Vikan - 06.02.1969, Síða 2
*
IFULLRI
MOXZEMA-DEODORBNT
SVITAEYÐIR. REYNIÐ OG ÞÉR MUNUÐ vSANN-
FÆRAST UM AÐ BETRI SVITAEYÐI FÁIÐ ÞÉR
EKKi.
Brennandi spurning
Löngum hafa stjórnmál hér
á landi einkennzt um of af
fánýtu karpi, en málefnaleg-
ar rökræður verið sjaldgæf-
ar. Það gegnir í rauninni
furðu, hve sárafáir stjórn-
málamenn hafa lagt í vana
sinn að tala og skrifa ljóst og
skýrt, svo að allir megi skilja,
jafnt leikir sem lærðir. Það
virðist vera til siðs í heimi
stjórnmálanna að tala um
málefni líðandi stundar á
flóknu, „fræðilegu" og óljósu
rnáli og nota orð og hugtök,
sem bögglast fyrir brjóstinu
á almenningi.
Mikið hefur verið rætt og
ritað um þá botnlausu erfið-
leika og þrengingar, sem yfir
okkur hafa dunið og við er
að glíma á nýbyrjuðu ári. En
lítið sem ekkert hefur til
dæmis verið fjallað um eftir-
farandi spurningu, sem brenn-
ur á vörum þúsunda heimilis-
feðra þessa köldu og dimmu
vetrardaga: Hvað er hægt að
gera til að hjálpa mönnum að
halda íbúðum sínum, —
mönnum, sem keyptu sér þak
yfir höfuðið í góðri von og
trú meðan allt virtist leika í
lyndi, atvinna var mikil og
lánsmöguleikar nógir?
Meginþorri iðnaðarmanna
og verkamanna hefur nú enga
eftirvinnu, og dagvinnukaupið
hrekkur naumlega fyrir fæði
og klæðum. Og lán er hvergi
að fá. Hátt á annað þúsund
umsækjenda bíða lánsloforða
hjá húsnæðismálastjórn, sam-
kvæmt nýjustu fréttum.
Missir allt þetta fólk íbúðir
sínar eða verður því hjálpað
til að lifa af núverandi erfið-
leika í von um betri tíma og
batnandi afkomu?
Almenning fýsir að fá skýr
svör við spurningum sem
þessari, en hefur lítið gagn af
löngum ræðum og greinum
um hagvöxt og greiðslujöfn-
uð. G.Gr.
COVER GIRL fæst í öllum snyrtivöruverzlunum.
FRIÐRIK BERTELSEN Laufásvegi 12 - Sími 36620.
Va ralitir,
12 fallegir tízkulitir.
Heildsölubirgðir:
PressaS púður,
4 fallegir beige litir.
Cleansing Lotion,
hreinsar betur en sápa og
er mildara en krem.
Astrigent Tonic.
Andlitsvatn fyrir þurra og
feita húð.
MAKE-UP,
3 fallegir litir.
Á r
COVER GIRL snyrtivörur
eru viðurkenndar af hin-
um vandlátu.
— Ég stend í ævarandi þakk-
arskuld við yður, læknir ....!
Ég man ekki hvort það er ég
sem er veikur, eða hvort það
er konan mín....!
IÞESSARIVIKU
TONGA ...................
PÓSTURINN
BÍLAPRÓFUN ..............
PALLADÓMAR UM ALÞINGISMENN
EINU SINNI VAR .........
EFTIR EYRANU ............
LEYNIFARÞEGINN MINN .....
AÐ LESA í LÓFA...........
ÞEGAR LANDIÐ FÆR MÁL....
ANGELIQUE í VESTURHEIMI ...
SÍÐAN SÍÐAST ...........
NÝ VERÐLAUNAGETRAUN .....
AÐ MERKJA MEÐ STAFNUM . .
AFTÖKUR Á GÖTUM ÚTI ....
HAMINGJULAUSI NJÓSNARINN
SÚPUR OG SMURT BRAUÐ
Bls. 4
Bls. 6
Bls. 8
Bls. 10
Bls. 12
Bls. 14
BIs. 16
Bls. 18
Bls. 20
BIs. 22
Bls. 24
Bls. 26
Bls. 30
Bls. 32
Bls. 34
Bls. 46
VÍSUR VIKUNNAR:
Á þekkingarsviðinu þrá vor er jafnan rík
og þar eru stöðugt reyndir nýjustu vegir
því jörðin er orðin úrelt og gömul sem flík
en aðrir hnettir dæmalaust forvitnilegir.
Og geimfarar eiga efalaust skilið hrós
á eldflaugarangli í þjónustu jarðarbarna
nú hafa þeir játað að jafnvel sé komið í ljós
að jörðin sé góð en tunglið leiðindastjarna.
Með rafeindaheilum reikna hálærðir menn
og reyna að leysa þá spurning sem heitast brennur:
Er Máninn fullur mánaðarlega enn
og miður sín og fúll þegar af honum rennur?
FORSÍÐAN:
í þessu blaði hefst ný verðlaunagetraun. Vinningarnir
eru allir frá hinum heimsþekktu Ronson-verksmiðj-
um. Auk kveikjara eru margir óvenjulegir hlutir, eins
og rafmagnstannbursti, rafmagnshnífur, rafmagnsskó-
bursti og fleira. Á forsíðunni sjáum við nokkra af
hinum glæsilegu vinningum.
VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR IIF.
Ritstjóri: Sigurður Ilreiffar. Meffritstjóri: Gylfi Grön-
dal. Blaffamaffur: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning:
Snorri Friffriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug-
lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir.
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33.
Simar 35320-35323. Pósthólf 523. Verð í lausasölu kr. 50.00.
Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900
kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð
mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar
eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaðarlega.
IIUESTU
VIKU
„Janine gekk inn í baðher-
bergið og henni brá, er hún
leit í spegil. Þetta var ekki
hennar andlit. Ókunn kona
starði á hana. Allt sem gerði
hana fagra og töfrandi var
eins og þurrkað burtu. Hún
var þreytuleg, magnlaus og
föl sem afturganga.... “
Þetta er upphafið að nýrri
framhaldssögu, sem hefst í
næsta blaði og heitir Við
hverja snertingu hans eftir
Jens Bekker.
Þá segjum við í sama blaði
frá ellefta merki dýrahrings-
ins og því næstsíðasta. Það er
Vatnsberinn, en þeir sem
fæddir eru í honum eru
gjarnan fíngerðir og við-
kvæmir. Gott dæmi um
Vatnsbera eru tónskáldin
Mozart og Mendelssohn, en
tónsmiðir eru einmitt tiltölu-
lega fjölmennastir í þessu
merki. Vatnsberinn vill losna
við þunga efnisins, flýja hin-
ar dýrslegu hvatir, sem hann
finnur að koma illa heima við
dýrlingslegar tilhneigingar
hans.
Af þýddu efni vildum við
nefna myndagrein um nýja
kvikmynd, sem mikla athygli
hefur vakið erlendis. Aðal-
persóna hennar er gamall bíll
og þess vegna heitir myndin
Chitty chitty, bang bang. Hér
er um að ræða mynd, sem er
alveg 1 sérflokki og hefur
notið gífurlegra vinsælda um
allan heim. Þá verða grein-
arnar Langaði aff lifa flott og
gerðist njósnari, Harmleikur
í Brasilíu og fleirL
Síðast en ekki sízt minnum
við á nýju verðlaunagetraun’
ina, sem hófst í síðasta blaðL
Það eru glæsilegir vinningar
í boði, allt úrvalsvörur frá
hinum þekktu Ronson-verk-
smiðjum.