Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 9
 ii8i SBS# . |p» |§g§ff§// WiiiiiiMii&i&iii lÍHI ,.i ur, en hér læt ég hann liggja framvegis. Nafni minn ræður svo hvað hann gerir þegar ég er allur.“ Mikill var hann að vallarsýn, engu síður en Jónas í Ólafsfirði. Umhverfi byggðarinnar stórbrot- ið og mikilúðlegt. Jökulkrýnd víðátta til vesturs. Endalausar fannir og gráir skriðjöklar að baki gróðursællar sveitar, sem brosir móti suðri og sólgylltu hafi. f austri grá, gróðurvana tindafjöll, há og herðamikil. Einar Eiríksson stóð fyrir inn- an búðarborðið. Þar var ríki hans og í því ríki var hann að- sópsmikill og lítt á því að láta sinn hlut, eða gefa neinum ein- valda færi á að koma þar að krumlu sinni. Ef honum líkaði vel hló hann svo hótt að líkt var sem yfir riði meiri háttar þruma, og má vel vera að einhverjar hræringar hafi fundizt norðan jökla þegar bezt lét, og jarð- fræðingar þeir sem ókunnir voru raddstyrk hinnar hornfirzku höf- uðkempu, hafi jafnvel átt þess von að hlaup hefði myndazt í Grímsvötnum. Hann réttir mér hendina og býður mig velkominn á staðinn. Ég þakka fyrir, reyni að láta sem minnst á því bera, er ég at- huga hvort allir fingur mínir væru heilir. Þegar við höfðum ræðzt við nokkra stund og hann vissi að ég var alinn á þeim út- kjálka, sem lengst var fjarri byggð hans, ljómaði gestrisni og góðvild af þessu mikilúðlega andliti. Nú skyldi ég sjá og kynnast hans heimi, bæði fólki og umhverfi og sjálfur ætlaði hann að veita mér leiðsögn. Og nú lét hann dæluna ganga — hérnana og þarnana. —• Innan stundar var jeppinn tilbúinn, og vart verður annað sagt, en hann væri því nær full lestaður þeg- ar við Einar ásamt bílstjóranum höfðum komið okkur þar fyrir. Fyrst lá leiðin út á Stokksnes. Þar hafði þá tekið sér aðsetur vor vestræna vernd, svo vér værum með öllu óhultir fyrir austrænum einvaldsklóm. Svo lá leiðin austur um Al- mannaskarð. Þar var staðar numið. Leiðsögumaðurinn benti mér yfir hið brosandi land, sem blasti við sjón. Þarna höfðu lengi þróazt hugsjónir, framtak og fé- lagshyggja. Þar var upprunninn Eymundur Jónsson, sá er sigldi vestur um haf, nam þar land og hugði gott til staðfestu, galt þar dýr fósturlaun fórra ára, sneri svo aftur heim í Nesin. Ég sagði áðan að ég hefði hitt Einar Eiriksson, kaupmanninn í ríki sínu. En nú komst ég að raun um að bóndinn og ættjarð- arvinurinn átti sér annað óðal. Úti á Hvalnesi vissi hann fyrst að hann gat uppréttur gengið. Hann sýndi mér fjallið sitt, þar sem trú hans var að finna mætti verðmæt jarðefni, sem orðið gætu undirstaða auðsældar og athafna. Hann fór með mig í kirkju- garðinn á Stafafelli og sýndi mér nokkra höggna legsteina Gabbró — þeir voru úr fjallinu hans. Fjallinu helga, því þannig fannst mér það vera í vitund hans. Ég sá líka fólkið hans, aðlað- andi og hreinskiptið. Hann fór með mig á bæ dóttur sinnar, og greinilega þykir honum vænt um hana og einnig tengdasoninn. „Hann er góður maður, góður bóndi, já, góður maður og þó er hann . . . eigum við annars ekki að sleppa bölvaðri pólitíkinni?“ Og Einar frá Hvalnesi hlær, hlær svo að fjallið hans endur- ómar, þessa styrku, öldurmann- legu kviðu á eðlilegan hátt, rétt eins og forðum þegar hann á æskuárum hóaði hjörð í haga, og stillti tónhæð raddar sinnar, gný jökulmóðunnar sem byltist fram Lónið og þrumunni sem laust niður í fjallið hans. I þessu umhverfi var hinn þjóðkunni hlátur Hvalneshöfð- ingjans eðlilegur náttúrutónn, 3. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.