Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 37
Þcir flugu kringum tunglið: Borman, Lovell og Anders (talið frá vinstri).
í TUNGLINll FYBIR NÆSTU JOL?
Óðum nálgast sú stóra stund, að mannlcg vera stigi í fyrsta sinni
fæti á yfirborð annars himintungls en okkar jarðar. Óhætt er að
gera ráð fyrir að fyrsti maðurinn sem drepur tám á ríki Lúnu drottn-
ingar verði annað tveggja Bandaríkjamaður eða Sovétmaður. Eins
og nú horfir virðast Bandaríkjamenn vera á undan í kapphlaupinu-
Leiðangur þiúggja garpa úr þeirra hópi í „landhelgi“ tunglsins og
kringum það þykir eitt mesta vísindaafrek, er sagan kann frá að
greina. Standa nú sterklega vonir til þess að bandarískir geimfarar
lendi á tunglinu einhvern tíma á þessu ári, fyrstir manna —• en vel
að merkja liggur ekki ljóst fyrir hvað Rússar hafa í pokahorninu
hvað þessu viðvíkur. Raunar hefur heyrzt, að þeir hafi misst áhug-
ann á mánatetrinu, þar eð Kanarnir hafi þar of mikið forskot, en
leggi þess í stað megináherzlu á að verða á undan til Marz — stjörnu
herguðsins.
☆
I>essa mynd tóku þeir fclagar af yfirborði tunglsins. Svo er að heyra að það sc
þakið þurrum sandi, dælduðum af loftstcinum. livað yfirbragð og litarliátt
snertir er máninn heldur ólystilegur, „hrímfölur og grár“, eins og Jón Ólafs-
son hafði fyrir löngu uppgötvað af jörðu niðri, enda lct Sigurður Nordal sér
fátt um leiðangurinn finnast.
3. tbf. VIKAN 37