Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 11

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 11
f \ Farkostur gamla mannsins v-------------1--------------/ Bercot heitir stolt Citroenverk- smiðjanna og glæsilegasti far- kosturinn, sem þar hefur verið framleiddur. Og náttúrlega er það de Gaulle hershöfðingi, sem hefur hann til umráða. Þessi Citroen Super DS er 6.53 m á lengd, eða 13 cm lengri en bíll Bandaríkjaforseta. Að fram- an er hann dæmigerður Citroen en að aftan minnir hann töluvert á Lincoln og fleiri vestanhafs- bíla. Mælaborðið er einkar glæsi- legt með hringmælum og sjálf- lýsandi rofum, en í afturhurðun- um er sími, vindlakveikjari og stillingar fyrir miðstöð og raf- knúna rúðuhalara. í baki fram- sætisins er innbyggður bar með kæli, en milli bílstjóra og aftur- sætis er engin rúða, eins og víða þykir fínt og sjálfsagt. De Gaulle neitaði slíkri aðskilnaðárstefnu milli forsetans og bílstjórans. /" ' Bjarga undrahrís- grjón mannkyninu? Landbúnaðarsérfræðingar halda að ný tegund af hrísgrjónum geti forðað mannkyninu frá hungurdauða. Þessi nýja hrís- grjónategund, sem hefir fengið einkennisstafina IR-5 og IR-8, hefir verið ræktuð og reynd í tilraunastofnun á Banos í Fil- ippseyjaklasanum. Þetta getur haft gífurlega mikil áhrif á af- komu í þeim löndum þar sem íbúarnir lifa mest á hrísgrjón- um, og það er aðallega í Asíu. Venjuleg hrísgrjónauppskera er einu sinni á ári, og gefur að- eins 1.2 tonn á hektara. Nýja teg- undin gefur 5—7 tonn á hektara, og uppskeru tvisvar á ári: IR-5 þroskast innan 150 sólarhringa, og IR-8 innan 120 sólarhringa. Ef vel gengur er uppskera þess- arra tegunda 14 sinnum meiri en þeirra, sem áður voru þekktar. Þetta kostar auðvitað meiri vinnu, meira vatn og tilbúinn áburð.... /--------------------- Úruggasti bíll í heimi V_____________________ Nú hefur Nixon fengið nýjan bíl um leið og hann tók við sínu nýja embætti. Þessi nýji bíll er sérstaklega útbúinn og er af Lincoln Con- tinental gerð, vegur 6 tonn og kostar kringum 26 milljónir kr. Öryggisþjónusta forsetans hefir ekki viljað láta neitt fréttast um það í hverju öryggisúbúnaður þessarar stóru Ford bifreiðar er fólginn. Það er fyrirtækið Leh- man- Peterson Incl. í Chicago sem hefir séð um allar breyting- ar á bílnum, og það eitt er víst að hann er skotheldur. Öruggari bíll hefir aldrei ver- ið framleiddur fyrir forseta í Bandaríkjunum, segja sérfræð- ingarnir. Þeir sem hafa séð bíl- inn, segja að hann líti frekar út sem brynvagn en venjulegur fólksbfll. í bílnum eru þrjú sjón- varpsmóttökutæki, tveir radio- símar, og hátalarakerfi, sem ger- ir forsetanum kleyft að tala við mikinn mannfjölda, án þess að hreyfa sig úr bílnum. Bíllinn sem John Kennedy ók í, þegar hann var skotinn til bana í Dallas, í nóvember 1963, var líka Lincolnbíll. Kennedy pantaði hann árið 1961, en sá bfll var ekki brynvarinn og hafði ekki skotheldar rúður. Þegar Lyndon Johnson varð forseti, lét hann gera bílinn upp. Ford hefir lengi haft einkarétt á því að sjá forsetum Bandaríkjanna fyrir bílum, en eftir lögunum má fyr- irtækið ekki láta slíka bíla end- urgjaldslaust. Þessvegna eru þeir leigðir, og leigan er einn dollar á ári.... s.tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.