Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 21
o o o SKOTIN í MAYERLING O í tugatali. Hann vildi hafa dimmt inni hjá sér og sökkti sér í sjálfsmorðsþanka. Keisarinn faðir hans hafði leynilögreglumenn á verði útifyrir íbúðinni. Þeir hripuðu niður hjá sér nöfn ást- meyjanna, sem bar að garði, svo og komu- og brottfarartíma. O í meðförum Omars Sharifs verður Rúðólfur prins að flauelseygu kvennagulli. o Sjálfur var krónprinsinn ekki sérlega laglegur, en gerði eigi að síður mikla lukku hjá kven- fólkinu í Vín. í einkaíbúð prinsins í Hofburg, keisarahöllinni í Vín. Þar lokaði prinsinn sig af og hafði einkum ° sér til gamans að handfjatla hlaðnar skamm- Mayerling-höll, þar sem harmleikurinn skeði. byssur og ástmeyjar, en hvorttveggja átti hann Hún er skammt suðvestan Vínar. O o © Svipar þeim saman? Catherine Deneuve, sem leikur Maríu Vetsera, og aumingja María sjálf, eins og hún leit út í lifanda lífi. Hún var aöeins seytján ára, er hún kynntist prinsinum, en engu að síður þá þegar margreynd heimskona. O Ein kenningin um gang harmleiksins er á þá leið, að Rúðólfur hafi skotið Maríu af misgán- ingi í áflogum, sem þau tvö og fleiri viðstaddir hafi tekið þátt í, og að í þeim sömu áflogum hafi prinsinn líka verið drepinn. Hverjir þessir aðrir nærstöddu voru er ekki vitað, enda gerðu yfir- völdin sitt bezta til að halda sem flestu leyndu í sambandi við atburðinn. Hér sést hinn raun- verulegi Rúðólfur á líkbörunum. Höfuðbindið er talið benda til þess, að banasár prinsins hafi ef til vil! ekki verið skotsár. o Hér er Ömar að skjóta sig í myndinni. Þar gerist það að aflokinni rausnarlegri drykkjuveizlu. Samkvæmt kaþólskri trú skulu sjálfsmorðingjar grafnir utangarðs, en til að bjarga Rúðólfi um leg í vígðri mold var látið heita svo að hann hefði framið sjálfsmorðið í brjálæðiskasti, sem hann og kannski hefur gert. Til þessháttar sjálfs- morðingja nær ekki yfirskrifað bann kirkjunnar. © Áletrunin á gröf Maríu Vetsera. Þau Rúðólfur kváðu hafa óskað þess að fá að hvíla í einni gröf bæði, en keisarafjölskyldan var nú ekki á því. Og engir viðarteinungar munu hafa sam- einað moldir þeirra eins og Tristans og ísoldar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.