Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 27

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 27
sem hann rækist á, í loft upp með dýnamiti. Hina hræðilegu daga frá átt- unda desember 1941 til nítjánda desember næsta ár varð Walter M. Cushing frá E1 Paso í Texas hetja í þjóðsögu. McArthur hers- höfðingi sagði meira að segja op- inberlega: — Hann bar kyndilinn sem tendraði eld filippínsku mót- spyrnuhreyfingarinnar — eld sem aldrei slokknaði! Til þessa hefur saga Cushings aldrei verið sögð að fullu. En það verðskuldar hann. Sagt er að til sé handan við gröf og dauða sérstök Valhöll handa þeim, sem rísa gegn straumum tímans, en tuttugasta öldin hef- ur ekki framleitt marga af þeirri gerðinni. Cushing er einn þeirra. Borgaraleg staða Cushings átti þátt í að móta hann sem hetju. Múgherir nútímans gefa ekki mörg tækifæri til einstaklings- hetjudáða. En Cushing var frjáls maður, þurfti ekki að hlýða nokkrum skipunum, halda nokkurri víglínu óslitinni, halda liði sín'u sameinuðu, hörfa und- an skipulega eða gefast upp. Cushing háði sitt persónulega heilaga stríð eftir beztu getu. Hann lagði ekki annað undir en eigið líf, og spilaði furðu djarft með það. Um æsku Walters Cushings er ekki mikið vitað. Hann fæddist 1907 í E1 Paso og las spænsku í skóla, eins og margir aðrir tex- anskir unglingar. En gagnstætt þeim flestum lærði hann málið vel, og það varð honum til mik- illar hjálpar á Filippseyjum. Á unglingsárunum var Cush- ing agalaus og rómantískur. Dag einn þegar hann var tuttugu ára datt honum allt í einu í hug að ganga í herinn og gerði það. Þar eð hann var skarpur strákur var hann tekinn í flugforingjalæri við Kelly-flugvöll. Cushing var maður óþolinmóður og gat aldrei beðið neins í rólegheitum. Hann hitti stúlku sem honum líkaði vel við og kvæntist henni. En það máttu lærlingarnir ekki. Til- tæki hans komst upp og hann var rekinn. En Cushing var ástfanginn og lét sér á sama standa hvað guð og menn sögðu. Það var ekki fyrr en seinna að hann áttaði sig á að hann stóð uppi með tvær hendur tómar og eiginkonu, sem hann þurfti að sjá fyrir. Hann tók fyrir hvert starfið af öðru en gekk ekki sérlega vel. 1933 heyrði hann því fleygt að Fil- ippseyjar byðu upp á stórfeng- lega möguleika. Bróðir hans hafði farið til Manilla nokkrum árum fyrr og fengið vinnu í nám- um. Nú fór Cushing sömu leið. Hann hóf að grafa málm úr jörð í héraðinu Abra, norðvestan til á Luzon. Ekki efnaðist hann svo heitið gæti, en vann fyrir sér og vel það; varð að vísu að strita eins og þjarkur. Hann var á kafi í þessu púli áttunda desember, þegar Japan- ir réðust inn á Filippseyjar. Sex- tíu þúsund manna her þeirra gekk á land á Luzon norðan- verðri. Mikill liðstyrkur var sett- ur á land á Illocos-strönd, báðu- megin við Abrafljót, ekki langt frá námu Cushings. Sem betur fór fyrir hann, var innrásarliðið góðan tíma að víggirða þessa fót- festu sína. Cushing var ekki þannig gerð- ur að hann sæti með krosslagða handleggi og biði þess sem koma kynni. Hann safnaði saman sam- starfsmönnum sínum og skipti meðal þeirra vopnum, sem hann hafði eignazt um dagana. Sum þeirra voru harla forn, en úr öllum var hægt að skjóta. Hann raðaði mönnunum á vörð um- hverfis námuna. Síðan lagði hann einn af stað til að komast á snoð- ir um braukið í Japönunum. Hann fann einu herbækistöð héraðsins, filippínskar æfinga- búðir með þrjú hundruð ný- komnum varaliðum, í algerri upplausn. Cushing til mikillar furðu sögðu liðsforingjarnir hon- um að þeir hefðu alls ekki hugs- að sér að ráðast til atlögu gegn Japönunum. Cushing reifst við þá og jós skömmum yfir her- flokkinn. Tveir filippínskir liðs- foringjar og nokkrir stjórnmála- menn úr héraðinu stóðu gapandi af furðu er Cushing lýsti and- styggð sinni á þeim og minnti þá á hvað þeir ættu föðurland- inu að þakka. Árangurinn varð sá að Japanir lögðu mjög fljót- lega fé til höfuðs Cushing. Liðs- foringjarnir tveir gáfu sig nefni- lega á vald sóknarliði Japana og hefndu sín á Cushing með þvi að segja frá vígfýsi hans. Filippínsku varaliðarnir hurfu til fjallabyggðanna, þar sem þeir áttu heima. Cushing fékk þó með sér nokkra, sem vildu berjast. liann fór með þá til námunnar. Á leiðinni mættu þeir þrjátíu bandarískum hermönnum, sem annazt höfðu loftvarnarstöð á norðurströndinni. Þeir gengu fúslega í lið með Cushing. Þegar til námunnar kom, hafði hann á að skipa tvö hundruð manna liði og nóg af vopnum og skotfærum til að heyja nokkrar smáorr- ustur. Cushing þótti líklegt að mann- skapnum í aðalstöðvum banda- ríska hersins í Austurlöndum fjær léki hugur á að frétta af framsókn Japana á Norður-Luz- on. Þessar stöðvar voru í Manila. Hann sagði Bandaríkjamönnun- um í liði sínu að taka til óspilltra málanna við að þjálfa filippínsku námumennina og fór svo einn í könnunarleiðangur. Hann þekkti vel til staðhátta og gat því verið fljótur í förum. Tveimur dægr- um síðar skaut honum upp við námu í Batong Buhay, sem einn vina hans annaðist, og sendi upp- lýsingar sínar í loftskeyti til Manila. Aðalstöðvarnar urðu þakklátar og buðu Cushing höf- uðsmannsstöðu. En hann varð að koma til Manila til að fá hana. „Eruð þið vitlausir?“ sendi Cush- ing til baka. Aðalstöðvarnar svöruðu: „Við verðum að fylgja reglugerðinni." „Ég ætla að vita hvort Japanirnir bjóða mér ekki eitthvað betra,“ svaraði Cushing reiður. Hann var lítið hrifinn af einkennisbúningum og hafði andstyggð á föstum reglum. Enda var engin leið að heyja stríðið á Luzon eftir neinum reglugerðum. Til þessa höfðu viðbrögð Cush- ings verið nánast ósjálfráð; hann hafði umhverfzt þegar Japanir gerðust svo djarfir að ráðast inn á eyna „hans“. En nú var ekki seinna vænna að fara að gera eitthvað í alvöru. Hann hitti menn sína á fyrirfram ákveðnum stað, en þeir höfðu nú neyðzt til að yfirgefa námuna. Síðan fóru þeir að skipuleggja. Stríðið hafði allt i einu ger- breytt lífi Cushings sem svo margra annarra. I fyrsta sinn í lífinu gat hann nú einbeitt sér að markmiði, sem samfélagið lagði engar hömlur á: að drepa Japani! Síðar færði hann sig upp á skaftið og skipulagði skæru- hernað yfir gervalla Luzon. En í bráðina lét Cushing sér nægja að drepa þá óvini, sem til náðist í fljótheitum. Hann gerði nokkrum japönsk- um smáherflokkum fyrirsát og yfirleitt með góðum árangri, en eftir hrannvígin miklu í Candon eltu óvinirnir hann af slíku kappi, að honum þótti sem jörð- in brynni undir fótum hans. Hann skipti liði sínu þá í smærri flokka og hélt með einn þeirra inn í héraðið La Union. Honum hafði dottið nokkuð nýtt í hug. Cushing og menn hans fóru nú að æfa sig í að þagga niður í varðmönnum óvinanna að við- teknum stríðssið: að leggja hönd yfir munn óvinarins, reigja höf- uðið aftur og skera hann síðan á háls með hníf, sem beit engu miður en rakblað. Sumir manna Cushings notuðu beinlínis rak- hnífa við þetta starf, en festu áð- ur við þá sterkara skaft. Þegar Cushing þóttist nægilega undirbúinn, tók hann með sér sex manna sinna og lagðist í laun- sátur skammt frá japanskri her- stöð við Darigayos. Þetta var að kvöldi þrettánda febrúar. Appel- sínulitur máni og óteljandi stjörnur lýstu upp umhverfið. Um miðnætti fóru dökk ský að hnappast upp á himininn: fyrir- boði eins þeirra hitabeltisóveðra, sem eru tíðir gestir á Filippseyj- um. Nóttin varð svört sem bik. Cushing sagði: Komið, nú förum við! Könnun hafði leitt í ljós að aðeins þrír varðmenn gættu her- búðanna, sem voru í þröngu gljúfri. Cushing og menn hans 3. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.