Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 13

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 13
Þetta var undarlegt — ung kona kom eftir stígnum, hann lá aðeins að litla steinkofanum mínum — og svolítið lengra, til Ave, en þar bjó enginn lengur, og að bænum hans Sipos gamla. Meðan ég hagræddi netunum hafði ég auga með henni og hugsaði með mér að hún hlyti að vera frá einu þorpanna uppi í fjöllunum, frá Daves eða Anem eða Bila, eða kannski frá Sikjem. Þegar hún kom nær, hélt ég að hún væri frá Radne, sem liggur í mikilli hæð, hinum megin við skarðið. Hún var hnarreist og bar lítinn, rauðan tauböggul. Höfuðklúturinn var blár og skær á litinn í sólskininu, bund- inn fast um höfuðið. Rauðir sokkarnir voru festir upp með gulum snúrum, rétt undir hnján- um, og svarti kjóllinn lagðist mjúklega að grannvöxnum líkamanum. Þannig klædda hafði ég aldrei séð nokkra konu hérna megin við fjöllin. Ég hugsaði: — Ef hún er bláeygð, þá er hún frá Lakem ....... Hún nam staðar og stóð þráð- bein skammt frá mér, ég sá ryk- ið á geitarullarkjólnum. Augun voru dökkblá og hún hafði það fegursta andlit sem ég hafði nokkurn tíma augum litið. — Drottinn minn, þetta hlýtur að vera valva, sem hefur villzt hingað frá skógunum við Lakem? hugsaði ég. — Eða þá huldur frá jöklunum? Nei, þetta hlaut að vera valva, hárið var rauðbrúnt. Amma mín sagði mér einu sinni að huldurinn væri sterklega vax- in og ljóshærð, og Sipo gamli heldur því fram að þær láti ekki sjá sig á sléttlendinu við vatn- ið, en að valvan komi oft í heim- sókn til manna í byggðinni, þegar hún veit að þeir búa einir. — Komuð þér þessa leið? spurði ég vandræðalega, og leit niður á brúna, slitna ilskóna mína. — Ég kom gangandi, svaraði hún þreytulega. Röddin var dimm og mjúk, það heyrðust engin „r“ þegar hún talaði. Hún kom frá nágrenni Lakem. Ég leit til sólar og sá að hún hafði ver- ið á göngu frá því fyrir sólar- upprás. — Ég er á leið til Bralavan, sagði hún lágt. En björtu, bláu augun hvíldu rannsakandi á mér, meðan hún talaði. — Ó, til Bralavan. Þá hafið þér komið hingað niður að vatn- inu til að hvíla yður? — Er þetta ekki leiðin til Bralavan? spurði hún, og það kenndi hræðslu í röddinni. — Nei, þér hefðuð átt að fara til vinstri, uppi við eikarskóg- inn. En þér getið ekki haldið áfram í myrkrinu. Það er langt héðan til Bralavan, þar er sól- arhrings ferð. — Ó, ég vissi það ekki. Hún V_________________________________ var ósköp umkomuiaus og starði niður á geitaskinnskóna sína. Svo lagði hún pinkilinn frá sér í grasið. Hún er svona fimmtán til sextán ára, hugsaði ég með mér, þegar ég virti hana fyrir mér í laumi, glaður í hjarta. Ég sagði: — Má ég ekki bjóða yður að hvílast hérna hjá mér? Ég ætla að fara að borða. Ég get boðið yður bygggraut, fisk og mjólk. Hún roðnaði og spurði lág- róma: — Eru konur hér, — kona? — Ég er einbúi, svaraði ég. — En þér eruð þreytt. Hún starði á mig, alvarleg í bragði, og tautaði: — Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er þreytt, en ég verð að halda áfram. Ég sagði ákveðinn: — Ég er aðeins veiðimaður, en ég er þó maður. Þér getið ekki haldið áfram í myrkrinu, sígaunarnir eru hér rétt fyrir neðan, og þér getið ekki farið fram hjá þeim, jafnvel ekki að degi til. Ég get flutt yður til Bralavan strax, þegar sólin kemur upp á morg- un. Þér verðið að bíða hér. Hún svaraði ekki, og ég gekk inn í húsið, jós upp vatni í tré- skál, tók glóandi stein úr eld- inum og setti hann í fatið. Hún stóð í dyragættinni og horfði á mig, meðan ég vafði fisk innan í trjáblöð og setti á glóðina. — Þér getið þvegið yður upp úr fatinu og hvílt yður, meðan ég mjólka geiturnar, sagði ég. — Þér skuluð berja á dyrnar, þegar þér hafið lokið við að þvo yður, ég kem ekki inn á meðan. Þér ættuð að þvo fæturna vel og strjúka þá með smjöri á eftir. Það er smjör í steinbollanum, og þessi er mjúk og góð, ég keypti hana í Baralavan fyrir önd. — Hvað er þetta? spurði hún. — Þetta kalla þeir sápu í Bralavan. Ég bleytti hendurnar og nuddaði sápunni á þær, svo sápan freyddi. Hún gerði það sama. — Ó, ég verð hrein, kallaði hún upp yfir sig. — Við notum geitafeiti, svaraði hún. Ég kann- aðist við það. — Geitafeiti lyktar ekki vel, en þetta ilmar eins og blóm. Nú brosti hún í fyrsta sinn, og það skein í perluhvítar tennurn- ar í gullinbrúnu andlitinu, augn- hárin skyggðu yfir dökkblá aug- un. Geiturnar mjólkuðu hálfpott af mjólk. Ég færði þeim hey og blandaði byggi í hreint vatn; þær kumruðu og hoppuðu af gleði. Hún settist á bekkiun undir glugganum og horfði alvarlegum augum út á vatnið, meðan ég lagði á borðið þann mat, sem ég hafði upp á að bjóða, fiskinn, bygggraut, dökkt brauð og mjólk. — Nú skuluð þér reyna að borða vel, sagði ég ákveðinn. — Þér skuluð drekka mjólkina, ég á meiri mjólk en ég get torgað. Það gleður mig að þér sýnið mér þann heiður að borða þennan fá- tæklega mat með mér En ef þér viljið heldur borða ein, þá skal ég sinna netunum mínum á með- an. Mér liggur ekkert á, en þér hafið gengið svo langan veg. Hún sagði lágt: — Ætti ég að hrekja yður frá yðar eigin mat- borði? Hún settist að borðinu og teigaði mjólldna, —• hún var þyrst. Ég tæmdi minn bolla og fyllti hennar aftur. Við borðuðum bæði vel. Hún sagðist aldrei hafa bragðað svona góðan fisk, og að mjólkin væri líka mjög góð á bragðið. Uppi í fjöllunum var mjólkin svo röm. Ég sagði henni að geiturnar mín- ar fengju hey og bygg, þessvegna varð mjólkin einna líkust kúa- mjólk. Hún hafði aldrei smakk- að kúamjólk, það vissi ég. Það er enginn sem hefir kýr í fjalllend- inu. Þegar ég lyfti upp geitaskinn- unum og sýndi henni breitt rúm- ið, spurði hún: — Hvar ætlið þér að sofa? og ég svaraði: — Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af því, ég á mörg skinn. En þér skuluð ganga strax til hvílu, þér eruð þrytt. Hún leit snöggt á mig, og kinkaði svo kolli. Ég sagði að hún gæti hengt fötin sín á snagann við fótagaflinn, og svo fór ég út og breiddi úr síðasta netinu. Ég raulaði af ánægju, það lá valva í hlýja rúminu mínu. Það dimmir fljótt yfir fjöllun- um og sléttunni, vatnið varð al- veg svart og stjörnurnar tindr- uðu og spegluðust í spegilslétt- um vatnsfletinum; og mjó rönd af tunglinu kom í ljós, eins og tyrkneskur fáni. Hún var sofnuð, þegar ég kom inn. Ég breiddi varlega út nokk- ur skinn undir borðinu, mig langaði til að horfa svolítið á hana, en ég féll strax í fastan, draumlausan svefn. Eins og venjulega vaknaði ég við jarmið í geitunum. Ég fór í ilskógarmana og gekk út til þeirra, þvoði mér við vatnsborð- ið og synti um stund í svölu vatn- inu, áður en ég hljóp aftur heim að húsinu, læddist hljóðlega inn og fór að setja mat á borðið. Hún svaf vært, það var greinilegt að hún hafði komið fótgangandi þennan langa veg frá Lakem. Þegar ég lét heita steininn í vatnsfatið, gægðist hún varlega undan skinnunum og brosti.Ó, guð, hún hlaut að vera valva... Þegar við vorum að borða sagði hún: — Ég hlýt að geta komizt til Bralavan í dag. Ég tek á mig krók við. sígaunabyggðina, það er einfalt.... — Fólkið úr fjallahéruðunum er hraust, hugsaði ég, en ég sagði svo: — Ég get siglt til Bralavan, ég þarf hvort sem er að fara þangað, ég þarf að kaupa ýmis- legt.... — Þér segist geta ferjað mig, er það ekki allt of mikið? — Ég get alveg eins farið í dag, svaraði ég. — Nú skuluð þér reyna að borða vel og drekka mjólk, ég á meira en ég þarf, en yður finnst kannski maturinn minn vondur? — Heima hjá mér borðuðum við aðallega bygggraut og súrur, sem við tíndum, — og grös.... Á haustin fengum við geitakjöt. Við vorum fátæk, sagði hún hljóðlátlega. — Ég hefi aldrei borðað svona góðan mat. — Ófuð þið teppi? — Amma og ég sátum alltaf við að vefa, fínni teppin hnýttum við, en maðurinn borgaði ekki mikið. Við höfðum ekki einu sinni fyrir nógu byggi, en amma vissi hvar hægt var að tína ætar jurtir, og ég klifraði upp í björg og gljúfur til að ná í þær. En amma mín elskuleg er dáin, hún var orðin svo gömul. Þegar ég var orðin ein, þá datt mér í hug að fara til Bralavan. — Ó, eruð þér einstæðingur? sagði ég. — Ég á heldur ekki neina ættingja hérna, en það ger- ir ekki svo mikið til, það er ágætt að vera einbúi um hríð. Ég kann vel við það. Ég lifi af því að veiða, og svo á ég svolítinn akur og geiturnar. Faðir minn, sem býr rétt hjá Bralavan, er líka veiðimaður. Það er ekki eins mikill fiskur þar, og við. gátum ekki búið sam- an. Hann verður óður, þegar hann drekkur, hann hefir drukk- ið sakem alla ævi. Fólkið í kyn- þætti okkar má ekki drekka þetta sterka, en hann drekkur samt, svo hann hefir misst atkvæðis- réttinn. — Eruð þér frá Lakem? spurði ég. — Þér hljótið að vita það. Ég bjó ekki í sjálfu þorpinu, svo- lítið utan við þorpið, nálægt brúnni, sem liggur yfir gilið, þar sem áin fellur djúpt niður. Við höfðum útsýni yfir sléttlendið hinum megin við fjöllin og líka hérna megin. Er Bralavan stór bær? — Það búa þar um þúsund manns. — Nú, þúsund manns? Ég hefi aldrei komið í stóran bæ. Ég ætla að fara til móðurbróður míns í Bralavan. Við lukum við máltíðina og sögðum ekkert á meðan. Ég náði í bezta seglið mitt, — það rauða, og bar það niður að bátnum. Það var of þungt að róa svona stórum bát, alla leið til Bralavan, en morgunvindurinn Framhald á bls. 40 3,tbi. vikan 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.