekki að tala um þetta við kærastann minn. Elsku Póstur minn! Nú bið ég þig að gefa mér einhver góð ráð. Ég þakka þér svo fyrir allt skemmti- legt, sem þú hefur birt. Ein ófrísk í vandræðum. Okkur þykir þú vera lítil- lát, þegar þú segir í upp- hafi bréfsins vera í „svo- litlum vandræffum". Vand- ræffi þín eru vissulega meira en lítil. — Viff lít- um þannig á mál þitt, aff 1‘yrst þú ert búin aff vera meff kærastanum þínum í tvö ár og þiff eigiff von á barni, þá hljótir þú aff hafa elskaff hann. Og ástin hverfur ekki eins og dögg fyrir sólu! Þegar þú hef- ur aliff barn þitt, muntu komast að raun um, aff til- finningar þínar í garff þess og barnsföffur þíns eru ná- tengdar. Og ef til vill verð- ur barniff nauffalíkt föður sínum? Nei, þú skalt láta þennan nýja stkák sigla lönd og leiff og halla þér fast upp að barnsföffur þínum, enda þ«ótt hann sé latur aff „labbm meff þér og fara á böll“. Þú munt ekki sjá eftir |jví. BUUWORKER, BÍTLAR OG FORSYTE . . . Ég sendi hér fáeinar lín- ur, sem ég vil biðja ykkur að svara í „Póstinum": Ég sá nýBega auglýsingu í Vikunni frá Bullworker- umboðinu, box 69, Kópa- vogi. Ég skrifaði þeim síðan og bað um myndabækling og fékk: hann, en þessi bæklingur er með mynd- um af Bullworker 2 æf- ingatæki og á að sýna hver árangur af notkun þess er. Nú langar mig að biðja ykkur um upplýsingar um þetta, hvort þetta sé bara auglýsángabreJla og hvers vegna þurfi endilega að borga minnst 800 kr., ef maður ætlar að kaupa þetta tæki, sem ekki kost- ar nema 2.490 kr. alls. Þeir lofa skilatryggingu ef manni líkar ekki við tæk- ið, en ég trúi því mátu- lega. Jæja, Póstur góður! Viltu ekki reyna að birta svar við þessu fljótlega og þá hvort þú heldur, að þetta sé þess virði að það sé keypt. Ég les Vikuna upp til agna og finnst hún ágæt, sérstaklega Saga Forsyte- ættarinnar, Saga Bítlanna og framhaldssagan Alísa. Með fyrirfram þökk, Hafsteinn. Viff sjáum enga ástæffu til aff ætla, aff hér sé um aug- lýsingabrellu aff ræffa. Þaff er beinlínis ranglátt aff tor- tryggja loforð umboðsins um endurgreiðslu, ef tækiff líkar ekki. Viff ráffleggj- um þér aff kaupa eitt tæki og reyna þaff. Þú getur þá alltaf skilaff því aftur, ef þér geðjast ekki aff því. HVAÐ VERÐUR GERT VIÐ KEXIÐ? Kæri Póstur! Ég sá í Vikunni fyrir nokkru bréf frá manni, sem sagði ágæta sögu af örlögum hinna frægu tertubotna. Hann fullyrti, að ^agan væri sönn, og ég efast ekkert um það. Ég skellihló, þegar ég las þetta bréf. Sagan var á þá leið, eins og þú manst, að tertubotnarnir voru seldir svínahirði og þóttu aldeil- is fyrirtaks svínafóður! í sambandi við þessa sögu langar mig til að spyrja: Hvað verður gert við allt erlenda kexið, sem búðirnar eru fullar af? Er ekki hægt að selja svína hirðunum það líka? Áreiðanlega er hvergi betra að vera svín en á íslandi! Með beztu kveðjum. H.P. Jú, ætli kexið fari ekki sömu leiff og blessaðir botnarnir. Aff minnsta kosti er öruggt, að verffiff verffur ekki lækkað, fyrr en kexiff er orffiff myglaff og óætt. Sjalfvirkar þvottavelar 5 kg Frá kr. 23.450.00 KÆLISKÁPAR FIMM STÆRÐIR ---1 AFBORGUNARSKILMÁLAR ILyi^irll M? Snorrabraut 44 - Reykjavik Pósthólf 119 — Símar 16242 — 15470

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.