Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 22
A Tveir áhugamenn um geimrannsóknir handleika hér líkan af geimfari því, sem Bandaríkjamenn hyggjast lenda á mánanum. Hversvegna skyldu menn taka á sig þann hrikalega kostnað sem fylgir því að koma upp ný- lendu á tunglinu? Hvað hefur það sem jörðin ekki hefur? Að minnsta kosti er ljóst að það vantar sitt af hverju. Þar er ekkert gufuhvolf og þar með ekkert lífsloft og ekkert veður, og geislar sólarinnar hafa í ára- milljarða skollið á því án þess að það hafi getað borið nokkra hönd fyrir höfuð sér. En þetta getur hafa leitt til tilorðningar einhvers efnis með eiginleikum sem við þekkjum ekki til. í nokkrum af söfnum jarðar- innar eru hlutir sem gefa vís- bendingu um það, sem fyrstu tunglfararnir kunna að taka með sér til baka: steinflísar (úr loft- steinum) sem eru öðruvísi en það grjót sem finnst á jörðu hér. Þeir eru fullir með smákorn er kallast kondrúlur og líta út eins og hrísgrjón, og menn halda að stórir járnloftsteinar hafi rifið þetta laust af yfirborði mánans. Að öðru leyti erum við fáfróð um hvað málmkyns er á tungl- inu. En finnist þar eitthvað verð- mætt, verður ekki nándar nærri eins dýrt að senda farm frá tungli til jarðar og öfugt (fimm- tíu tonn brennsluefnis á hvert tonn farms). í bráðina eru það vísinda- mennirnir, sem mestan áhuga hafa á tunglinu. Saga sólkerfis- ins eru skrifuð á andlit lcarlsins í tunglinu — en hér á jörðu eru vindar og veður og aðrar plágur, sem gufuhvolfinu fylgja, ötular við að viska út þesskonar letur. Fyrst um sinn munum við hag- nýta tunglið sem athugunarstöð. Gufuhvolfið okkar blessað hindrar stjörnufræðingana, sér- staklega radíóstjörnufræðingana, í að rannsaka að gagni það sem skeður utan jarðarinnar. Á síð- ari árum hafa menn tekið á móti radíómerkjum utan úr geimn- um, og koma þar fram merkileg- ar og áhrifamiklar ábendingar um spennandi atburði sem eru að ske í Vetrarbrautinni okkar og öðrum stjörnuþokum. Fyrir tilstilli radíómerkjanna höfum við fengið hugmynd um hinar tröllauknu kvasarenur — dular- full himintungl sem senda frá sér gífurlegt orkumagn í radíó- og ljósbylgjum, svo stórkostlegt að við getum fylgt þeim eftir til yztu jaðra alheimsins. En þegar þessi merki ná til jarðarinnar, eru þau ógreinileg og ófullkom- in. Á tunglinu eigum við að geta náð þeim greinilegum og án truflana. HVAÐ EIGA TUNGL- FARARNIR AÐ GERA? Sjálf tunglferð Bandaríkja- manna á að ganga fyrir sig þannig, að geimskipi verður skotið frá jörðu með eldflaug af gerðinni Satúrn 5. Geimskipið verður furðu stórt, hundrað og ellefu metra á hæð og ummál rúmlega tíu metrar. Þyngdin er tvö þúsund átta hundruð tuttugu og sex smálestir. Sjálft hylkið, sem lenda á á tunglinu, er sjö metra hátt og fjóra á breidd. Satúrn-eldflaugin á að koma geimskipinu á braut umhverfis tunglið. Þrír geimfarar verða um borð, og einn á að verða þar kyrr í hundrað fjörutíu og níu kílómetra fjarlægð frá tunglinu, en hinir eiga að halda áfram í lendingarhylkinu. Að lokinni fyrirfram ákveðinni dvöl á tunglinu á hylkið aftur að svífa upp á brautina, þar sem geim- skipið bíður. Þá verður settur í gang einn geysiöflugur rakettu- mótor, sem rífa skal geimskipið útaf brautinni umhverfis mán- ann og reka það aftur til jarðar, og er ætlazt til að það skelli ein- hvers staðar niður í Kyrrahafið, líklega í námunda við Havaí. Fyrstu tunglfararnir tveir munu sennilega dvelja átján klukkustundir á tunglinu. Þeir munu yfirgefa geimskipið tvisv- ar og fara hverju sinni í þriggja tíma gönguferðir. Þess á milli munu þeir líta eftir farartæk- inu og útbúnaðinum og borða og sofa. í gönguferðunum munu þeir safna sýnishornum af grjóti og jarðvegi. Þeir eiga líka að taka myndir og mæla hversu djúpt geimskipið sekkur í yfirborðið. Allt upp í hundrað metra fjar- Nú cru tunglferðir ekki lengur draumsýnir i stíl við Jules Vernc — í ár vcrða þær veruleiki. Geimfarið á myndinni er svipað því, sem notað verður við lendinguna, en nú vi*a menn að yfirborð mánans er ekki eins hnökrótt og það er sýnt hér. 22 VTKAN 3-tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.