Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 47

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 47
greinilega ekkert í ensku og átt- uðu sig hvorki á lagi né texta. Þeir gengu út á veröndina og klöppuðu hinum fögru söng- meyjum lof í lófa. Fréttirnar af dauðagöngunni svokölluðu frá Bataan náðu eyr- um Cushings, og hann lagði af stað til að kanna málið sjálfur. Hann komst alveg að göngunni. í tvo daga lá hann í runna að- eins tíu metra frá veginum, sem gangan fór um, og horfði á þús- undir uppgefinna Bandaríkja- manna reika framhjá. Þeir báru þá sjúku og særðu eftir beztu getu. Japanarnir misþyrmdu stöðugt þeim, sem aftur úr dróg- ust. Oftast með því að sparka í þá. Varðmennirnir byrjuðu með því að sparka í fætur fanganna, sem ultu um. Dygði það ekki, var næst sparkað í kvið og bak, og að síðustu í höfuðið. Það var ótrúlega óhugnanlegt. Cushing, sem lá grafkyrr og gat ekkert að gert, brjálaðist næstum af reiði. Eitt sinn var hann nærri búinn að missa stjórn á sér. Hann hafði lyft skammbyssunni til að skjóta þegar einn bandarísku fanganna trylltist og réðist á einn jap- önsku varðmannanna. Þeir ultu báðir um koll í hörkuáflogum. Annar Japani hljóp til og skaut af byssu sinni. Bandaríkjamað- urinn losaði sig rólega við Jap- anann og stóð upp. Japaninn var dauður. Bandaríkjamaðurinn leit á hræið og rak upp brjálæðis- legan hlátur. Hláturinn breiddist út, og innan skamms hlógu menn hundruðum saman. Japaninn sem skotið hafði argaði af reiði. Svo skaut hann tvívegis og Bandaríkjamaðurinn, sem drep- ið hafði varðmanninn, hné nið- ur. Hláturinn hljóðnaði og fang- arnir héldu áfram göngunni, drúpandi höfðum. Harmþrunginn og ævareiður hélt Cushing nú til Cagayanhér- aðs á norðausturhorni, eyjarinn- ar. Þar var annar bandarískur liðsforingi, Ralph Praeger höf- uðsmaður, sem ekki hafði heid- ur gefizt upp fyrir Japönum, heldur náð loftskeytasambandi við McArthur hershöfðingja í Ástralíu. Fyrir hans tilstilli náði frásögn Cushings af göngunni frá Bataan eyrum heimsins. Hefði hann ekki hætt sér til að fylgjast með göngunni, er ekki óhugsandi að Japönum hefði tekizt að leyna þessu svívirði- lega broti sínu á alþjóðalögum um meðferð stríðsfanga. Hatur Cushings á innrásarlið- inu fór hraðvaxandi. Hann minntist ekki á Japani öðruvísi en að formæla þeim með hroða- legustu orðum, sem hann kunni. Hann var staðráðinn í að hefja skæruaðgerðir á breiðum grund- velli. Praeger varaði hann við að heimsækja viss svæði í héraðinu Isabella. Þar höfðu skæruliðar nokkrir gerzt ræningjar og rupl- uðu hvern sem þcir náðu til. Cushing yppti öxlum. Hann hafði þó nokkrum sinnum hætt á að eiga líf sitt undir Filipps- eyingum, sem hann ekki þekkti. Hann hafði aldrei heyrt þess getið að Filippseyingur hefði svikið Bandaríkjamann í hendur Japana. En að áeggjan Praegers tók hann þó með sér þrjá vel- vopnaða menn í leiðangurinn. Nítjánda september 1942 sátu mennirnir fjórir að kvöldverði á bóndabæ nokkrum nálægt Jones í Isabella, þegar Japana bar að garði. Cushing og menn hans höfðu verið sviknir, en höfðu ekki hugmynd um það fyrr en þeir yfirgáfu húsið. Þá skall yf- ir þá skúr af kúlum. Cushing fékk þrjú skot í sig, en særðist ekki til ólífis. Hann féll á grúfu en tókst um leið að ná fram skammbyssu sinni. Hann lá hreyfingarlaus. Eftir smástund heyrði hann Japanina nálgast. Þegar þeir voru á að gizka þrjá metra frá honum, velti hann sér á bakið og skaut þremur skot- um. Að minnsta kosti tveir Jap- anir féllu dauðir, en hinir köst- uðu sér kylliflötum til að forðast áverka. Kaldur og rólegur stakk Cus- hing skammbyssuhlaupinu upp í sig og hleypti af. Japanirnir urðu því af þeirri ánægju að pynda hann til bana. ☆ Tamdir apar Framhald af bls. 36. Smith, hve ódýran vinnukraft fyrirtækin geta fengið með þessu móti. - Það er óþarfi að óttast skort á vinnuafli í þessari nýju verkamannastétt, segir Smith, — ég flýg bara til Malasyu og þjálfa allan stofninn. íbúarnir ættu að taka apana í fóstur á unga aldri og venja þá við algenga vinnu og samneyti við mennina. Eins árs apa ætti að vera hægt að kaupa fyrir u.þ.b. 4.500,-- krón- ur, svo það er engin frágangs- sök. Dýravinir um allan heim eru ekki á sama máli og Smith. Hann fær skammar- og klögunarbréf í þúsundatali og hann er kallaður „Herra Apaþrælahaldari“, en það snertir hann ekki. — ÍÉg elska dýr, öll dýr, segir hann einfaldlega. Ég mun aldrei þvinga nokkurt dýr til vinnu. Og ég virði öll vinnandi dýr, eins og jafningja mína. . . . BOOM ... Framhald af bls. 19. laga, sem hafa notið mikilla vin- sælda. Einnig hefur hann gefið út nokkur smásagnasöfn. En nú sjáum við hann sem sagt reyna sig sem leikara. Joanna Shimkus, sem nú er búsett í París, var áður sýning- arstúlka. í „Boom“ leikur hún yfir-þjónustustúlku Liz Taylor, Blackie. Þetta er fyrsta hlut- verkið, sem hún leikur fyrir bandarískt kvikmyndafélag, en Universal hefur nú gert við hana fimm ára samning. Michael Dunn var áður próf- essor í ensku við háskólann í Miami, en venti sinu kvæði í kross og hóf fyrir nokkrum ár- um listaferil sinn sem söngvari og píanóleikari. Þessarar nýjustu myndar Liz og Burtons er beðið með mikilli eftirvæntingu, enda vissulega ástæða til að búast við miklu. ☆ Allir vildu þeir eftir henni keppa ... Framhald af bls. 32. Mynd þessa gerði John Schles- inger og er hún ein sú lengsta, sem Bretar hafa gert, sýningar- tími hálf þriðja klst. Þetta er sú fjórða í röðinni af lengri mynd- um Schlesingers, hinar eru Billy lygari (eftir leikritinu sem sýnt var í Lindarbæ í fyrra. (Einskon- ar ást og Darling. Julie Christie leikur sem sagt Bathshebu, Alan Bates Gabriel smalamann, Peter Finch nábúann Boldwood og Ter- ence Stamp Troy liðþjálfa. * a Iðít 09 VH9Í EIK GULLÁLMUR ASKUR CAVIANA LERKi BEYKI FURA OREGON PINE TEAK VALHNOTA MANSONIA HARDVIDARSALAH J|. Þórsgötu 13 Sími 11931 & 13670. 3. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.