Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 28

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 28
IAUIANS « ......FILIPPSEVJUm læddust niður í gljúfrið og að afrennslisdýki, sem lá frá búð- unum; það var um meter á dýpt. Þeir skriðu niður í skurðinn og mjökuðu sér síðan á maganum upeftir því, í áttina að búðunum. Þeir voru komnir næstum alla leið þegar einum þeirra varð á að reka fótinn í stein, sem losn- aði úr jarðveginum og losaði um leið heila skriðu af steinum, sem rann niðureftir skurðinum. Varð af þessu talsvert hark, sem í eyr- um mannanna lét sem jarð- skjálfti. í fullan hálftíma lágu þeir hreyfingarlausir og þrýstu andlitunum niður í jörðina. En enginn varðmannana virt- ist hafa heyrt til þeirra, svo að um síðir fóru þeir á kreik aftur. Þegar þeir komu að útjaðri búð- anna námu þeir staðar. Tveir þeirra mjökuðu sér til vinstri, fjórir voru kyrrir, en Cushing einn fór til hægri. Himinninn var nú alþakinn þykkum, svörtum skýjum. Ó- veðrið gat skollið á hvenær sem var. Cushing vildi lofa því að ganga í garð áður en hann hæf- ist handa. Varðmaðurinn, sem hann hafði valið sér að bráð, var aðeins tíu skref frá honum; það sást móta fyrir honum í myrkr- inu eins og enn dekkri skugga. Varðmaðurinn hafði setið um hríð og reykt sígarettu. Nú stóð ahnn upp, henti frá sér stubbn- um og studdist við byssuna. Þá heyrðist hálfkæft óp frá vinstri og varðmaðurinn tók viðbragð. Cushing vissi að ef eitthvað átti að gerast, þá varð það að gerast nú tafarlaust. Hann tók skrefin tíu í tveimur stökkum. Japaninn var lengri en hann hafði búizt við en ekki snarari í snúningum. Cushing læsti handleggnum um höfuð hans. Varðmaðurinn keyrði olnbogann í maga árásar- mannsins. Cushing 'urraði og brá á hann hnífnum. Heitt blóð sprautaðist á hönd hans, og varð- maðurinn varð að máttlausu slytti 1 fangi hans. Cushing lagði hinn vegna var- lega niður og settist á hækjur sínar hjá honum til að jafna sig. Mennirnir báðir, annar dauður en hinn lifandi, störðu upp í stormbólginn næturhimininn. Langt í burtu skrækti spæta angistarlega. Cushing þurrkaði af sér blóðið á ermi varðmannsins og stóð upp. Innan skamms voru þeir allir komnir að enda skurðarins. Það var lítið skrafað í skyndi- árásum Cushings. Hver maður vissi nákvæmlega hvað hann átti að gera. Þrír mannanna, þar á meðal Cushing sjálfur, tóku sitt dýnamithylkið hver upp úr bak- poka. Maður með vélriffil varð kyrr til að verja undanhald þeirra, þegar að því kæmi. Cus- hing leit sjálfur eftir vélrifflun- um þremur af gerðinni Brown- ing, sem hann og félagar hans tveir tóku með sér. Þetta voru einu vopnin af þeirri tegund, sem til voru á Luzon norðan- verðri. Hann hafði harðbannað mönnum sínum að skjóta nema einu skoti í einu. Enginn skæru- liði skýtur mörgum skotum í runu nema hann sé sérlega illa staddur. Skotfæri eru honum dýrmætari en matur, meira að segja stundum verðmætari en gull. Á eftir mönnunum þremur með dýnamitið læddust þrír aðr- ir, einnig vopnaðir vélrifflum, er áttu að vera sprengingamönnun- um til hlífðar. Cushing skreið fyrstur upp úr skurðinum við annan mann. Þeirra undanhalds- leið yrði sú lengsta. Enginn mátti hefjast handa á undan for- ingjanum. Heldur ómerkileg gaddavírs- flækja lokaði leið þeirra. Cus- hing lyfti vírnum svo að félagi hans, sem var Filippseyingur, gat skriðið undir. Filippseying- urinn gerði síðan slíkt hið sama fyrir Cushing. Þeir læddust svo fram á milli tveggja raða af her- skálum. Filippínski herinn hafði byggt þá til sinna nota, en nú höfðu Japanir tekið þá til íbúð- ar fyrir sína menn. Árásarmenn- irnir fóru með veggjum. Öðru hvoru nam Cushing staðar fyrir neðan einhvern gluggann til að hlusta á hrotur sofandi hermann- anna fyrir innan. Hann virtist hrífast mest af einum glugganna. Hann dokaði þar lengi við og var á báðum áttum. Síðan litu þeir félagi hans til himins. Og allt í einu — án minnsta fyrirvara — dundi regn- ið á. Þetta var helliskúr, eins og þeir gerast beztir í hitabeltinu. Cushing hafði tekið upp dýna- mithylkið og skýldi því með lík- ama sínum. Kveikiþráðurinn var mjög stuttur — tólf sentimetr- ar! Cushing tók upp sígarettu- kveikjarann sinn og reyndi að kveikja á honum, en tókst það ekki fyrr en í annarri tilraun. Hann bar logann að þráðarend- anum. Það sauð og hvæsti í þræðinum er kviknaði í honum. Cushing hélt hylkinu í hendi sér í nokkrar sekúndur. Svo henti hann því næstum kæruleysislega inn um gluggann. Hann heyrði hylkið detta á gólfið inni í skálanum, og hann og félagi hans hlupu eins hratt og þeir máttu að næsta skála. Þeir köstuðu sér flötum á jörð- ina. Úrhellið var slíkt að búða- gatan var orðin að grunnu stöðu- vatni, og leðjan gusaðist framan í mennina. Að baki þeim reis til himins appelsínulituð eldsúla og fylgdi henni ógurlegur dynkur. Skálinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Trjábútum rigndi yfir þá Cus- hing. Þakbitar hrundu með braki og brestum. — Drepizt þið, lúsugu rotturn- ar ykkar! beljaði Cushing hat- ursfullri röddu. Hálfri mínútu síðar flugu tveir skálar skammt frá til himins. Hinir sprengingamennirnir tveir höfðu fylgt dæmi foringja síns. Þótt undarlegt kunni að virð- ast, hjarði eitt Japanatetur af sprenginguna sem Cushing olli. Nú kom hann stjáklandi fram úr rústunum. Filippseyingurinn, sem með Cushing var, miðaði og skaut einu skoti. Það dugði. Frá hinum skálunum heyrðust nú skothvellir og æðisleg óp. Þá tóku hermenn að streyma á harðahlaupum út úr skálun- um rétt hjá Cushing. Hann skaut þrjá þá fyrstu um koll. — Nú verðum við að þjóta, sagði hann við félaga sinn. Þeir geystust áfram í drull- unni og voru fegnir rigningunni, sem skýldi þeim. Þegar þeir komu að gaddavírnum heyrðu þeir í vélbyssu að baki sér. Þeir skriðu undir vírinn. Vélbyssan þagnaði. — Banasí! Banasí! heyrðist nú æpt til vinstri. Þetta var hið sér- lega heróp Japana. Cushing og félagi hans hlupu áfram hálf- bognir. Skoti var hleypt af, og við glampann frá því sáu þem eitthvað tólf japönskum her- mönnum bregða fyrir rétt hjá gaddavírnum. En hrina úr Browing-riffli felldi þá alla eins og geysistór ljár. Cushing hljóp til þess sem skotið hafði. - Við verðum að koma okk- ur héðan! æpti hann, og árásar- mennirnir, allir með tölu, hröð- uðu sér niður eftir gljúfrinu. Maðurinn, sem sallað hafði niður Japönunum tólf, hnippti í Cushing. Mér þykir leitt að ég varð að eyða svo mörgum skotum, sagði hann. Aldrei skuluð þið geta lært neitt, fnæsti Cushing. En þeir lærðu. Cushing og menn hans réðust á fleiri her- búðir, og þar kom að foringinn fór að senda menn sína í slíka leiðangra eina saman. Filippseyingarnir lærðu að fara sparlega með skotfærin. ^------------------------------------------------------>. Hann heyrði hylkiS detta á gólfið inni í skál- anum, og hann og félagi hans hlupu eins hratt og þeir máttu aS næsta skála. Þeir köstuðu sér flötum á jörðina. Úrhellið var slíkt að búðagatan var orðin að grunnu stöðuvatni, og leðjan gusaðist framan í mennina. Að baki þeim reis til himins app- elsmulituð eldsúla og fylgdi henni ógurleg- ur dynkur. Skálinn hyarf eins og dögg fyrir só!u. v______________________________________________________) 28 VIKAN 3- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.