Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 46
PERA-SYSTEM HSN FRÁBÆRA NÝJA miLUSAMSTÆÐA ER í SENN HAGKVÆM OG ÓDÝR I'að er ekki margt, sem héfur lækkað í verði að undanförnu. Það hafa PIRA hillusamstæðurnar gert sökum hagræð- ingar og verðlækkunar í innkaupi. Nefn- ið til hvers þér þurfið hillur og PIRA er svarið. Odýrustu bókahillur, sem völ er á, hillur og borð í barnaherbergi, í vinnuherbergi, í húsbóndaherbergið. Sjáið myndina hér; þar er slcipt á milli borðstofu og stofu með PIRA-vegg. Borðstofuskenkurinn sparast. PIRA hillusamstæður geta staðið upp við vegg, eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf- ur eða naglar til að skemma veggina. Notið veggrýmið og aukið notagildi íbúðarinnar. PIRA hillusamstæðurnar eru iausn nútímans. HÚS OG SKIP hf. Ármúla 5 — Sími 84415—84416. Engill dauðans ... Framhald af bls. 29. feimnislega þegar hann bauð borgun. Cushing fór beinlínis í auglýs- ingaleiðangra um Norður-Lupz- on til að kynna sig og starfsemi sína, hélt ræður á mállýskum fólksins, hvatti það til að snúast gegn innrásarmönnunum og gefa ekki upp vonina um betri fram- tíð. Hann skipaði nýja lögreglu- menn og aðra starfsmenn í stað þeirra, sem flúið höfðu Japani. Og hvar sem hann kom tók fólk- ið honum fagnandi. Hann talaði gróft, en hann ávarpaði okkur sem faðir, sagði einn filippínskur dreifbýlingur. Cushing hafði verið að nokkra mánuði þegar hann frétti að John P. Horan ofursti vildi hitta hann. Horan hafði króazt inni á Norður-Luzon og neyðzt til að leysa upp herflokka sína þegar Japanir óðu yfir. Þar eð hann var elztur bandarískra herfor- ingja á eynni, höfðu hervöld Bandaríkjanna leyft honum að koma upp skæruliðasveitum, er tilheyra skyldu hundrað tuttug- ustu og fyrstu fótgönguliðsher- deildinni. Fyrsta verk Horans varð auð- vitað að kynna sér liðstyrk Cush- ings .Cushing hætti sér í leiðang- ur þvert yfir Luzon til að hitta ofurstann. Nauðugur viður- kenndi hann Horan sem yfir- mann sinn. Með því móti var hann auðvitað ekki eins sjálfráð- ur og áður, en fékk meiri hjálp að öllu tagi og því betri mögu- leika til að valda Japönum tjóni. 46 VIKAN 3-tbl- Ilin ýmsu skæruliðasamtök voru nú sameinuð og þau tengd yfir- herstjórn bandamanna. Cushing hafði að vísu áður gert nokkrar tilraunir lil að sameina skæru- liðahópana, en gengið illa. Skæruliðaforingjarnir vildu ekki vera neinum háðir. Cushing fékk nafnbót höfuðs- manns og völd næstráðanda í hundrað tuttugustu og fyrstu fót- gönguliðsdeildinni. Horan reyndi hvað eftir annað að fá hann skipaðan major, en æðstu for- ingjarnir í aðalstöðvunum á Corregidor neituðu því alltaf; báru því við að Cushing hefði ekki verið nógu lengi í hernum. í marz og apríl hélt Cushing áfram aðgerðum sínum ó vestur- strönd Luzon og olli Japönum gifurlegu tjóni. Eftir að Japan- ir unnu Bataan níunda apríl sendu þeir heilt herfylki til Abra að eyða liði Cushings. Það mis- tókst. Sjötta maí 1942 gafst varnar- lið bandamanna á Corregidor upp fyrir Japönum. í uppgjafarskilmálunum var tekið fram að hundrað tuttug- asta og fyrsta fótgönguliðsdeild- in á Norður-Luzon skyldi einnig leggja niður vopn. Horan, sem liðsforingi í merg og blóð, lét sér ekki detta í hug að neita að hlýða fyrirmælum Wainwrights hershöfðingja, en hann lét vera að biðja Cushing að gera slíkt hið sama. Japanir héldu því áfram að heita miklum fjárfúlg- um fyrir höfuð Cushings. Þegar Horan gaf sig á vald Japönum, sagði hann þeim að Cushing væri horfinn og skæru- iðarnir farnir hver til síns heima. Cushing var nú aftur sem fugl- inn frjáls. Hann safnaði að sér í fjöllunum liðsmönnum hundr- að tuttugustu og fyrstu her- deildarinnar. Vígbúnaðinum skyldi halda áfram en engar nýj- ar árásir gerðar að sinni. Menn óttuðust að Japanir kynnu að hefna sín á þeim fjörutíu þúsund stríðsföngum, sem þeir höfðu tekið á Luzon. Cushing kunni þessu vopnahléi stórilla. Til að halda mönnum sínum við efnið gaf hann út blað, sem daglega flutti helztu fréttir frá Bandaríkjunum. Fréttunum náði hann með móttökutæki frá stöð einni í San Fransiskó. „Blaðið“ nefndist „Málgagn frelsishersins“. Cushing fór aftur til Manila. Fjórum sinnum heimsótti hann borgina, sem var yfirfull af Jap- önum. Tilgangur hans var að ná sambandi við aðra skæruliða- hópa og sameina andspyrnu- hreyfinguna, áður en baráttan gegn Japönum yrði tekin upp að nýju. Cushing fékk þrenns konar persónuskilríki hjá filippínskum yfirvöldum. Samkvæmt einum var hann Filippseyingur af spænskum ættum, samkvæmt öðrum ítalsk-indíánskur kyn- blendingur og eftir þeim þriðju að dæma prestur. Cushing notaði síðastnefndu skilríkin sjaldan, en hin tvö þeim mun oítar. Hann var lítill og mjög dökkur yfirlitum og skar sig því ekki úr í götulífi Man- ila. Til að ná aukinni leikni í hlutverki mestísans nam hann lungumál hjá næturklúbbssöng- konu að nafni Julia Mazetti. En hann mætti illa í tíma, segir hún. — Hann var alltaf svo upptekinn. Ríkir Filippsey- ingar, sem hötuðu innrásar- mennina, gáfu Walt peninga fyr- ir herteknum bandarískum vopnum, sem hann keypti á svarta markaðnum. Síðan smygl- aði hann vopnunum til sinna manna, hvernig sem hann nú fór að því. Ungfrú Mazetti minnist atviks nokkurs, er hún var hvað hrædd- ust um Cushing. Hann hafði þá samið við háttsettan, japanskan herforingja um kaup á miklum vopnabirgðum. En Japaninn íékk þá flugu í höfuðið að hann þénaði bezt á kaupunum með þvi að taka fyrst við peningun- um, drepa síðan Cushing, ná aftur vopnunum og eignast síðan féð, sem lagt var til höfuðs út- laganum. Liðsmenn Kempetaí (japönsku leynilögreglunnar) umkringdu staðinn, þar sem við- skiptin óttu að fara fram, og biðu Cushings. En hann hafði vit fyr- ir sér og var kominn langt á undan þeim. Hann faldi sig uppi á þaki húss þess, sem þeir jap- anski foringinn áttu að hittast í, og sá leynilögreglumennina um- kringja það. Þegar þeim leiddist biðin, rannsökuðu þeir húsið. En Cushing fundu þeir ekki. Hann beið uppi á þaki í tvo sólar- hringa, og allan þann tíma var hellirigning. Oft var Cushing hætt kominn. Dag einn heimsótti hann eiganda stórrar sykurplantekru utan við Manila. Plantekran var um- kringd japönskum varðmönnum, en Cushing komst auðveldlega framhjá þeim með því að fela sig í tankbíl sem notaður var til brennivínsflutninga. Slíkir bílar fóru á milli plantekranna og birgðastöðva Japana í borginni og í þeim var aldrei leitað. Meðan Cushing sat að kaffi- drykkju með húsbóndanum, komu fjórir japanskir liðsfor- ingjar óvænt í heimsókn. Cush- ing skreið undir rúm og hafði þannig ágætis aðstöðu til að skoða gljáann á stígvélum Jap- ananna og hlusta á samtalið. Plantekrueigandinn gaf þessum óboðnu gestum kaffi í ró og spekt og skrafaði við þá um dag- inn og veginn. En fréttin um komu Cushings hafði spurzt út á plantekruna. Hópur stúlkna birtist skyndilega á hlaðinu. Ein flutti ræðu á mállýsku héraðs- ins og síðan sungu þær „God bless America“ til heiðurs Cus- hing. Cushing kreppti hendina um skammbyssuna, sem hann aldréi skildi við sig. Hann ákvað að reyna að sálga Japönunum öll um fjórum í von um að koma í veg fyrir hefndaraðgerðir gegn plantekrueigandanum. Söngur- inn hætti. Cushing trúði naum- ast eigin eyrum. Japanir kunnu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.