Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 40

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 40
ER LJUFUR DRVKKUR Instant DAILY er súkkulaði- drykkur. DAILY lcysist upp á augabragði í mjólk eða vatni. Ein eða tvær teskeiðar nægja í eitt glas. Aðeins þarf að hræra og þó er tilbúinn undra- Ijúffengur súkkulaðidrykkur, heitur eða kaldur, eftir þvi scm hver óskar. TS MAGIC INTO hraðar en fiinir hestarnir. Eftir að hafa gengið um dimma skóga og miklar víðáttur voru þau nú miðdepill fjölda augna og allt umhverfis þau var fjaðurskrýdd hörundsbrún hjörð af sterkþefjandi fólki, sem allt óskaði að sjá og snerta. Perrot, loðdýraveiðimennirnir og höfðingjar hinna ýmsu Indíána- flokka, hrópuðu árangurslaust, i von um að halda þeim frekustu frá hestunum. Wailis prjónaði og sparkaði með framhófunum til nokkurra þessara fitubornu höfða. Svo sleit hún sig út úr röðinni og stökk niður á árbakkann. Þar tókst Angeliq.ue að stöðva hana og neyða hana til baka, titrandi og auðmjúka, en þó stolta skepnu frammi fyrir undr- unaraugnaráði allra þessara Indíána, sem góluðu af fögnuði. Að undan- skildu þessu atviki, sem aðeins var álitið velkomið aukanúmer, var heimkoma Peyracs greifa og manna hans til Katarunk eins og vera bar. Hann sat hreyfingarlaus á hestinum frammi fyrir opnu hliðinu, hafði konu sina sér við hlið og aðra félaga fyrir aftan sig. Tveir kanadiskir trumbuslagarar, í bláum einkennisklæðum, komu á móti honum og börðu bumburnar. Á eftir þeim komu sex hermenn og liðþjálfar og mynduðu heiðursvörð, óaðfinnanlegan, þrátt fyrir smæð sína og það, hve fyrirvaralaust honum var uppstillt. Ofurstinn steig fram, klæddur í bláan síðfrakka með gulleinkennum yfirmanna Carignan-Saliére, skreyttur með þvottaskinns ræmum á erm- um og flibba og stórum víravirkishnöppum. Þetta var virðulegur maður, á að gizka um fertugt: hann var i kné- stígvélum og sverðið var bundið við hlið hans með hvítum linda. Hann hafði stutt, oddmyndað skegg, ofurlítið gamaldags, en það fór vel i virðulegu, dráttfínu andliti hans; útitekið andlitið gerði það að verkum að rósamíeg, grá og hvöss augun urðu enn fölari en ella. Það sem snart Angelique framar öllu öðru var það, hve mikil mildi geislaði frá þessum manni, eins og af daufu ljósi, sem beindist inn á við. Hann bar ekki hárkollu, en hár hans var vel hirt. Hann heilsaði með aðra hendina á sverðshjöltunum og kynnti sig: -- Loménie-Chambord greifi, foringi Megantic leiðangursins. —- Mikið nafn, svaraði de Peyrae og hneigði höfuð sitt. — Monsieur de Loménie, á ég að skilja það svo, að þetta lítilfjörlega virki mitt hafi aðeins þjónað sem öruggur náttstaður fyrir herdeildina? E'ða á ég að álíta návist ykkar hér, ásamt innfæddum bandamönnum ykkar, hernám á yfirráðasvæði mínu? —. Hernám! Guð forði okkur! hálfhrópaði ofurstinn. — Monsieur de Peyrac, við vitum að þér eruð Frakki, þótt þér séuð ekki fulltrúi kon- ungsins, húsbónda vors; en enginn í Quebec myndi láta sér dreyma um að návist yðar hér spilli fyrir Nýja-Frakklandi, öðru nær! Að minnsta kosti ekki án þess að þér gefið okkur ástæðu til að halda það. — Ég lít nákvæmlega eins á málin, og ég íagna því að við skulum hafa ýtt til hliðar öllum mögulegum misskilningi okkar í milli. Ég skal á engan hátt spilla fyrir Nýja-Frakklandi, hvorki með störfum mínum ná vist minni á bökkum Kennebec, svo fremi að enginn reyni að spilla fyrir mér. Þessi orð mín megið þér flytja landsstjóra yðar. 40 VIICAN 3-tbl' Loménie hneigði sig aftur án þess að svara. Jafnvel þótt hann hefði á löngum ferli sínum töluverða reynslu af viðkvæmum málefnum, fannst honum þetta hið furðulegasta af þeim öllum. Fólk var hvarvetna um Kanada farið að segja allskonar sögur, um þennan franska ævin- týramann, með dularfullan bakgrunn, sem var að leita að dýrum málm- um og framleiddi byssukúlur og var vinur Englendinga í þokkabót, og sem í meira en ár hafði helgað sér land einhversstaðar i hinum gríðar- miklu ókunnu auðnum frönsku Akadíu. En fundur þeirra hafði reynzt mun meiri viðburður, en nokkur hefði gert sér í hugarlund. Um þessa furðulegu sögu yrði hann að gefa skýrslu til Quebec og hún var vægast sagt óvenjuleg. Hópur Evrópumanna hafði komið úr suðri, ríðandi, ekki eftir ánum heldur gegnum svæði, sem aldrei áður höfðu heyrt, hross hneggja. I hópnum voru konur og börn og foringinn var grímuklæddur riddari, sem talaði hægt með hálfkæfðri röddu, og al.lt frá upohafi hafði hann hagað sér eins og sá sem valdið hafði — eins og tvö hundruð vopnaðir villimenn, samherjar Frakkanna, reiðu- búnir að láta til skarar skríða við minnsta merki, væru alls ekki til, hvað þá að þeir umkringdu hann frá öllum hliðum. Loménie greifi var hriíinn af hugrekki og hann var hrifinn af virðu- legri framkomu. Þegar hann leit upp aftur var virðing og snöggur ósjálfráður ylur i augum hans. — Ef til vill er það svona að verða ástfanginn við fyrstu sýn, ef einnig má viðhafa það um vináttu.... hugsaði hann. Framhald í næsta blaði. Öll réttindi áskilin. — Opera Mundi, Paris. Manjane... Framhald af bls. 13. var að koma yfir sléttlendið, og svo það yrði ágætt leiði. Og vindurinn frá fjöllunum við Bra- lavan myndi fleyta mér heim um kvöldið, það gat ekki verið betra. A sumr'n var vindurinn alltaf sá sami, en eitt haustið varð ég að bíða í tvo sólarhringa í Bralavan eftir leiði, og geiturnar voru að ærast, þegar ég lagði bátnum að ströndinni. En Sipo g'amli hafði mjólkað þær fyrir mig. Nú fór ég með mjólkina sem afgangs var til hans. Hann þóttist verða reiður og tuldraði: — Heldurðu að ég eigi ekki mjólk sjálfur, hvolpurinn þinn .... Ég lyfti stúlkunni upp og bar hana út í bátinn. Hún var þyngri en ég hélt að hún gæt; verið, en hár hennar ilmaði yndislega. Vindurinn jókst og okkur fleygði áfram. — Vatnið er stórt. Hvar veið- ið þið fiskinn? spurði hún og horfði til strandarinnar í fjarska. — Þarna, — þarna og þarna, sagði ég og benti kjánalega út í bláinn. Svo spurði ég: — Þér er- uð kannski sautján ára? — Ég er rúmlega sautján, ég er að verða gömul. Tennurnar komu í ljós, skínandi perluraðir, og við hlógum bæði. — Þá eigið þér trúlega festar- mann í Lakem? — Svo á að heita, svaraði hún rólega og brosti með sjálfri sér. Hún sat við hlið mér aftur í og ég starði á pinkilinn í botni báts- ins. — Við ófum og hnýttum tepp- in fyrir hann. Hann á margar geitur og stórt hús í Lakem, sagði hún. — Hann er ríkur. Hann selur teppin okkar til kaupmannanna í Resjt og í Ta- bris, sagði amma mér. En hann er kominn yfir fimmtugt, svo ég flúði til að komast til móðurbróð- ur míns í Bralavan. Amma tók loforð af mér, ég lofaði að fara til festarmanns míns, þegar hún væri dáin, en ég sagði alltaf „ekki“ í huganum, þegar ég var að lofa þessu. Er það synd? — Nei, það er ekki synd. Það hefir enginn rétt til að krefjast slíkra loforða, það hafa allir leyfi til að ráða sér sjálfir. — Ekki konur? — Jú, líka konur. Ég hefi les- ið um það, og líka hugsað um það. f okkar ætt eru konurnar jafn réttháar og karlmenn. Kúg- un á konum, sem er viðhöfð í þessu landi er á móti lögunum, hún er ekki réttmæt. Það getur engin manneskja átt aðra mann- eskju, ég hefi líka lesið um það og hugsað mikið um það. Þeir lærðu staðfesta það líka í bókun- um. — Þér kunnið þá að lesa? Ég kann ekki að lesa, sagði hún, hrygg í bragði. — Ég lærði það í Bralavan, og ég hugsa mikið þegar ég er að veiða, og þá kemst ég oft að því að ég hugsa það sama sem stend- ur í bókunum og hinir vitru hafa hugsað á undan mér. — Eru margir lærðir? — Já, í stóru borgunum eru margir sem aldrei vinna, sitja bara og hugsa og skrifa niður í bækur. Við töluðum mikið saman, al- veg þangað til við sáum fyrstu húsin í Bralavan. Þá þagnaði hún og sagði: — Þetta er stór bær. — Hlakkið þér til að búa í bænum? — Já, svaraði hún og brosti. Ég hugsaði: — Einhver ríkur maður kaupir fljótlega svona fallega unga stúlku. Hún er ekki valva frá fjöllunum. Hún fer að setja hveiti í andliíið, klæðist glansandi rauðum og bláum kjól- um, málar neglurnar og setur hringi í eyrun, já, hún verður kannski eins og sálarlausu kon- urnar í húsunum fjórum bak við kirkjugarðinn. Svo selur hann hana aftur og fær sér aðra yngri, og þegar búið er að selja hana nokkrum sinnum, þá fer hún kannski í eitt af húsunum, glat- ar sálinni og drekkur sakem . ,. Ég lagði bátnum rétt hjá bát

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.