Vikan


Vikan - 16.01.1969, Page 29

Vikan - 16.01.1969, Page 29
Einn þeirra tilkynnti hreykinn að hann hefði eytt fjörutíu skot- um aðeins í árás einni, sem tókst með ágætum. Og hvert einasta þessara fjörutíu skota hafði drepið Japana. - Segirðu mér satt? Gott! sagði Cushing. Eftir því sem Cirilo Reyes, einn helztu manna Cushings, sagði síðar frá, brosti Filippseyingurinn út undir eyru af ánægju. „Gott“ var mesta hrós, sem hugsazt gat í munni Cushings. Þar kom að Filippseyingarnir urðu eins elskir að dýnamitinu sem vopni og foringi þeirra, eða svo segir Reyes frá. Japanir, sem sátu í herstöðvum tugi mílna að baki vígstöðvanna á Bataan, urðu svo hræddir við nætur- árásir skæruliðanna að þeir sváfu um nætur í byrgjum neð- anjarðar. f Kyrrahafsstríðinu var það annars algengara að það væru Bandaríkjamenn, sem voru hræddir við næturárásir Japana. En á Filippseyjum var blaðinu snúið við. Þar urðu Japanir and- vaka af skelfingu, þeir skutu eins og óðir menn á alls konar skugga úti í nóttina og ef þeir að lokum festu blund, var ekk- ert algengara en að höfuðið hefði verið skorið af einhverjum þeirra er hinir vöknuðu —- ef þeir vöknuðu þá yfirleitt. Árásir Cushings drógu mjög úr baráttu kjarki japönsku her- sveitanna á Norður-Luzon. Einn liðsfiokkur hans helgaði sig þvi eingöngu að klippa sundur síma- línur. Sjálfur lagði hann sér- staka elsku við brýr, eða réttara sagt staði, þar sem brýr höfðu verið til skamms tíma! Hann kom sér upp sérstöku kerfi við að sprengja brýr. Hann skemmdi eina brú og fór síðan að annarri og sprengdi hana í loft upp. Síðan fór hann aftur að hinni brúnni og sallaði niður Japönum þeim, sem komnir voru á vettvang til að gera við hana. í Abrahéraði var brú ein, sem Cushing hafði sérstakan áhuga á. Hún lá yfir hyldýpi milli tveggja hamra og nauðanærri þáverandi aðalstöðvum Cus- hings. Cushing leit á það sem ósvífni af hálfu Japana að þeir skyldu koma svo nærri stöðv- unum án þess að biðja hann um leyfi. Hann sprengdi því upp þrú þessa fjórum sinnum, en lengi vel endurþyggðu Japanir hana. í síðasta skiptið gekk það þannig fyrir sig: Cushing kom sprengju fyrir í brúnni, en hún olli litlum skemmdum. Nokkrum klukkustundum eftir sprenging- una komu nokkrir Japanir á vettvang. Þeir fóru varlega að öllu, en urðu einskis grunsam- legs varir og hófu viðgerð. Því verki var lokið um kvöldið. Hóp- ur Japana gekk þá út á brúna miðja; þar námu þeir staðar og dáðust að fjörugum litum sólar- lagsins. Sú sjón var fögur sem betur fer fyrir þá, því að hún var hin síðasta sem þeir sáu í þessu lífi. Á sama augnabliki sundraðist brúin í smátt við gíf- urlega sprengingu. Þetta var tímasprengja, sem falin hafði verið svo kænlega neðan á brúnni, að Japanirnir höfðu ekki séð hennar nein merki. Þeir hrundu eins og brúður niður í hyldýpið. Stór vörubíll, sem beið við annan brúarendann full- fermdur hermönnum, valt um koll og rúllaði fram af brúninni. Japanirnir hrundu utan af hon- um eins og pöddur og urðu ásamt honum að klessu niðri á gljúfurbotninum. Svo öflug var sprengingin að ekki sást tangur eða tetur eftir af brúnni. Nú loksins gáfust Japanir upp á því að endurbyggja hana. Cushing vann líka fyrir upp- lýsingaþjónustu Bandaríkjanna og gerði þannig herjum þeirra á Bataan og Corregidor margan góðan greiða. Dag einn fréttist í „trumbusímanum“ að japanskur hershöfðingi, sem þekktur var orðinn fyrir sérstaka fúl- mennsku gagnvart stríðsföngum, væri í þann veginn að færa til aðalstöðvar sínar. Cushing tók málið til rannsóknar og vissi fljótlega gerla hvernig í því lá. Hann fermdi tvo japanska her- bíla (þá sem hann hafði hertek- ið í Candon) með tuttugu mönn- um sínum og ók þeim síðan djarflega eftir aðalveginum áleiðis til Tagudin. Þeir óku hvað eftir annað framhjá jap- önskum hermönnum og fengu alltaf að halda áfram óáreittir. Um mílu vegar frá Tagudin -- á svæði sem Japanir héldu að væri algerlega skæruliðalaust - var bílunum ekið út af og þeir fald- ir. Skæruliðarnir lögðust í laun- sálur þar sem tvær krappar beygjur voru á veginum með stuttu millibili. Japanskur flutn- ingabíll ók framhjá. Cushing brosti súrt þegar hann hægði á sér í beygjunum. Hann tók sér nærri að sleppa þessum Japön- um lifandi í gegn, en nú voru þeir á veiðum eftir merkilegri bráð. Þeir voru viðbúnir langri bið, en þá kom allt í einu merki frá manninum, sem á verði var. Hver skæruliði fór á sinn stað. Þrír japanskir bílar, fermdir herforingjum og aðstoðarmönn- um þeirra, komu í ljós og mjök- uðust inn í fyrri beygjuna. Hver maður í fyrirsátursliðinu vissi nákvæmlega hvað hann átti að gera, þegar fyrsta skotinu yrði hleypt af. Það gataði annan framhjólbarðann á fremsta bíln- um. Annar skæruliði skaut bíl- stjórann gegnum höfuðið. Bíll- inn rann út af og lenti á hliðinni í vegskurðinum. í sömu andrá voru bæði fram- og afturdegg næsta bíls skotin sundur. Bílstjóri hans steig ben- síngjafann í botn og ók áfram gegnum kúlnaregn. Þegar hann fór framhjá fyrsta bílnum sló vélbyssuhryðju inn um hurð stýrishússins og steindrap hann. Sá bíll lenti einnig í skurðinum. Þriðji bíllinn hafði stanzað. Liðsforingjarnir í honum ruku út dauðskelkaðir og reyndu að komast niður í skurðinn. Flest- ir voru skotnir niður áður en þeir kæmust svo langt. Bílstjór- inn lá helskotinn með höfuðið niðri á vegi en fæturna ennþá uppi í bílnum. Einn Japaninn hafði dregizt særður ofan í skurðinn og reyndi að komast í felur. En það var vonlaus við- leitni. Annar Japani komst á bak við stein og skaut þaðan úr skammbyssu, en var fljótlega felldur. Hershöfðinginn illi hafði verið í öðrum bílnum í röðinni. Nú kom hann rólandi út úr flakinu. Hann hafði fengið skot í kviðinn og hélt annarri hendinni fyrir gatið, en var með skammbyssu í hinni og skaut meira að segja úr henni. Á miðjum veginum valt hann um koll. Nú varð smáþögn, sem var aðeins rofin þegar Jap- aninn reis upp á olnboga og skaut í þá átt er hann hugði ár- ásarmennina vera í. Enginn svaraði skothríðinni. Þeir lofuðu hershöfðingjanum að skjóta í friði unz hann dó þarna í dýk- inu. Cushing og menn hans óku til baka sömu leið. Meðal herfangs- ins voru nokkur mikilvæg skjöl um hervarnir Bandaríkjamanna á Bataan og Corregidor, sem Japanir höfðu náð. Að sjálfsögðu hefði Cushing ekki getað spilað svo djarft ef hann hefði ekki haft landsfólkið á sínu bandi. Enda kom auðvitað ekki til greina að menn færu með ránum og „refsingum“. Þeg- ar hann þarfnaðist hjálpar, bað hann um hana og borgaði fyrir með eigin fé, meðan það entist, og síðan með ávisunum sem skyldu leysast út eftir stríðið. Oftast veittu Filippseyingarnir honum alla þá hjálp, er hann þarfnaðist, og sneru sér undan Framhald á bls. 4o. " 7 : á MeS',n Cushing sat aS kaffidrykkju meS húsbóndanum, komu fjórir japanskir liSs- foringjar óvænt í heimsókn. Cushing skreiS undir rúm og hafSi þaSan ágætis aSstöSu til aS skoSa gljáann á stígvélum Japananna og hlusta á samtaliS. Plantekrueigandinn gaf þessum óboSnu gestum kaffi í ró og spekt og skrafaSi viS þá um daginn og veg- inn. En fréttin um komu Cushings hafSi spurzt út á plantekruna. V______________________________________________/ 3. tbl. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.