Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 50

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 50
r N Ég vil láta klippa mig eins og Yul Brynner! V----------------------------------------------------—--------------) — Riggs, mér er sagt að þér hafið verið viðstaddur þegar herra Forsyte barðist við eldinn. — Tá, herra. Herra Forsyte var stórkostlegur. Hann var eins og ungur maður, það endaði með því að við urðum að bera hann út. Og hann sem alltaf var svo nákvæmur með heilsuna. Hann rak mig áfram. Ég hefi aldrei verið eins undrandi á ævi minni. Ef hann hefði ekki komið síðasta málverkinu út í gluggann, þá hefði hann líklega ekki farizt, það var það sem datt ofan á hann. — Hvernig byrjaði eldurinn? — Það veit enginn, nema ef herra Forsyte hefir vitað það, en hann sagði ekki neitt. Ó, herra, nú finnur hann aldrei að við mig framar Þegar Michael kom heim hitti hann Winifred, Val og Holly, sem höfðu komið vegna jarðarfararinnar. Annette var uppi í barna- herberginu með Kit. Michael fór upp til Fleur, í herbergið sem hún hafði, þegar hún var lítil. Herbergið var svo lítið að hún hafði sofið þar ein, Michael svaf annars staðar þessar síðustu nætur. Hún lá ofan á rúminu, yndisleg, en virtist alveg stjörf. Hún leit á Michael, en augnaráðið bar ekki vott um meiri áhuga en þótt hún hefði horft upp í loftið. Hann gekk að rúminu og greip hönd hennar. — Ástin mín! Fleur horfði aftur á hann, en augnaráðið var tómlegt, eins og áður. — Ég skal fara heim með Kit, hvenær sem þú vilt. — Hvenær sem þú vilt sjálfur, Michael. — Ég veit hvernig þér líður, sagði Michael, en vissi með sjálfum sér að hann hafði ekki hugmynd um það. — Riggs var að segja mér frá föður þínum og baráttu hans við eldinn. — Talaðu ekki um það! Það var eitthvað í svip hennar sem hann skildi ekki, jafnvel þótt hann gerði sér fyllilega ljóst að hún syrgði föður sinn svo mikið. Ailt í einu sagði hún: — Vertu þolinmóður Michael. Ég geri ráð fyrir að tíminn lækni mig. Hafðu ekki áhyggjur af mér, ég er ekki þess virði. Stopp! Stopp! Þú ert að setja olíuna í víngeyminn! Michael þrýsti vörum sínum að enni hennar, hann víssí að orð voru þýðingarlaus. Hann gekk út og rölti niður að ánni, stóð þar um liríð og virti fyrír sér strauminn, sem glitraði í haustbirtunni. Kýrnar, sem Soames hafði átt voru á beit hinum megin við ána. Nú yrðu þær seldar á uppboði, eins og reyndar allt hitt. Annette ætlaði að flytja til móður sinnar í Frakklandi, og Fleur vildi ekki eiga neitt af munum föður síns. Hann horfði á húsið, sem ennþá bar merki elds og vatns. Það var angurværð í hjarta hans, eins og andi hins framliðna væri við hlið hans og sæi sjálfur hve forgengilegur þessa heims auður í raun og veru er. Allt er breytingum undir- orpið, hugsaði Michael, en flestir vildu líklega heldur eiga heilt fljót heldur en lítinn læk. Hann sneri heim að húsinu aftur og gekk meðfram blómabeð- unum, sem voru umhveríis matjurtagarðinn. Hann sá að einhver sat í garðhúsinu í horninu. Það var Holly Dartie, hún var elsku- leg kona. Michael datt skyndilega í hug að reyna að fá greitt úr flækjunni viðvíkjandi Fleur, sem hafði kvalið hann svo undan- farið. í fyrstu fann hann til sektar yfir því að ætla að fara á bak við Fleur, en hugsaði svo að allt væri betra en þetta ástand. Hann gekk til hennar. Hún sat með bók í kjöltunni, en var ekki að lesa. — Hvernig líður Fleur? spurði hún. Michael hristi höfuðið og settist. — Mig langar til að leggja fyrir þig spm-ningar, sagði hann. •— Þú skalt ekki svara þeim, ef þér finnst það erfitt, en mér finnst ég verði að spyrja. Geturðu, eða viltu segja mér hvernig málum er háttað milli Fleur og bróður þíns? Ég veit að það var eitthvað áður. Er eitthvað á milli þeirra núna? Ég er að spyrja hennar vegna, ekki mín vegna. Það er sama hvað þú segir mér, ég skal ekki nota það til að særa hana. Hún horfði beint framan í hann, og Michael sá það á andliti henn- ad að hvað sem hún segði, þá væri það satt og rétt. — Hvað sem hefur verið á milli þeirra, sagði hún að lokum, — og það hefur líklega verið eitthvað, síðan hann kom heim ,þá er því lokið nú. Ég veit það fyrir víst. Því var lokið daginn fyrir brunann. — Ég skil, sagði Michael hljóðlátlega. — En hvernig getur þú verið viss um að því sé lokið að fullu og öllu? — Vegna þess að ég þekki bróður minn svo vel. Hann hefur lofað konunni sinni að hitta Fleur aldrei aftur. Það hlýtur eitt- hvað að hafa komið fyrir, ég veit að það er rétt. En lofi bróðir minn einhverju, þá er öruggt að hann stendur við orð sín, það er ekkert, örugglega ekkert, sem getur komið í veg fyrir það. Hvað sem það hefur verið, er því lokið, og Fleur veit það. Michael sagði aftur: — Ég skil. Og svo sagði hann, eins og við sjálfan sig: — Iivað sem það hefur verið. Hún lagði hönd sína ofan á hans. — Þetta er allt í lagi, ég næ mér fljótt aftur. Þú þarft heldui’ ekki að vera hrædd um að ég gangi bak orða minna. Ég veit að ég hefi alltaí leikið á aðra fiðlu. Hann þrýsti hönd hennar, og þegar hún leit upp, sá hann að það voru tár í augum hennar. — Þakka þér hjartanlega fyrir, sagði hann. Ég held ég skilji þetta núna. Það er svo óþægilegt að vita elcki hvað maður er að berjast við. — Þakka þér hjartanlega. Hann dró hönaina hægt til sín. Hann brosti þegar hann leit niður til hennar, þar sem hún sat kyrr með tárin í augunum. — Það er stundum dálítið erfitt að kyngja því að lífið er raunar ekkert annað en leiksýning, en maður getur vanizt því ........ — Hamingjan fylgi þér, sagði Holly. Og Michael svaraði: — Hamingjan sé með okkur öllum! Um kvöldið, þegar búið var að slökkva öll ljós, læddist hann aflur út í garðinn. Honmn fannst ennþá andi gamla Forsytes væri þarna, til að vernda þá sem hann elskaði. Fuglinn hafði verið særður á báðum vængjum, og nú var ekki um annað að gera en að lækna sárin. — Hvað sem það var sem milli þeirra tveggja fór, — hann vissi að það hafði verið allt, þá vissi hann að það var búið, og að hún var niðurbrotin. Hann varð að standa við hlið hennar og láta ekki á neinu bera. Ef hann gat ekki gert það núna, þá hefði hann aldrei átt að kvænast henni, hann vissi þá að hún elskaði hann ekki, eða að minnsta kosti ekki mikið. Hann tottaði pípuna fast, og gekk gegnum garðinn niður að ánni. Kyrrð kvöldsins átti vel við skap hans þessa stundina. Ómur af tónlist barst niður með ánni. Það hlaut að vera frá einhverju samkvæmi, en honum fannst ómurinn berast með straumnum, töfrandi, fjarlægur og blíður. Michael varp öndinnL Þetta hljómaði eins og svanasöngur ........ SÖGULOK. 50 VIICAN 3-tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.