Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 8
í þessari grein er rætt við Einar í Hvalnesi og fleiri sérstæða per- sónuleika úti á landi. Myndin hér aff neðan er af veginum fyrir Spilli. Hér til hliffar er Suðureyri við Súgandal'jörff og á næstu síðu Höfn í Hornafirffi. Ólafsfjöröur liggur í suðvestur frá mynni Eyjafjarðar, milli Hvanndalabjargs að vestan og Vámúla að sunnan. Fjörðinn byggðu fyrst norrænir víkingar, Gunnólfur gamli og Ólafur bekkur. Byggðin er girt háum, torgengum fjöllum og að henni liggja grýttar, brimsorfnar strendur. Það þurfti því hvassa brún og óveilt skap til að leita þar landa og taka sér bólfestu. Einn afskekktasti bær, sem byggður hefur verið á íslandi eru Hvanndalir, austasti bær í Hvanneyrarhreppi. Eigandi býl- isins er nú Árni Jónsson bóndi á Syðri-Á í Ólafsfirði. Býlið var af og til í byggð allt fram um síðustu aldamót. Ekki er þaðan alltaf greið leið til næstu granna, lending með öllu ófær nema í aflandsvindi eða ládeyðu. Og á landi aðeins fært um Vikurbyrðu i Héðins- fjörð, og þó því aðeins að vetri til, að hagstætt sé veður og færi. í Hvanndölum eru sumarhagar mjög góðir, og hafa Ólafsfirðing- ar oft flutt þangað fé sitt til beit- ar. Til eru um það munnmæli að þar vaxi ódáinsakur sjálfsáinn. Eitthvað verpir þarna af veiði- bjöllu og fara menn stundum í eggjafar. Á Ólafsfirði býr maður rúm- lega hálf áttræður, mikill að vallarsýn og ber höfuð hátt. Karlmenni mun hann vera og gengur óstuddur að kalla, þó hefur hann stafprik í hendi og ber því all óþyrmilega niður í frerann þegar honum finnst að leggja þurfi sérstaka áherzlu á hugsanir eða mælt mál. „Ég veit ekki hvað er verið að gera með þessa sendiherra út um öll lönd, til að vera þar á fylli- ríi. Ég held það væri nær að koma heim með þessa pilta og senda þá til sjós. . . . Og vera svo að príla með stengur upp um öll fjöll og setja þessa andskotans kassa í hverja stofu til að eyði- leggja augun í fólki og svíkja af því vinnu. —• Þeir klára sig í Grímsey.“ Jónas Jónsson er gömul sjó- hetja og ómyrkur í máli. Faðir hans Jón Magnússon frá Kálfsá, var hákarlaformaður og fórst með þilskipinu Stormi í aftaka- veðri á útmánuðum 1897. Jónas er nú hættur sjóförum en þó aldrei óvinnandi og nú við hagnýtingu þess afla sem aðrir yngri flytja að landi. En Jónas hefur jafnan þannig séð fyrir hag sínum, að einhverja fleytu ætti hann, svo mögulegt væri að komast út úr firðinum, íinna hógvært vagg öldunnar og saltan keim hafsins. Hvaða ár það var skiptir ekki máli, en það var á þeim tíma, sem veiöibjallan var orpin út á Hvanndölum. Einhver félagi var fús til að fara með honum í eggjaleit. Veðrið var lygnt, en ekki höfðu þeir langt farið þegar yfir skall myrkviðrisþoka. En þeir hafa nokkurs konar radar í kollinum sumir sjóvönu Ólafsfirðingarnir að minnsta kosti á þeim leiðum sem næst liggja byggð þeirra. Og í Hvanndali komust þeir, björguðu bát sínum upp í bakk- ann og lögðu svo á land upp í leit að eggjum, skyldi annar ganga niður við bakka en hinn nokkru ofar, og fara svo um dal þveran. Þokan var hin sama og sá því nær ekkert til. Ekki hafði Jónas lengi farið er hann sér, að hann telur glitta í egg gegnum þokuna, gengur þar til en undr- ast þó jafnframt að hann skyldi greina það í þeirri fjarlægð sem staðurinn var eða hreiðrið, sem hann taldi vera. Þetta reyndist þó nokkuð annað, því aðeins var um að ræða steinvölu egglaga og því nær hnefastóra. Jónas tekur upp steininn, vegur í hendi sér, en kastar síðan út í þokuna. Hann var ekki í Hvanndali kom- inn til að safna grjóti — „nei, ónei“. Þegar þeir félagar hafa geng- ið um yfir dalinn, snúa þeir aft- ur til baka og ganga nú nokkru innar. Jónas gengur hraðar en félagi hans. Egg höfðu þeir eng- in fundið ennþá. — En, jú ekki bar á öðru, þarna var þá loks- ins eitt egg. Jónas greikkar spor- ið. „Ja, hver andskotinn, þetta er þá steinn aftur, já meira að segja sami steinninn og áður.“ Var ekki annars dálítið merki- legt með þennan stein. Það var varla einleikið hve langt hann sást í þokunni, og svo þetta að ganga tvisvar fram á hann. — Hann tekur steininn, stingur honum í vasann og af eggjaleit- inni verður ekkert meira, enda þokan svo dökk að því nær mátti telja útilokað að finna hreiður, þó þau einhver væru. Þeir félagar ganga að bát sín- um, hrinda honum á flot og halda heim í Ólafsfjörð. Þegar Jónas var setztur inn, tekur hann steininn úr vasa sín- um og virðir fyrir sér. Þetta er ósköp venjulegur steinn, að því er virðist ekkert merkilegt við hann að sjá. En hann er nú einu sinni kominn utan úr Hvanndöl- um og heim á stofuborðið hjá Jónasi Jónssyni. Þar sem ég sit heima hjá öld- ungnum á húmdökku haust- kveldi, segir hann mér þessa sögu, svo tekur hann upp úr vasa sínum lykil, nær í peningakass- ann sinn, tekur upp úr honum efri skúffuna, fer niður á botn- inn og kemur með bréfhnoðra, sem hann leggur á borðið. Þeg- ar hann hefur vafið þar utan af kemur Hvanndalasteinninn í ljós. í mínum augum ekkert frá- brugðinn mörgum öðrum, sem ég áður hef séð. — Og þó, ef til vill eru engir tveir hlutir ná- kvæmlega eins. „Já, hérna hefur hann nú leg- ið síðan og engum til óþurftar, því eftir að hann kom hér á botninn hefur kassaskömmin sjaldan verið alveg tóm. — Ég er svo sem ekkert hjátrúarfull- 8 VIKAN 3-tbI'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.