Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 15
Hvort sem hún var
kvendjöfull eSa ekki, glitraði
einkennileg birta í augum hennar, og
hann gat ekki að sér gert að líta snögglega
undan hvenær sem augnaráð þeirra mættust. -
Hann hafði orðið fvrir tilfinnanlegu áfalli, þegar hann
sá hana þarna, sitjandi á hestinum, veru af holdi og blóði,
en ekki yfirnáttúrulega sýn. Honum leið enn eins og hann
hefði fengið högg undir bringspalirnar og sýndi engan
áhuga fyrir ástandinu eins og það var nú, þótt það
væri rniögviðsjárvert... Því lengra,sem þau héldu,
þeim mun sannfærðari varð hann um, að
þessi kona, sem hafði komið fram
úr skóginum, væri feg-
ursta vera sem hann
hefði nokkru
sinni hitt.
að ekki væri heilt herfylki innangarðs. Húronarnir ætluðu að flá af
honum höfuðleðrið, en ofursti okkar bannaði þeim, svo við stungum
honum bara ofan í k.iallara til að kæla hann svolítið, en bundum
hann íyrst eins og sláturfugl.
— Guð veri lofaður! sagði Peyrac. — Ég hefði aldrei fyrirgefið
ykkur víg eins minna manna, og okkar deilumál hefðu ekki verið
jöfnuð öðruvísi en með orruslu. Hvað heitir ofursti ykkar?
— Loménie-Chambord greifi.
— Ég hef heyrt um hann. Hann er mikill hermaður og mikils metinn
maður.
- Erum við fangar yðar, Monsieur?
— Ef þið ábyrgist, að engin svik biði okkar í Katarunk, og eini til-
gangurinn með leiðangri ykkar sé að ræða við mig, mun ég með
ánægju álíta ykkur vini mína fremur en fanga, eins og ráðgjafi
minn, landsmaður ykkar, Monsieur Perrot, hvetur mig eindregið til.
Lautinantinn drúpti höfði og var hugsi nokkra stund.
— Ég held ég geti ábyrgzt Það, Monsieur, sagði hann að iokum. —
Ég veit, að jafnvel þótt athafnir yðar hafi verið áhyggjuefni á vissum
stöðum, þar sem þér eruð álitinn helzti innrásarmaður á okkar svæði,
eru aðrir, og þá sérstaklega Frontenac landstjöri, mjög áhugasamir um
að ná samkomulagi við yður, það er að segja sannan landsmann, sem
aöeins vill Nýja Frakklandi hið bezta.
—Sé svo, samþykki ég að hitta Monsieur de Loménie áður en við
gripum til tilgangslausarar úlfúðar. Monsieur l’Aubigniere, má ég biðja
yður að fara til ofurstans og flytja honum fregnir af komu minni og
konu minnar.
Hann gaf Angelique merki um að koma og hún knúði hryssuna
sporum fram úr skugganum og tók sér stöðu við hlið eiginmanns sins.
Hana langaði ekki að sýna þessum mönnum neina sérstaka vináttu
eftir skrekkinn, sem þe>r gáfu henni kvöldiö áður, en hún gat ekki
vai-izt brosi, þegar hún sá svipinn, sem færðist yfir andlitin þrjú, þegar
hún nálgaðist.
A.llir þrír hörfuðu sem einn maður. Og af vörum þeirra mátti lesa
orðin, sem þeir sögðu ekki: — Kvendjöfullinn! Kvendjöfuilinn af
Akadiu!
— Madame, má ég kynna þessa kanadisku herramenn?
— Herrar mínir, þetta er konan mín, de Peyrac greifafrú ....
Kaldhæðinn á svip horfði hann á viðbrögð þeirra.
— Greifafrúin sagði mér frá fundi ykkar i gærkvöldi. Hræðslan var
gagnkvæm á báða bóga. Ég skil að hvit kona á hesti á þessum slóðum
hlýtur að hafa komið ykkur mjög á óvart, en eins og þið sjáið, var
þetta ekkert yfirnáttúrlegt fyrirbæri.
— Jú, sannarlega, gall Pont-Briand við, með sönnum, frönskum
riddaraskap. -— Fegurð og þokki Madame de Peyrac er slikur, að við
getum varla trúað þvi. að augun séu ekki að gera okkur grikk og við
sjáum hér frammi fyrir okkur dís eða goðveru.
Angelique brosti enn breiðara við þetta kurteislega svar.
— Ég þaikka þessi orð, lautinant. Mér þykir leitt, að okkar fyrsti
fundur skyldi verða með þessum hætti. Mig grunar, að ég skuldi
hatt..
— Næstum höfuðið, Madame. E'n hverju máli skiptir það? Ég
hefði fagnað dauðanum úr svo fögrum höndum.
Og Gaspard de Pont-Briand hneigði sig djúpt með glæsibrag. Það
leyndi sér ekki, að hann var sem bergnuminn af fegurð Angelique.
Ferðamannahópurinn var kominn í mestu óreiðu.
Nú, þegar samkomulagi var náð, sóttu frönsku hermennirnir særða
Húronann, svo hægt væri að flytja hann á hesti, en hann var hrædd-
ur við þessa framandi skepnu.
Maudreville barón kynnti foringja þeirra, mann að nafni Odessonic,
alian skreyttan með bjarnartannafestum og fjöðrum. Það var erfitt,
fyrir þá, sem ekki þekktu til Indiána að þékkja einn frá öðrum, en
Angelique var viss urn að þetta var striðsmaðurinn, sem hún hafði
séð pynta Irokafangann kvöldið áður, af svo miklu miskunnarleysi.
Húronarnir voru nú orðnir forvitnir og vingjarnlegir og þyrptust um-
hverfis þau, áfjáðir í að sjá þessi nýju fölu andlit. Hártoppar þeirra og
fjaðraskrúð dansaði í kringum riddarana.
— Ég er hrædd við þá, sagði Madame Jonas, — þeir eru alit of líkir
Irokonum. Mér þykir nú nóg komið af þessum ófélega hópi.
Mótmælendurnir voru i mikiu uppnámi. Þeir skynjuðu jafnvel meira
en Angelique, ógæfuna af þessum fundi við franska kaþólikka og her-
menn, einmitt sama fólkið og þeir höfðu flúið La Rochelle vegna, á
svo hættulegan hátt. Þeir voru mjög þöglir, í von um að yfirmennirnir
tæ.kju ekki eftir þeim.
En athygli hinna síðastnefndu beindist að tvennu: grímuklæddu and-
ilit.i Peyracs, sem þeim stóð hreint ekiki á sama um, og Angelique
Þrátt fyrir að liún var þreytt og rykug og barðastór hatturinn bæri
skugga fyrir andlit her.nar, lagði Pont-Briand þá spurningu fyrir sig
hvað eftir annað, hvort andlit hennar væri ekki fegursta konuandlit i
heimi. Hvort sem hún var kvendjöfull eða ekki, glitraði einkennileg
birta i augum hennar, og hann gat ekki að sér gert að lita snögglega
u.ndan, hvenær sem augnaráð þeirra mættust.
Hann hafði orðið fyrir tilfinnanlegu áfalii. þegar hann sá hana þarna,
sitjandi á hestinum, veru af holdi og blóði, en ekki yfirnáttúrulega
sýn. Honum leið enn eins og ha.nn hefði fengið högg undir bringspal-
irnar og sýndi engan áhuga fyrir ástandinu eins og það var nú. þótt
það væri mjög viðsjárvert .... Því lengra, sem þau héldu, þeim mun
sannfærðari varð hann um. að þessi kona, sem hafði komið fram úr
skóginum, væri fegursta vera, sem hann hefði nokkru sinni hitt.
Lautinant Pont-Briand var iitrikur risi, geysilega þrekinn og sterk-
ur. og tig'ð ætterni hans færði honum nokkurn glæsibrag. Hann var
fæddur til að vera hermaður, og það sem meira var, hann neyddist
til þess, vegna þess að hann var yngstur í fjöiskyldunni. Hlátur hans
var klingjandi og hjartanlegur. Hann var mjög fimur sverðsmaður,
óbrigðul markskvtta og þolinn hermaður; og þótt hann væri nú i
bióma iifsins, rétt rúmlega þrítugur, virtist hann ekki hafa meiri
andlegan þroska en unglingi hæfði.
Sú var skýringin á þvi, hve hann var lágt settur til þess að gera,
brátt fyrir ætterni sitt, en þótt liann gæti unnið kraftaverk undir yf-
irstjórn góðs foringja gerði óstýrilátt eðli hans honum oft mjög hættu-
legt að stjórna sér sjálfur. Hann hafði engu að síður fengið lands-
stjóratitil af einum af mikilvægustu frönsku varðstöðvunum, varðstöð-
inni Saint Francis og var mjög vinsæll hjá ibúurn þess svæðis. Þrátt
fyrir afl lians og gríöarstóran skrokk kunni liann að ferðast í skóg-
inum jafn hl.ióðlega og Indiáni.
Angelique tók eftir athygli hans og hafði ama af. Það var eitthvað við
þennan léttlvnda mann með þetta ótrúlega fima göngulag, sem henni
féli ekki allskostar og hún var vel á verði.
Það hvarflaði að henni að harma, að þau skyldu ekki berjast ær-
lega um morguninn. Eiginmaður hennar óskaði að ráða fram úr öllu
með samningum, en eðli hennar og allar minningar börðust á móti
tilhugsuninni urn samninga við Frakka.
Mistrið, sem grúft hafði yfir landinu allan morguninn, var nú á und-
anhaldi. og allf i einu sáu þau í fjarska glitra á blátt vatn. Á minna
en klukkustund náðu þau niður til árinnar.
Skýin, sem höfðu hrannazt saman á sjóndeildarhringnum, voru
aftur orðm að móðu og hún. ásamt uppgufuninni frá ánni, hafði stigið
upp, þangað sem peisiar sólarinnar hituðu rakann, svo himininn tók á
sip einkennilegan bláma. En enginn vissi, nema vinurinn myndi aftur
blása þessum raka saman i þung og ógnandi ský.
Én þar sem sólin skein i gegn, var himinninn skær og blár.
Framhald á bls. 39
3. tbi. VXKAN 15