Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 39
Framhald af bls. 15. Það gladdi Angelique að íinna aftur þefinn af eldi, sem kveiktur var af manna-höndum. Svo, allt í einu, sá hún virkið. Það birti fyrir henni og hún reis upp í hnakknum. Virkið í Katarunk stóð ofurlítið frá bakkanum. 1 miðju rjóðrinu, sem myndast hafði við að höggva niður bjálkana, sem þurfti til að gera þetta mannvirki. Skiðgarðurinn umhverfis var ferhyrndur í lögun, en ekkert sást uppyfir hann, nema þök á tveimur byggingum og upp úr reykháfum beggja ieið hægur reykur. Allt umhverfis skíðgarðinn var landið kalt og óræktarlegt, þótt grænt væri. Það vottaði ekki fyrir samræmi, grasi né ávölum línum villts engis og það varð skiljanlegt, sfcrax og nær var komið, þvi Þá sást glögglega að leifar trjánna, sem höggvin höfðu verið, höfðu ekki verið rifnar upp úr jörðinni og sá litli gróður sem plantað hafði verið utan um skíðgarðinn, kom upp innan um flóknar ræt-ur og afhöggna stofna. En þetta var fyrsta rækt- unin, sem þau höfðu séð, allt síðan þau höfðu lagt upp í þessa ferð, og Angelique brosti þurrum vörum. Henni líkaði þessi staður vel. Eftir þessa löngu ferð var þægilegt að vera komin heim að lokum. Pont-Briand starði á hana. Hún tók ekki eftir glápi hans. Hún var gagntekin af því, scm hún sá þarna ofan af hæðinni. Þetta var aðeins afskekkt varðstöð, án skýrra landamerkja, og hlægilega litil d hjarta þessa endalausa skógar, en fyrir þann, sem hafði ferðast marga, langa daga, án þess að sjá minnsta merki um mannaverk að undanteknum nokkrum yfirgefnum Indíána- búðum og einum eða tveimur birkibarkareintrjáningum, sem skildir höfðu verið eftir til að fúna einhversstaðar i víkum og lænum, boðaði þetta land ferðafólkinu fyrirheit um mörg þau lifsþægindi, sem það hafði orðið að vera án í frumstæðari heimi. Áin breikkaði fyrir framan virkið og myndaði einskonar stóra og 'kyrrláta tjörn og á henni runnu eintrjáningar létt og fimlega eins og drekaflugur, sumir stefndu að eyju skammt undan, og aðrir fóru með bökkunum og enn aðrir stefndu að flota af léttum bátum, sem lágu hreyfingarlausir hlið við hlið, við hringlaga fjöru syðst við vatn- ið. Það var enn erfitt að sjá glöggt mennina, sem reru þessum ein- trjáningum, og eins þá sem voru á ferli á ströndinni, en þetta var samt merki um hreyfingu og líf eins og hreyfingin í mauraþúfunni, sem kemur upp um, strax í nokkrum fjarska, að hún er ekki sneydd lifi. Lengra í burtu sá Angelique gráa sandströnd, þar sem reistur hafði verið fjöldi af birkibarkarhreysum og upp úr þeim lopaðist hvítur reykur. Þessi staður hafði verið valinn vegna þess, að hann var sæmi- lega í skjóli fyrir óútreiknanlegum fjallavindunum. Langdregið hróp kynnti komu ferðamanna og Indíánarnir, sem höfðu verið dreifðir um alla varðstöðina, sneru sér þangað i áttina, þvaðrandi hátt og rekandi upp hræðileg hróp, um leið og þeir lögðu á brattann, til fundar við hópinn. L’Aubigniere hlaut að hafa tilkynnt komu hóps fölu andlitanna, ríðandi á hestum. Joffrey de Peyrac stöðvaði hóp sinn og virti fyrir sér ströndina og varðstöðina af hestbaki. — Monsieur de Maudreuil? — Monsieur? — E'r þetta ekki hvítt flagg, sem ég sé blakta þarna á miðfána- stönginni? — Jú, Monsieur, raunar. Þetta er gunnfáni Frakkakonungs. Peyrac bar höndina upp að hattinum, tók hann af sér og hélt hon- um armslengd frá sér með lotningarfullri kveðju, en þeim, sem þekktu hann vel, duldist ekki ýkjurnar og skopstælingin í kveðjunni. — Ég hneigi mig fyrir þeirri hátign. sem Þér þjónið, barón, og ég tel mér heiður. að hann skuli hafa heimsótt hús mitt i yðar persónu. — Persónum yfirmanna minna, árétti baróninn kviðafullur á svip. — Mér er þetta mikill heiður .... Peyrac setti hattinn á sig aftur. Hann var svo fyrirmannlegur i fasi að jafnvel lotningin virtist hættuleg. — Engu að siður er venjan sú, að þegar landeigandi kemur til eignar sinnar, skuli hans fáni blakta við hún. Ef til vill viljið þér fara á undan barón og gefa fyrirmæli um þetta; mér sýnist ekki að nokkur hafi leitt hugann að því. O-Connell veit hvar flagg mitt er. — Sjálfsagt, herra minn, svaraði ungi Kanadamaðurinn og hljóp niður eftir grýttum stignum. I-Iann hentist framhjá Indíánunum, sem streymdu upp hæöina, stakk Sér inn í kjarr og þaut áfram að virkinu. Skömmu síðar opnuðust hliðin og blátt flagg með silfurskjaldarmerki var dregið að húni. — Skjaldarmerki Rescators, sagði Peyrac lágt. — Dýrð þess kann að vera óljós, kannske jafnvel vafasöm, en sú stund er ekki upprunn- in, að það skuli yfirur.nið án orrustu, er það Madame? Angelique vissi ekki, hverju hún átti að svara Enn einu sinni ruglaði framkoma eiginmanns hennar hana. Henni fyrir sitt leyti fannst, að Frakkarnir hefðu ekki verið fullkomlega einlægir með því að segja, að þeir heíðu kornið til Katarunk án íjand- samlegra fyrirætlana. Að leggja undir sig hernaðarlega varðstöð hafði aldrei verið áiitið tákn mikillar vináttu. En nú hafði hlutverkum verið snúið. Peyrac var kominn, og hafði komið þeim á óvart. Meðal vina sinna hafði hann Perrot og Maupertuis, menn, sem höfðu dval- izt langdvöium í Kanada og voru þar mikils virtir. En engu að síður voru þau stödd á púðurtunnu. Angelique leizt ekki á allan þennan skara af Indiánastríðsmönnum, framherjum franska hersins, sem klöngraðist hæðina á móti þeim, með hræöilegum hrópum; þótt þessa stundina að minnsta kosti væru hrópin aðeins staðfesting á undrun, og fagnandi kveðjur. Joffrey de Peyrac hélt áfram að virða fyrir sér virkið og nágrennið í sjónaukanum. Andspænis þeim stóðu tvö stór hlið á skíðgarðinum galopin. Hermenn höfðu raðað sér upp sitt hvoru megin við hliðin, eins og fyrir liðskönnun, og rétt fyrir framan þá stóð yfirmaður í fullum skrúða, vafialitið Loménie-Chambord, ofurstinn, sem nefndur hafði verið fyrir Peyrac. Hann braut saman kíkinn, laut höfði og virtist þungt hugsi. Hann vissi, að nú var síðasta tækifæri til að láta vopnin tala. Að lítilli stundu liðinni yrði hann kominn upp í ginið á ljóninu. Hann og menn hans voru á þessari stundu að blanda sér í hóp, sem á hverri stundu gætu breytzt í herskáa óvini. Allt var undir því komið, að ofurstinn væri heiðarlegur maður, sem stæði við sitt, og undir áhrifum hans á menn sína, undir orðum, undir vísdómi mannsins, sem Peyrac myndi bráðlega standa augliti tii aug- litis við, manninn sem var fulltrúi Frakklandskonungs. Hann bar sjónaukann aftur upp að auganu. í gegnum hann sá hann mann, sem stóð með hendur á traki og beið þess óttalaus, að húsbónd- inn í Katarunk kæmi. — Komum, sagði Peyrac. Hann bað þá; sem riðandi voru á hestum að fylgja sér eftir hafði Spánverjana með brjóstplöturnar i broddi fylkingar, undir fullum vopn- urn, þá næst Florimond og Cantor, sem héldu á fánum hans og loks; aðra menn, alla vopnaða. Indíánarnir þyrptust að frá öllum hliðum, ótrúiega forvitnir. Nicholas; Perrot reyndi að riíja upp öll þau mál og mállýzkur, sem hann kunni, til að heilsa þeim og samtímis að biðja þá að hafa ekki svona hátt, því hrossin hræddust allan skyndilegan hávaða, allar þessar vaggandi fjaðr- ir, lituöu andlit, boga og brugðnar stríðsaxir, og byrjuðu að hneggja og prjóna. Að lokum var hægt að halda af stað. Peyrac hafði beðið Ange- lique að vera við hlið sér. Hún skammaðist sín fyrir bera fætur Honor- ine og hefði einnig langað til að snyrta á sér hárið, en hún átti einnig ■fullt í fangi með að halda hryssunni í skefjum, svo hún ryddist ekki sto-vella 3oppa5 i UDDMavéíar Zoppas uppþvottavélin getur bæSi staðiS frítt á gólfi (hún er á hjólum) eSa verið byggS inn i eldhúsinnréttinguna. Vélin tekur fyrir 6—8 manns meS pottum og getur tekiS inn á sig annað hvort heitt eða kalt vatn. Zoppas vélarnar eru ítalskar, framleiddar í samvinnu við banda- rískt heimilisfyrirtæki. Arsábyrgð. — Verð kr. 32.700. — Greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. - AÐALSTRÆTI 18 SÍMI 16995. '— _____________________________________________________________________y 3. tbi VTKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.