Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 3

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 3
— Látið ekki svona! Það er óþarfi að æra mig út af af- brýðisemi ykkar á milli! — Gætuð þér lánað mér einn bolla af LSD? — Segið mér, er þetta sjúkl- ingurinn . . ? 0 IÞESSARIVIKII BOOM — NÍJASTA MYND LIZ OG BURTON Bls. 4 Bls. 6 BIs. 7 Bls. 8 BIs. 11 Bls. 12 BIs. 14 Bls. 16 Bls. 18 Bls. 22 Bls. 24 Bls. 26 Bls. 30 BIs. 32 VÍSUR VIKUNNAR: Gjörvallt hauðrið er hulið fönn frá hæstu gnýpum og tindum að dalanna ljúfu lindum, baslið í dagsins bjástri og önn birtist í ýmsum myndum. Hátt er vetrarins harpa stillt með hrjúfum og dimmum tónum og öldunnar sog frá sjónum, í borginni fara bítlar villt og bílar festast í snjónum. Ef lífsgleði vor úr lagi fer lengi' er hún oft að ná sér. Gæfunnar hreyfill gamall er og getur víst drepið á sér. FORSÍÐAN: Geimferðir eru efst á baugi eftir hina vel heppnuðu tunglferð Bandarikjamanna síðastliðin jól. Höfundar tízkunnar færa sér í nyt atburði líðandi stundar. Á forsíðunni okkar er að þessu sinni ærið frumlegur klæðnaður. Hann er eins konar sambland af stein- aldargæru og geimbúningi. Útkoman er ekki verst, eða hvað finnst ykkur? sem VIKAN — UTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Grön- dal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiSsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320—35323. Pósthólf 523. Verð í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaðarlega. Óspektirnar, sem urðu í mið- bænum á Þorláksmessu, hafa dregið dilk á eftir sér eins og við mátti búast, og þegar þetta er ritað er málið enn í rannsókn. í næsta blaði birt- ir VIKAN á fjórum síðum myndir af átökunum, og mun mörgum þykja fróðlegt að skoða þær. í þættinum Eftir eyranu minnist Andrés Indriðason fimm ára afmælis Hljóma og rifjar upp hið helzta, sem gerðist hjá hljómsveitinni á liðnu ári. Meðal annars eru birtar óvenjulegar myndir af Rúnari Júlíussyni í essinu sínu á dansleik í Glaumbæ. Þá birtist niðurlag ferða- sögunnar til Marokkó. Af þýddum greinum má fyrst nefna greinina Kenny og- ég. Þar segir frá hjóna- bandi hins vinsæla leikara Kenneth More, en hann leikur eins og kunnugt er Jo í Sögu Forsyteættarinnar í sjónvarpinu. í greininni Monte Carlo. 1969: Rétt eins og Bingo segir frá fjárhagsvandræðum dvergríkisins, sem hingað til hefur lifað á hinu fræga spilavíti sínu. Nú er svo kom- ið, að spilavítið getur ekki lengur staðið straum af kostn- aði ríkisins. Eftir miklar vangaveltur hefur verið tek- in sú ákvörðun, að breyta Monte Carlo í almennan ferðamannastað í líkingu við Mallorka og slíka staði. Þeim dögum fer sem sagt fækkandi sem marmelaði er framreitt í kristalsskál á silfurbakka með morgunkaffinu í þessari paradís lasta og lauslætis. í framtíðinni verður það í plasti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.