Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 44
aðallega eftir lágu borði. Það var fagurlega skreytt gulli og á því stóð lítil vog. Ég beið eftir því að hann yrti á mig. Hann var lítill og gráhærður; rauða kollhúfan var svolítið á ská. Hann horfði rannsakandi á mig og sagði svo: — Nú, hvað? Ég svaraði: — Ég get boðið þér fisk í haust, þú hefir aldrei keypt fisk af mér. — Þarftu að fá peninga? — Kannski helminginn. Ég nefndi verðið. Hann horfði á mig og hugsaði sig um andartak, og það gladdi mig, þegar hann sagð- ist vilja kaupa af mér fisk, og að hann vildi gjarnan borga strax. Ég sagði: — Ég þarf raunar ekki á peningunum að halda. Hann horfði undrandi á mig og brosti. Þeir virtustu allir bera traust til mín, þótt faðir minn drykki og yrði óður. Fötin mín voru ekki falleg, slitin vinnuföt, eins og veiðimenn nota daglega; víðar buxur, ilskórnir reimaðir upp leggina, stuttur jakki og rauður léreftslindi. Ég tók pyngju úr beltinu og rétti hon- um átta eða tíu perlur í lófanum. Án þess að segja nokkuð gekk hann að borðinu þar sem vogin stóð. Svo setti hann stækkunar- gler fyrir annað augað og skoð- aði perlurnar vel og vandlega, vó þær svo, eina og eina í einu. Hann náði svo í skrúfumálstokk upp úr einni skúfunni og mældi perlurnar, skrifaði svo eitthvað í litla bók. — Áttu margar? — Ég get náð í fleiri, en það tekur tíma. — Hvar finnur þú skeljar núna? Ég hélt að grynn'ngarnar væru orðnar þurrausnar. — Ég finn eina hér og aðra þar, ég þekki vatnið betur on flestir aðrir. Hann brosti og sagði svo: —- Jæja. Ég get komið þeim i verð fyrir þig, ég sendi þær vin- um mínum, sem eru mjög á- byggilegir. Svo skiptum við jafnt á milli okkar. — Helminginn? Er það rétt- látt? — Þú stendur þig við það. Þú færð samt meira en þú getur fengið hér í Bralavan, það veiztu. Ég vissi það. Hann hafði ekki sama hátt á og aðrir perlukaup- menn, — ekki eins og armenskir, eða grískir, eða sýrlenzkir, ekki heldur eins og Persar. Það vissu allir að hann var mjög sannsög- ull, þessvegna hafði hann náð til sín mest allri teppaverzlun í ná- grenni Bralavan og hinum meg- in við vatnið. Fyrir mína tíð hafði hann einnig verzlað með perlur, en rányrkja var búin að eyðileggja perlumiðin. Það hafði vaxið upp stofn af smáskeljum á einstökum stað, aðalega við ár- ósinn, rétt hjá húsinu mínu. Ég veiddi þær stundum, en aldrei að degi til. 44 V1KANT 3- tw- Ég sagð.i: — Þú sýndir mér til- trú og ég treysti þér. Ég veit þú segir ekki frá þessu. Það halda allir að það séu ekki perluskelj- ar í vatninu lengur. — Það er rétt . látum okk- ur nú sjá, sagði hann stuttlega. Án þess að hugsa mig frekar um hvolfdi ég öllum perlunum úr pyngjunni, hundrað og fjórtán dýrmætum perlum. Hann horfði aftur snöggt á mig og brosti. Og brosið hans var hlýtt og gott. Eftir að hann hafði skoðað perl- urnar í stækkunarglerinu, vegið þær og mælt, sagði hann: — Ég hefi kaupanda í stórborgum Evrópu, ég sendi þær ekki til kaupenda hér, Arpad, þú ert ríkur maður, af veiðimanni að vera ertu forríkur. Viltu fá kvittun? — Ég þarf enga kvittun, svar- aði ég. — Kvittun hjálpar ekki mikið ef eitthvað kemur fyrir. Ef eitthvað hendir mig, sem get- ur alla hent, þá færðu móður minni elskulegri peningana, hún hjálpar þá okkar nánustu og skyldmönnum af ættkvíslinni, og svo er hún þá tryggð til æviloka. HÍún á ekki svo gott. En faðir minn má ekkert vita, því hann drekkur upp allt sem hann fær. Það er ekki hægt að treysta þeim sem drekka of mikið, hann er ekki sjálfráður gerða sinna. Gamli teppakaupmaðurinn hneigði sig lítillega, og lét mig skilja það að hann væri mér sammála, en að hann ætlaði samt sem áður að láta mig hafa kvitt- un. Það skaðaði ekki að hafa hana, og móðir mín yrði að hlýða lögunum, ef hún átti að skipta fénu, annars væri allt ólöglegt. Hann ætlaði að reikna út hve upphæðin væri mikil, og svo skyldi hann og síðar synir hans, vera mér innan handar og geyma féð. Við töluðum lengi saman og vorum á eitt sáttir. Hann sagði að ég gæti svo sótt skjölin síðar um daginn. Ég bað hann um hundrað silf- urpeninga. Hann flýtti sér inn og kom aftur um hæl, með þungt peningaskrín í höndunum. Þegar ég hafði fengið pening- ana gekk ég á fund gamla kenn- arans míns. Hann heitir Hamun og bjó í litlu steinhúsi við stíg- inn, sem lá upp að hæðunum við Bralavan. Hann var nú orðinn mjög gamall, lítill, visinn og fátækur, en augun voru skær og greindarleg. Hann bauð mér auðvitað inn, en ég varð að sæta vindum, til að komast aftur heim, svo ég rétti honum fimm- tíu silfurpeninga. Hann skildi þetta ekki og varð alveg ringl- aður. Hann gat ekki tekið við svona miklum peningum af fá- tækum veiðimanni Ég sagði honum að ég væri ekki svo fátækur lengur, en ég talaði ekkert um perlurnar. Ég sagði honum að ég hefði veitt vel og að byggið og geiturnar gæfu mér töluvert í aðra hönd. Ég gat loksins talað um fyrir honum, og svo lofaði ég að láta hann hafa fisk með haustinu, eitthvað af byggi og fleiri silfurpeninga. Ég sagði honum að ég skuldaði hon- um miklu meira. Það væri líka aumi maðurinn sem ekki borgaði skuldir sínar, þegar hann gæti. — Þú kenndir mér það sem eng- inn af veiðimönnunum kann, þú kenndir mér að lesa og skrifa og reikna. Þú sagði mér frá ókunn- um löndum, fólkinu og dýrunum, og þú lofaðir mér að skoða myndir í stóru bókunum þínum. Ætti ég ekki að greiða þér fyrir það? sagði ég. Ég sagði honum líka að mér þætti leitt að hafa ekki getað greitt þetta fyrr. Sonur á að greiða skuldir föður síns, faðir sonar síns, og vinur greiðir fyrir vin sinn, þetta hafði hann sjálfur kennt mér. — Arpad, Arpad, ég sagði það alltaf að þú værir mikið og gott mannsefni, þú ert líka laglegasti ungi maðurinn hér um slóðir, sagði hann, til að gleðja mig. Hann var með tárin í augunum, þegar hann faðmaði mig. — Segðu mér nú sannleikann, heldurðu að fólk fyrirlíti mig vegna þess að faðir minn drekk- ur og fær æði? spuði ég, angist- arfullur. — Arpad, Arpad. Nei, enginn, eða næstum því enginn . já, þeir eru heimskir sem gera það, og maður á aldrei að hlusta á það sem heimskir menn segja. Sterkir menn skipta sér ekki af því sem hvíslað er í krókunum. Hjá þeim heimsku er ekkert samband milli tungu og heila. — Þú hefur á réttu að standa, sagði ég. — Ég skal ekki taka mark á heimskuhjali, ég skal reyna að verða styrkur maður og góður. Þeir eru ekki vondir, það eru engir menn vondir, en þeir hafa ekki meira vit, þeir eru aumkunarverðir. Já, þeir eru ekki skynugri en dýrin. Það verður að hjálpa þeim sem ekki skilja betur. — Ó, Arpad, ef allir væru eins og þú, sagði hann með alvar- legri rödd. — Ef við lærðum að hjálpa hver öðrum, þá væri friðsælla á þessari jörð. En, — en Skjölin voru tilbúin, teppasal- inn hélt sínum hluta þeirra, ósk- aði mér góðrar ferðar og góðrar heilsu um alla framtíð. Ég sótti sjónaukann og gekk svo niður á aðeins það bezta skilið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.