Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 17

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 17
* Elisabeth Taylor og Richard Burton voru bæði j.'is hvort í sínu lagi frægir kvikmyndaleikarar, þegar þau kynntust við töku myndarinnar ..Kleopatra". Sú mynd vakti eins og kunnugt er mikið umtal og er enn í dag einhver dýrasta mynd, sem gerð hefur verið. Um árangurinn urðu hins vegar mjög skiptar skoðanir. Hjónaband Liz og Burton hefur vakið heims- athygli. Síðan þau kynntust hafa þau bæði vax- ið sem manneskjur, en þó öllu frekar sem lista- menn. Samleikur þeirra á hvíta tjaldinu skipar þeim í sérflokk. Ef til vill hefur Liz grætt meira á samvinnu og sambúð þeirra hjóna. Hún hefur breytzt úr uppstilltri þokkagyðju í eina fremstu skapgerðarleikkonu, sem nú er uppi. Leikur hennar í myndinni „Hver er hræddur við Virg- ina Woolfe" verður lengi í minnum hafður, enda hlaut hún Oscars-verðlaunin fyrir hann. Nýjasta mynd þeirra hjóna heitir því ein- kennilega nafni ,,Boom“. Er það í áttunda skipti, sem þau hjónin leika saman. Myndin er byggð á leikriti eftir Tennessee Williams, en framleið- andi hennar er John Jeyman. Auk Liz og Burt- on leika Noel Coward, Joanna Shimkus og Mic- hael Dunn stór hlutverk í myndinni. Þá má geta þess, að yngri bróðir Liz Taylor hefur lítið hlut- verk með höndum. Til þess að skapa myndinni rétt andrúmsloft og hugblæ var farið með alla leikarana til hins gamla hluta Sardiníu, þar sem daglegt líf fólks hefur varðveitzt óbreytt í áraraðir. Myndin fjallar um Chris Flanders (Richard Burton), sem einnig er kallaður „Engill dauð- ans“. Dag nokkurn kemur hann til klettaeyjar í Miðjarðarhafinu, þar sem hin ríka Flora Go- forth (Liz Taylor) býr í höll sinni. Henni er ókunnugt um, að Chris þessi Fland- ers hefur til siðs að skjóta skyndilega upp koll- inum sem gestur í höllum auðugs fólks. — Skömmu eftir komu þessa ókunna gests hefur það jafnan gerzt, að húsráðandi hefur lagzt á banasæng. Flora Goforth hefur lifað stormasömu lífi. Hún hefur gifzt fimm sinnum og fengið millj- cnir dollara frá eiginmönnum sínum. Nú er hún orðin gömul, einmana, hjátrúarfull og tor- tryggin. Hún liggur eins og ormur á gulli sínu og hefur lífverði og þjónustufólk á hverjum fingri. Hún er berklaveik og lækni hennar er ljóst, að það sé aðeins tímaspursmál, hvenær hún deyi. Með komu Chris Flanders til hallarinnar hefst síðasti harmleikurinn í lifi hennar. Hann minnir hana á einn af fyrri eiginmönnum henn- ar; þann eina sem hún elskaði í raun og veru. Hann var skáld, en fórst í fjallgöngu. Hún vís- ar Chris Flanders í fyrstu á bug og neitar að þýðast hann, en þegar hún síðar vill hefja náið ástarsamband við hann er það hann, sem neitar að þýðast hana. Slíkt hafði aldrei áður gerzt í lífi hennar. Á banabeði hennar trúir Chris henni fyrir því, að hann hafi sett sér það takmark í líf- inu að hjálpa einmana og bitru fólki, þegar hinzta stund þess nálgist. . . . Kjólarnir, sem Liz Taylor klæðist í mynd- inni, eru teiknaðir af tízkukónginum Tiziani í Róm. Einnig ber hún reiðinnar feikn af dýr- indis skartgripum, sem allir eru sérstaklega smíðaðir vegna töku myndarinnar. Eins og fyrr er getið leikur Noel Coward einnig í þessari nýju og athyglisverðu mynd. Hann er ekki við eina fjölina felldur í heimi listarinnar. Hann hefur samið yfir 50 leikrit, og hafa nokkur þeirra verið kvikmynduð. Hann er revíuhöfundur og hefur samið fjölda dægur- V Framhald á bls. 47.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.