Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 41

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 41
föður míns. Hann öskraði til mín, hann va|r drukkinn, eins og venjulega. Tveir veiðimenn stóðu rétt hjá og brostu, þegar þeir sáu ungu stúlkuna. Ég þekkti þá og heilsaði. Þetta voru góðir menn, sem ekki drukku. Annar þeirra sagði: — Móðir þín biður að heilsa þér. Ég svaraði: — Berðu henni kveðju mína. Ég sagði þeim að ég ætlaði að fylgja stúlkunni til móðurbróður henn- ar. Þeir þekktu veitingastofuna hans. Mig langaði svo til að bera pinkilinn fyrir völvuna mína, en ég gat auðvitað ekki gert það, það myndu allir hlæja í þessum kjánalega bæ, kannski hún líka. Hún gekk við hlið mér, þráð- bein, — milli húsanna og yfir torgið. Það litu margir í áttina til hennar, einn sneri sér við og brosti. — Hvað vill hann mér? — Þér eruð komin til Bra- lavan.... — Þeir eru ekki hæverskir, að brosa svona til ókunnugrar stúlku. — Þér verðið að muna að þér eruð í Bralavan, og það eru ekki allir hæverskir hér. — Lítið þér nokkurn tíma svona á stúlkur? — Ég á ekki heima í Bralavan, svaraði ég stuttlega. — Þér komið oft hingað. Eigið þér festarmey? — Ég átti festarmey, en svo vildi hún mig ekki. Faðir minn drakk og varð. sér til skammar, og hún vildi mig ekki.... — Þá hefir hún ekki verið góð. — Jú, hún var góð, en hún gat ekki yfirgefið móður sína, hún var eitthvað skrýtin í höfðinu. — Þá hafið þér grátið, — þér hafið auðvitað grátið mikið. — Nú eruð þér alls ekki góð stúlka. Ég grét alls ekki neitt, ég varð feginn þegar hún vildi mig ekki. Valvan mín nam staðar og horfði á mig með tár í augunum, svo sagði hún: — Þér megið ekki vera mér reiður, þér hafið verið mér svo góður, fyrirgefið ... — Það er fyrirgefið. Ég er ekkert öðruvísi en aðrir. Nú lang- ar mig til að spyrja yður að nafni. Ég heiti Arpad. — Ég heiti Manjane. Arpad er fallegt nafn. — Þér heitið líka fallegu nafni. Manjane er gamalt heiti á sól og sólarupprás. Þar sem við erum að skilja langar mig til að segja yður að ég sakna yðar. — Ég mun líka sakna yðar. — Þakka yður fyrir það. Við gengum áfram og komum fljótlega að veitingahúsi frænda hennar, sem var lítið og óhreint og fullt af flugum. Móðurbróðir- inn starði á hana. Hann var feit- ur og var með óhreina svuntu, bleikfeitur eins og grís, með kol- svört, lítil og stingandi augu. Hún sagði: — Ég er Manjane, ég RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hvar sem er án þess að valda hávaða. Öruggari en nokkur önnur gagnvart forvitnum bömum og unglingum. Hurðina er ekki hægt að opna fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og dælan búin a8 tæma vélina. RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full- komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakeríi < þ.e. það sem við á fyrir þau efni er ér ætlið að þvo Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar Þvottakerfin eru: 1. Ullarþvottur 30°. 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°. 2. Viðkvæmur þvottur 40°. .8 Heitþvottur 90°. 3. Nylon, Non-Iron 90°. 9. Litaður hör 60°. 4. Non-Iron 90°. 10. Stífþvottur 40°. 5. Suðuþvottur 100°. 11. Bleiuþvottur 100°. 6. Heitþvottur 60°. 12. Gerviefnaþvottui 40 Og að auki sérstakt kerfl fyrir þeytivindu og tæmingu HlftB ER DlltlH HANS HlA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: HörSur Valtýsson, Granaskjóli 42, Reykjavík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Helmlll Örkin er ð bls. 3. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.